Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2020 16:11 Á veiðislóð í sumar. Nánar tiltekið á svæði eitt en um níu svæði er að ræða. Fallþungi tarfsins sem sjá má í á sexhjólinu var rétt tæpir 100 kíló. Að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar hjá ust var væna tarfa að finna á öllum svæðum. visir/jakob Síðasti dagur haustveiða á hreindýri var á sunnudaginn eða 20. september. Eins og fram kemur í tilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar var kvóti þessa árs 1325 dýr, 805 kýr og 520 tarfar. Felld voru 1264 dýr og ekki náðist að fella 11 kýr og 2 tarfa af útgefnum kvóta sem veiða átti nú í haust. 48 kýr eru svo í úthlutuðum leyfum í nóvember á svæði 8 og svæði 9. Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður stofnunarinnar, lætur vel að veiðiskapnum. „Veðurfarslega eitt besta tímabilið síðan ég byrjaði,“ segir Jóhann sem hefur komið að hreindýraveiðum með einum hætti eða öðrum áratugum saman. Veiðarnar gengu vel. Þær fóru rólega af stað eins og oft áður en Vísi er kunnugt um að fjöldi veiðimanna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu vilja gjarnan miða ferð sína austur við 20. ágúst en þá hefst gæsaveiðitímabilið. Flest dýr voru einmitt felld eftir 20. ágúst. Eins og Jóhann segir var veðrið einstaklega hagstætt þetta veiðitímabilið og lítið um þokutíð sem oft hefur gert mönnum erfitt um vik. Þá getur reynst erfitt að finna dýrin. Síðustu vikur veiðitímans var veðrið gott á öllum svæðum. Vænn tarfur sem felldur var á svæði eitt.visir/jakob Í fréttatilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar kemur fram að alltaf sé nokkuð um að leyfum sé skilað inn eftir að veiðitímabil hefst en byrja má að veiða tarfa 15. júlí og kýr 1. ágúst. „74 einstaklingar þáðu leyfi sem þeim voru úthlutuð á biðlista eftir að veiðar hófust og 212 einstaklingum var boðið að taka leyfi. Töluverð óvissa var í sumar um hvort Covid veiran myndi setja mark sitt á tímabilið að einhverju leyti, en er það mat okkar hjá Umhverfisstofnun að svo hafi ekki verið,“ segir á vefsíðu stofnunarinnar. Áhyggjur voru uppi um að kórónuveirufaraldurinn kynni að setja strik í reikninginn og veiðimenn myndu halda að sér höndum. Með þá þeim afleiðingum að ekki tækist að koma kvótanum út. Svo fór þó ekki. Fáum leyfum var skilað inn sem rekja má til sóttvarna eða takmarkana tengdum þeim. „Nokkrir veiðileyfishafar búsettir erlendis skiluðu þó inn sínum leyfum af þeim sökum.“ Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Síðasti dagur haustveiða á hreindýri var á sunnudaginn eða 20. september. Eins og fram kemur í tilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar var kvóti þessa árs 1325 dýr, 805 kýr og 520 tarfar. Felld voru 1264 dýr og ekki náðist að fella 11 kýr og 2 tarfa af útgefnum kvóta sem veiða átti nú í haust. 48 kýr eru svo í úthlutuðum leyfum í nóvember á svæði 8 og svæði 9. Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður stofnunarinnar, lætur vel að veiðiskapnum. „Veðurfarslega eitt besta tímabilið síðan ég byrjaði,“ segir Jóhann sem hefur komið að hreindýraveiðum með einum hætti eða öðrum áratugum saman. Veiðarnar gengu vel. Þær fóru rólega af stað eins og oft áður en Vísi er kunnugt um að fjöldi veiðimanna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu vilja gjarnan miða ferð sína austur við 20. ágúst en þá hefst gæsaveiðitímabilið. Flest dýr voru einmitt felld eftir 20. ágúst. Eins og Jóhann segir var veðrið einstaklega hagstætt þetta veiðitímabilið og lítið um þokutíð sem oft hefur gert mönnum erfitt um vik. Þá getur reynst erfitt að finna dýrin. Síðustu vikur veiðitímans var veðrið gott á öllum svæðum. Vænn tarfur sem felldur var á svæði eitt.visir/jakob Í fréttatilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar kemur fram að alltaf sé nokkuð um að leyfum sé skilað inn eftir að veiðitímabil hefst en byrja má að veiða tarfa 15. júlí og kýr 1. ágúst. „74 einstaklingar þáðu leyfi sem þeim voru úthlutuð á biðlista eftir að veiðar hófust og 212 einstaklingum var boðið að taka leyfi. Töluverð óvissa var í sumar um hvort Covid veiran myndi setja mark sitt á tímabilið að einhverju leyti, en er það mat okkar hjá Umhverfisstofnun að svo hafi ekki verið,“ segir á vefsíðu stofnunarinnar. Áhyggjur voru uppi um að kórónuveirufaraldurinn kynni að setja strik í reikninginn og veiðimenn myndu halda að sér höndum. Með þá þeim afleiðingum að ekki tækist að koma kvótanum út. Svo fór þó ekki. Fáum leyfum var skilað inn sem rekja má til sóttvarna eða takmarkana tengdum þeim. „Nokkrir veiðileyfishafar búsettir erlendis skiluðu þó inn sínum leyfum af þeim sökum.“
Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira