Ofurmennið Ómar er áttrætt í dag Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2020 13:27 Ómar Ragnarsson. Ótrúlegt en satt, hann er áttræður í dag. Bob Dylan söng Forever young, ungur að eilífu, líklega ekki um Ómar en það gæti átt við um þennan ævintýralega hressa mann. Hann lætur hvergi deigan síga, krafturinn með ólíkindum. Vísir óskar Ómari til hamingju með daginn. visir/vilhelm Skemmtikrafturinn, sjónvarpsmaðurinn, fréttamaðurinn, laga- og textasmiðurinn, rallíkappinn, flugmaðurinn, stjórnmálamaðurinn, ofurhuginn … Ómar Ragnarsson er áttræður í dag. Því fagnar þjóðin enda á Ómar, eftir áratugalangan, ævintýralegan- og gifturíkan feril á opinberum vettvangi nánast hvert bein í Íslendingum. Vinir Ómars keppast við að lofsyngja hann á Facebook, spara ekki stóru orðin og þar leitar Vísir meðal annars fanga í viðleitni til að bregða ljósi á þennan mikla kappa sem skráð hefur nafn sitt feitu letri í Íslandssöguna. En fyrir réttum tíu árum vann Helga Arnardóttir ítarlega umfjöllun um feril Ómars; þar sem sjá má brot af ýmsum minnisstæðum atriðum hvar Ómar birtist í öllu sínu veldi og rætt við samferðarfólk Ómars. „Einn af demöntum í kórónu lífs míns, það er Ómar Ragnarsson,“ segir til að mynda Bubbi Morthens. Fjallað var um ævi Ómars í Íslandi í dag þegar hann varð sjötugur fyrir sléttum tíu árum. Afköstin með slíkum ólíkindum að ráðgáta telst „Það verður landsmönnum ávallt ráðgáta hvernig hann hafði tíma til að semja Ligga-ligga-lá, Lok-lok-og-læs, Lax-lax-lax, Limbó-rokk, Litla jólabarn, Bítmúsík, Bítilæði, Bróður minn, Bar’að hann hangi þurr, Jóa útherja, Jón tröll, Jólin koma, Mér er skemmt, Minkinn í hænsnakofanum, Ó Grýlu, Óla drjóla eða Óbyggðaferð — svo fáein sönglög séu nefnd — á meðan hann var frétta- og þáttagerðarmaður, skemmtikraftur, flugmaður, rallökumaður, aðgerðarsinni og sjö barna faðir! Ómar er ofurmenni,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður um Ómar og kastar á hann afmæliskveðju á Facebook. Ómar hefur alla tíð verið harður stuðningsmaður Fram og það kunna þeir að meta. Ómar Þorfinnur Ragnarsson er 80 ára í dag. Þessi fjölhæfi hagleiksmaður er hinn eini sanni Ofur-Framari! Þess utan fögnum við Degi íslenskrar náttúru í dag, honum til heiðurs. Vonandi verður náttúran með okkur í liði í dag á móti Keflavík. Til hamingju, kæri Ómar! pic.twitter.com/40s5utIybv— FRAM knattspyrna (@FRAMknattspyrna) September 16, 2020 Það sem við höfum hlegið saman Annar tónlistarmaður sem kastar kveðju á Ómar á Facebook talar um þjóðarblóm í mannheimum og þúsundþjalasmið sem er afmælisbarn dagsins. Það er Þuríður Sigurðardóttir söngkona. Hún telur fara vel á því að afmælisdaginn er á degi íslenskrar náttúru, sem stofnaður var til heiðurs því mikla starfi sem hann hefur lagt til náttúruverndar. „Leiðir okkar Ómars hafa legið saman í tónlistinni frá því ég söng mitt fyrsta lag inná hljómplötu 16 ára, hann samdi textann við lagið eins og við svo mörg lög sem ég hef sungið. Við höfum sungið saman á sviði, í útvarpi, Sjónvarpinu og við óteljandi tækifæri...og ég hef flogið með honum um landið þvert og endilangt. Ómar er eini maðurinn í heiminum sem hefði getað fengið mig til að spila við sig fótbolta eftir langan dag í rútu, sumargleðiskemmtun og ball fram á nótt. Og það sem við höfum helgið saman! Hjartanlega til hamingju með afmælið elsku trausti, tryggi vinur og félagi - og megi dagurinn þinn verða þér og þínum hamingjuríkur og fallegur!