Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2020 13:30 Hvernig verður byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi skipað? vísir/vilhelm Í Pepsi Max mörkum kvenna í gær brugðu sérfræðingarnir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sér í hlutverk landsliðsþjálfara og völdu sitt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM annað kvöld. Athygli vakti að sérfræðingarnir völdu báðir Sveindísi Jane Jónsdóttir, annan tveggja nýliða í íslenska hópnum, í sitt byrjunarlið. Annars voru þau nokkuð ólík. Bára stillti upp í leikkerfið 4-3-3 en Kristín í 3-5-2. „Sara [Björk Gunnarsdóttir] er öftust á miðjunni með tvo mjög skapandi miðjumenn fyrir framan sig [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur] því við ætlum að vera sóknarsinnaðar í þessum leik,“ sagði Bára. „Svava Rós [Guðmundsdóttir] er vinstra megin og Elín Metta Jensen og Sveindís sem er tvíeyki sem ég myndi mjög gjarnan vilja sjá saman í sókninni.“ Byrjunarlið Báru.vísir/stöð 2 sport Bára ákvað að veðja á reynsluna og vera með Söndru Sigurðardóttur í markinu. Kristín valdi hins vegar hina sautján ára Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. „Mér finnst hún vera tilbúin að taka þetta og ég vil bara hafa hana í markinu nú og síðar,“ sagði Kristín sem stillti upp mjög reynslumikilli miðju með þær Söru Björk, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Þetta er landsliðsverkefni og það eru tveir leikir framundan. Ég ætla því að nota þennan leik til að undirbúa Svíaleikinn. Hann verður erfiðasti leikur sem við höfum spilað lengi og ég vil nota allan tímann til að undirbúa mig fyrir hann.“ Byrjunarlið Kristínar.vísir/stöð 2 sport Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um byrjunarlið sérfræðinganna og um leikinn gegn Lettum. Hann hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18:15. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um landsliðið EM 2021 í Englandi Pepsi Max-mörkin Mest lesið Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Í Pepsi Max mörkum kvenna í gær brugðu sérfræðingarnir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sér í hlutverk landsliðsþjálfara og völdu sitt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM annað kvöld. Athygli vakti að sérfræðingarnir völdu báðir Sveindísi Jane Jónsdóttir, annan tveggja nýliða í íslenska hópnum, í sitt byrjunarlið. Annars voru þau nokkuð ólík. Bára stillti upp í leikkerfið 4-3-3 en Kristín í 3-5-2. „Sara [Björk Gunnarsdóttir] er öftust á miðjunni með tvo mjög skapandi miðjumenn fyrir framan sig [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur] því við ætlum að vera sóknarsinnaðar í þessum leik,“ sagði Bára. „Svava Rós [Guðmundsdóttir] er vinstra megin og Elín Metta Jensen og Sveindís sem er tvíeyki sem ég myndi mjög gjarnan vilja sjá saman í sókninni.“ Byrjunarlið Báru.vísir/stöð 2 sport Bára ákvað að veðja á reynsluna og vera með Söndru Sigurðardóttur í markinu. Kristín valdi hins vegar hina sautján ára Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. „Mér finnst hún vera tilbúin að taka þetta og ég vil bara hafa hana í markinu nú og síðar,“ sagði Kristín sem stillti upp mjög reynslumikilli miðju með þær Söru Björk, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Þetta er landsliðsverkefni og það eru tveir leikir framundan. Ég ætla því að nota þennan leik til að undirbúa Svíaleikinn. Hann verður erfiðasti leikur sem við höfum spilað lengi og ég vil nota allan tímann til að undirbúa mig fyrir hann.“ Byrjunarlið Kristínar.vísir/stöð 2 sport Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um byrjunarlið sérfræðinganna og um leikinn gegn Lettum. Hann hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18:15. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um landsliðið
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-mörkin Mest lesið Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira