Í kvöldfréttum greinum við frá því að ráðast á í vítækar skimanir á höfuðborgarsvæðinu eftir að þrettán einstaklingar greindust með kórónuveiruna í gær. Ekki hafa eins margir greinst á einum sólarhring í rúmar fimm vikur.
Við heyrum í Kára Stefánssyni sem óttast að ný bylgja sjúkdómsins sé í uppsiglingu.
Þá förum við ítarlega yfir mál egypsku fjölskyldunnar sem ekki var til staðar þegar flytja átti hana úr landi í morgun og er nú komin í felur.
Við skoðum stöðu Icelandair en hlutafjárútboð félagsins hófst í dag. Forsvarsmenn útboðsins segja að vænta megi allt að 50 prósent ávöstunar á ári fram til ársins 2024.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.