“ Uppistandarinn Ómar Þó Ómar hafi lagt gjörva hönd á margt gerði hann upphaflega garðinn frægan sem skemmtikraftur. Og hann hefur komið fram reglulega sem slíkur, alla tíð. Hér má sjá atriði sem hann bauð upp á árið 2011, í tengslum við söfnunarátak Rauða nefsins. Og svo enn séu tekin dæmi af samfélagsmiðlum, kveðjum sem nú staflast upp þar. Enn einn úr hópi tónlistarmanna er Baggalúturinn Guðmundur Pálsson sem reyndar starfar einnig sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Hann segir að Ómar eigi risaafmæli í dag, hann sé gersemi og honum verði aldrei fullþakkað „fyrir allt það góða, fallega og fyndna sem hann hefur fært okkur. Í desember 2016 tróð hann upp á jólatónleikum Baggalúts og sló aldrei feilpúst. 16 sinnum. Gott ef hann var ekki að jafna sig eftir fótbrot –‚ það hægði ekki einu sinni á honum. Baráttumaðurinn Ómar Lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir, sem nú berst fyrir því að ný stjórnarskrá verði tekin á dagskrá, ritar einnig pistil í tilefni dagsins. Elsku Ómar er áttræður í dag. „Hér með upplýsisist að hann er eini maðurinn á Íslandi sem ég minnist þess að hafa hringt í upp úr þurru bara til þess að eiga grúppíulegt móment þar sem ég þakkaði honum óðamála fyrir baráttuna fyrir náttúrunni.“ Katrín segist ekki hafa þekkt hann neitt en hann hafði stuttu áður boðið þingfólki í flug yfir Kárahnjúkasvæðið til þess að veita þeim hina hlið málsins, en þeim hafði áður verið boðið af einhverju stóriðjubatteríi í svaka fínan útsýnisrúnt og veitinga. Ómar gat bara gefið þeim samlokur og sannleikann. „Seinna sátum við Ómar svo saman í stjórnlagaráði og ég gleymi aldrei hvað hann var ánægður með náttúruverndarákvæði nýju stjórnarskrárinnar. Nú er dagur náttúru Íslands, afmælisdagur Ómars sem sýnir að stundum áttar þjóð sig á því hvað einstaka einstaklingar hafa unnið henni mikið gagn áður en þeir eru farnir yfir móðuna miklu.“ Enn í fullu fjöri Og í lokin, því einhvers staðar verður að setja punkt þó af nægu sé að taka, er hér enn eitt myndskeið úr myndasafni Stöðvar 2, frá í fyrra en þar ræðir Heimir Már Pétursson við Ómar. Eins og þar má sjá er engan bilbug að finna á afmælisbarninu. Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Sjá meira
Skemmtikrafturinn, sjónvarpsmaðurinn, fréttamaðurinn, laga- og textasmiðurinn, rallíkappinn, flugmaðurinn, stjórnmálamaðurinn, ofurhuginn … Ómar Ragnarsson er áttræður í dag. Því fagnar þjóðin enda á Ómar, eftir áratugalangan, ævintýralegan- og gifturíkan feril á opinberum vettvangi nánast hvert bein í Íslendingum. Vinir Ómars keppast við að lofsyngja hann á Facebook, spara ekki stóru orðin og þar leitar Vísir meðal annars fanga í viðleitni til að bregða ljósi á þennan mikla kappa sem skráð hefur nafn sitt feitu letri í Íslandssöguna. En fyrir réttum tíu árum vann Helga Arnardóttir ítarlega umfjöllun um feril Ómars; þar sem sjá má brot af ýmsum minnisstæðum atriðum hvar Ómar birtist í öllu sínu veldi og rætt við samferðarfólk Ómars. „Einn af demöntum í kórónu lífs míns, það er Ómar Ragnarsson,“ segir til að mynda Bubbi Morthens. Fjallað var um ævi Ómars í Íslandi í dag þegar hann varð sjötugur fyrir sléttum tíu árum. Afköstin með slíkum ólíkindum að ráðgáta telst „Það verður landsmönnum ávallt ráðgáta hvernig hann hafði tíma til að semja Ligga-ligga-lá, Lok-lok-og-læs, Lax-lax-lax, Limbó-rokk, Litla jólabarn, Bítmúsík, Bítilæði, Bróður minn, Bar’að hann hangi þurr, Jóa útherja, Jón tröll, Jólin koma, Mér er skemmt, Minkinn í hænsnakofanum, Ó Grýlu, Óla drjóla eða Óbyggðaferð — svo fáein sönglög séu nefnd — á meðan hann var frétta- og þáttagerðarmaður, skemmtikraftur, flugmaður, rallökumaður, aðgerðarsinni og sjö barna faðir! Ómar er ofurmenni,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður um Ómar og kastar á hann afmæliskveðju á Facebook. Ómar hefur alla tíð verið harður stuðningsmaður Fram og það kunna þeir að meta. Ómar Þorfinnur Ragnarsson er 80 ára í dag. Þessi fjölhæfi hagleiksmaður er hinn eini sanni Ofur-Framari! Þess utan fögnum við Degi íslenskrar náttúru í dag, honum til heiðurs. Vonandi verður náttúran með okkur í liði í dag á móti Keflavík. Til hamingju, kæri Ómar! pic.twitter.com/40s5utIybv— FRAM knattspyrna (@FRAMknattspyrna) September 16, 2020 Það sem við höfum hlegið saman Annar tónlistarmaður sem kastar kveðju á Ómar á Facebook talar um þjóðarblóm í mannheimum og þúsundþjalasmið sem er afmælisbarn dagsins. Það er Þuríður Sigurðardóttir söngkona. Hún telur fara vel á því að afmælisdaginn er á degi íslenskrar náttúru, sem stofnaður var til heiðurs því mikla starfi sem hann hefur lagt til náttúruverndar. „Leiðir okkar Ómars hafa legið saman í tónlistinni frá því ég söng mitt fyrsta lag inná hljómplötu 16 ára, hann samdi textann við lagið eins og við svo mörg lög sem ég hef sungið. Við höfum sungið saman á sviði, í útvarpi, Sjónvarpinu og við óteljandi tækifæri...og ég hef flogið með honum um landið þvert og endilangt. Ómar er eini maðurinn í heiminum sem hefði getað fengið mig til að spila við sig fótbolta eftir langan dag í rútu, sumargleðiskemmtun og ball fram á nótt. Og það sem við höfum helgið saman! Hjartanlega til hamingju með afmælið elsku trausti, tryggi vinur og félagi - og megi dagurinn þinn verða þér og þínum hamingjuríkur og fallegur!“ Uppistandarinn Ómar Þó Ómar hafi lagt gjörva hönd á margt gerði hann upphaflega garðinn frægan sem skemmtikraftur. Og hann hefur komið fram reglulega sem slíkur, alla tíð. Hér má sjá atriði sem hann bauð upp á árið 2011, í tengslum við söfnunarátak Rauða nefsins. Og svo enn séu tekin dæmi af samfélagsmiðlum, kveðjum sem nú staflast upp þar. Enn einn úr hópi tónlistarmanna er Baggalúturinn Guðmundur Pálsson sem reyndar starfar einnig sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Hann segir að Ómar eigi risaafmæli í dag, hann sé gersemi og honum verði aldrei fullþakkað „fyrir allt það góða, fallega og fyndna sem hann hefur fært okkur. Í desember 2016 tróð hann upp á jólatónleikum Baggalúts og sló aldrei feilpúst. 16 sinnum. Gott ef hann var ekki að jafna sig eftir fótbrot –‚ það hægði ekki einu sinni á honum. Baráttumaðurinn Ómar Lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir, sem nú berst fyrir því að ný stjórnarskrá verði tekin á dagskrá, ritar einnig pistil í tilefni dagsins. Elsku Ómar er áttræður í dag. „Hér með upplýsisist að hann er eini maðurinn á Íslandi sem ég minnist þess að hafa hringt í upp úr þurru bara til þess að eiga grúppíulegt móment þar sem ég þakkaði honum óðamála fyrir baráttuna fyrir náttúrunni.“ Katrín segist ekki hafa þekkt hann neitt en hann hafði stuttu áður boðið þingfólki í flug yfir Kárahnjúkasvæðið til þess að veita þeim hina hlið málsins, en þeim hafði áður verið boðið af einhverju stóriðjubatteríi í svaka fínan útsýnisrúnt og veitinga. Ómar gat bara gefið þeim samlokur og sannleikann. „Seinna sátum við Ómar svo saman í stjórnlagaráði og ég gleymi aldrei hvað hann var ánægður með náttúruverndarákvæði nýju stjórnarskrárinnar. Nú er dagur náttúru Íslands, afmælisdagur Ómars sem sýnir að stundum áttar þjóð sig á því hvað einstaka einstaklingar hafa unnið henni mikið gagn áður en þeir eru farnir yfir móðuna miklu.“ Enn í fullu fjöri Og í lokin, því einhvers staðar verður að setja punkt þó af nægu sé að taka, er hér enn eitt myndskeið úr myndasafni Stöðvar 2, frá í fyrra en þar ræðir Heimir Már Pétursson við Ómar. Eins og þar má sjá er engan bilbug að finna á afmælisbarninu.
Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Sjá meira