Allir með „grænu veiruna“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 15:42 Þórólfur Guðnason segir þá þrettán sem greindust með veiruna innanlands í gær ákveðin vonbrigði. Aðeins einn var í sóttkví. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. Smitrakningateymið hefur kallað afbrigðið „grænu veiruna“ en fyrsta tilfelli hennar kom upp á höfuðborgarsvæðinu 25. júlí og hefur skotið upp kollinum um allt land. Hefur hún til að mynda valdið hópsýkingu á Akranesi í byrjun ágúst og hópsýkingu sem tengd var við Hótel Rangá. „Þetta eru vonbrigði að fá þennan topp núna. Það sem er alvarlegra er hversu fáir eru í sóttkví og hversu lítil tengsl eru á milli þeirra sem eru að greinast, sem vekur áhyggjur að þetta sé dreifðara þetta smit en við vonuðumst til,“ segir Þórólfur en aðeins einn var í sóttkví af þessum þrettán. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Þórólf í dag Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa gripið til þess ráðs að leggjast í víðtækari skimanir en áður. Ráðist verður í skimanir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Þeir sem greindust í gær teljast ungt fólk, utan eins eldri einstaklings sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Með þessum víðtæku skimunum verðu hægt að leggja mat á hvort búast megi við fleiri „toppum“ eins og sóttvarnalæknir orðar það. Fer ekki á taugum „Þessi eini toppur er ekki svo alvarlegur í sjálfu sér en við viljum vera á undan atburðarásinni,“ segir Þórólfur. Hann telur ekki ástæðu til að ráðast í harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands. Spurður hvort fólk hafi slakað of mikið á persónubundnum sóttvörnum samhliða því að yfirvöld hafa slakað á tilmælum, segir Þórólfur ekki gott að segja til um það. „Þetta verður ekki bara bein lína. Við eigum eftir að fara upp og niður í þessi og upplifa góða tíma og verri tíma. Við förum ekki á taugum yfir því. Ég held að þetta þýði ekki endilega að við séum að fara að fá aðra bylgju yfir okkur. Það gæti gerst, þetta er ákveðið merki um að við gætum verið að fá aukningu, en þessar skimanir munu gefa okkur betri upplýsingar um það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. Smitrakningateymið hefur kallað afbrigðið „grænu veiruna“ en fyrsta tilfelli hennar kom upp á höfuðborgarsvæðinu 25. júlí og hefur skotið upp kollinum um allt land. Hefur hún til að mynda valdið hópsýkingu á Akranesi í byrjun ágúst og hópsýkingu sem tengd var við Hótel Rangá. „Þetta eru vonbrigði að fá þennan topp núna. Það sem er alvarlegra er hversu fáir eru í sóttkví og hversu lítil tengsl eru á milli þeirra sem eru að greinast, sem vekur áhyggjur að þetta sé dreifðara þetta smit en við vonuðumst til,“ segir Þórólfur en aðeins einn var í sóttkví af þessum þrettán. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Þórólf í dag Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa gripið til þess ráðs að leggjast í víðtækari skimanir en áður. Ráðist verður í skimanir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Þeir sem greindust í gær teljast ungt fólk, utan eins eldri einstaklings sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Með þessum víðtæku skimunum verðu hægt að leggja mat á hvort búast megi við fleiri „toppum“ eins og sóttvarnalæknir orðar það. Fer ekki á taugum „Þessi eini toppur er ekki svo alvarlegur í sjálfu sér en við viljum vera á undan atburðarásinni,“ segir Þórólfur. Hann telur ekki ástæðu til að ráðast í harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands. Spurður hvort fólk hafi slakað of mikið á persónubundnum sóttvörnum samhliða því að yfirvöld hafa slakað á tilmælum, segir Þórólfur ekki gott að segja til um það. „Þetta verður ekki bara bein lína. Við eigum eftir að fara upp og niður í þessi og upplifa góða tíma og verri tíma. Við förum ekki á taugum yfir því. Ég held að þetta þýði ekki endilega að við séum að fara að fá aðra bylgju yfir okkur. Það gæti gerst, þetta er ákveðið merki um að við gætum verið að fá aukningu, en þessar skimanir munu gefa okkur betri upplýsingar um það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06