Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 20:35 Víðtæk skimun er nú hafin fyrir kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk erfðagreining skimar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og heilsugæslan skimar í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tilfinningu sinni vera þá að í dag hafi verið skimað mun meira fyrir veiruna en gert hefur verið undanfarið. Þórólfur vill þó ekki spá einhverri stórri bylgju af smitum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alls greindust 19 með kórónuveiruna innanlands í gær og voru aðeins sjö af þeim í sóttkví. Á þriðjudag greindust 13 með veiruna og var aðeins einn í sóttkví. Í Kastljósi var Þórólfur spurður hvort hann byggist við hærri tölu á morgun sem væru þá smit dagsins í dag. „Já, ég býst fastlega við því og ástæðan er sú að við erum að skima miklu meira. Það er verið að skima uppi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það er verið að skima mjög víða núna í samfélaginu, á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það er mjög líklegt að við munum finna fleiri sem eru jafnvel einkennalausir eða einkennalitlir með veiruna. Þannig að ég býst alveg við því að við fáum hærri tölu og það verður að skoða tölurnar í því ljósi,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að þetta þýddi ekki endilega að veikindin séu útbreiddari heldur væri verið að fá betra yfirlit yfir stöðuna. Í dag mættu 740 í einkennasýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 500 einkennalausir mættu til viðbótar. Íslensk erfðgreining skimaði þúsund manns í dag að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímuskylda mögulega tekin upp í framhaldsskólum og háskólum Þá sagði Þórólfur frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann ætli að leggja það til við heilbrigðisráðherra að börum og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun. Staðirnir yrðu þá lokaðir um helgina og staðan svo endurmetin eftir helgi. Þórólfur var spurður að því í Kastljósi hvort að harðari aðgerðir kæmu til greina. Hann sagði að það þyrfti að koma í ljós eftir því hvað kæmi út úr skimununum og hvernig faraldurinn þróast. Ef ástandið færi að versna mikið þá væru sóttvarnayfirvöld með aðrar aðgerðir uppi í erminni, til dæmis að fækka þeim sem mega koma saman og breyta eins metra reglunni. Sá tímapunktur er þó ekki kominn að sögn Þórólfs. Þá viðraði hann þá hugmynd að taka mögulega upp grímuskyldu í framhaldsskólum og háskólum við ákveðnar aðstæður. „Við höfum verið með leiðbeiningar um notkun á grímum í strætó og almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og í ákveðinn tíma þá sé hægt að nota grímur. Niðurstöður úr rannsóknum á grímum sem hafa verið að koma nýlega þá er gagnsemin af grímum kannski meiri en menn héldu. Hún er kannski ekki bara gagnleg í því að koma í veg fyrir sýkingar heldur minnka magnið af veirunni sem við fáum í okkur,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tilfinningu sinni vera þá að í dag hafi verið skimað mun meira fyrir veiruna en gert hefur verið undanfarið. Þórólfur vill þó ekki spá einhverri stórri bylgju af smitum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alls greindust 19 með kórónuveiruna innanlands í gær og voru aðeins sjö af þeim í sóttkví. Á þriðjudag greindust 13 með veiruna og var aðeins einn í sóttkví. Í Kastljósi var Þórólfur spurður hvort hann byggist við hærri tölu á morgun sem væru þá smit dagsins í dag. „Já, ég býst fastlega við því og ástæðan er sú að við erum að skima miklu meira. Það er verið að skima uppi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það er verið að skima mjög víða núna í samfélaginu, á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það er mjög líklegt að við munum finna fleiri sem eru jafnvel einkennalausir eða einkennalitlir með veiruna. Þannig að ég býst alveg við því að við fáum hærri tölu og það verður að skoða tölurnar í því ljósi,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að þetta þýddi ekki endilega að veikindin séu útbreiddari heldur væri verið að fá betra yfirlit yfir stöðuna. Í dag mættu 740 í einkennasýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 500 einkennalausir mættu til viðbótar. Íslensk erfðgreining skimaði þúsund manns í dag að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímuskylda mögulega tekin upp í framhaldsskólum og háskólum Þá sagði Þórólfur frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann ætli að leggja það til við heilbrigðisráðherra að börum og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun. Staðirnir yrðu þá lokaðir um helgina og staðan svo endurmetin eftir helgi. Þórólfur var spurður að því í Kastljósi hvort að harðari aðgerðir kæmu til greina. Hann sagði að það þyrfti að koma í ljós eftir því hvað kæmi út úr skimununum og hvernig faraldurinn þróast. Ef ástandið færi að versna mikið þá væru sóttvarnayfirvöld með aðrar aðgerðir uppi í erminni, til dæmis að fækka þeim sem mega koma saman og breyta eins metra reglunni. Sá tímapunktur er þó ekki kominn að sögn Þórólfs. Þá viðraði hann þá hugmynd að taka mögulega upp grímuskyldu í framhaldsskólum og háskólum við ákveðnar aðstæður. „Við höfum verið með leiðbeiningar um notkun á grímum í strætó og almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og í ákveðinn tíma þá sé hægt að nota grímur. Niðurstöður úr rannsóknum á grímum sem hafa verið að koma nýlega þá er gagnsemin af grímum kannski meiri en menn héldu. Hún er kannski ekki bara gagnleg í því að koma í veg fyrir sýkingar heldur minnka magnið af veirunni sem við fáum í okkur,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira