Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2020 19:21 Bæjarfulltrúar flokkanna sex í bæjarstjórn Akureyrar skrifuðu undir samstarfssáttmála í dag. Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Flokkar og framboð í bæjarstjórn Akureyrar stefna að því að ná fram hagræðingu í rekstri bæjarins eftir að þeir ákváðu í dag að vinna allir saman og leggja af meiri- og minnihluta. Nýgerðir kjarasamningar og kórónufaraldurinn hafa aukið útgjöld á sama tíma og tekjur hafa minnkað. Framsóknarflokkur, Samfylking og L-listi mynduðu saman meirihluta á Akureyri eftir bæjarstjórnarkosningar 2018 en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Miðflokkur voru í minnihluta. Erfið fjárhagsstaða vegna kórónuveirunnar og nýgerðra kjarasamninga ýtti flokkunum til skrifa undir samstarfssáttmála þeirra allra í dag. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins segir fráfarandi meirihluta ekki hafa gefist upp á verkefninu. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson „Nei það er langur vegur frá því að við séum að gefast upp á verkefninu. Við teljum hins vegar þegar við stöndum frami fyrir svona stórum verkefnum eins og núna sé rétt að kalla alla að borðinu. Að íbúar bæjarins eigi alla sína fulltrúa í þeirri ákvörðunartöku sem liggur fyrir að fara í,“ segir Halla Björk. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðismanna segir ljóst að rekstrarstaða bæjarins sé mjög slæm við þær aðstæður sem nú ríki. „Við erum bara öll sammála um að það þurfi að fara í aðgerðir sem komi til með að reyna á. Það mun taka á að koma þessum aðgerðum fram og framkvæma þær,“ segir Gunnar. Bærinn muni sinna lögbundnum verkefnum en horfa til allra annarra þátta til sparnaðar og hagræðingar. Meðal annars til að ná fram lækkun launakostnaðar. „Við getum ekki lækkað laun einhliða hjá starfsfólki. En við getum lækkað laun hjá sjálfum okkur og þar ætlum við að byrja. Síðan erum við að skoða alla hagræðingarmöguleika hvað varðar að nýta mögulega starfsmannaveltu. Draga úr þeim verkefnum sem við erum að sinna,“ segir Halla Björk. Gunnar segir að það stefni að óbreyttu í allt að 3,5 milljarða halla á bæjarfélaginu á þessu ári. Þótt allir ætli nú að vinna saman muni bæjarfulltrúar eins og áður hafa tillögurétt. Þeir geti bókað afstöðu sína í einstökum málum. „Þannig verður áfram málefnalegur ágreiningur að hluta en vonandi sem allra minnstur. Síðan verðum við bara að leggja spilin á borðið í kosningunum og horfa fram á veginn. Fólk verður þá bara að horfa til þess hvað það vill,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig kjósendur ættu að meta einstaka flokka í næstu kosningum ef allir bæru sameignlega ábyrgð á stjórn bæjarins. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Sjá meira
Flokkar og framboð í bæjarstjórn Akureyrar stefna að því að ná fram hagræðingu í rekstri bæjarins eftir að þeir ákváðu í dag að vinna allir saman og leggja af meiri- og minnihluta. Nýgerðir kjarasamningar og kórónufaraldurinn hafa aukið útgjöld á sama tíma og tekjur hafa minnkað. Framsóknarflokkur, Samfylking og L-listi mynduðu saman meirihluta á Akureyri eftir bæjarstjórnarkosningar 2018 en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Miðflokkur voru í minnihluta. Erfið fjárhagsstaða vegna kórónuveirunnar og nýgerðra kjarasamninga ýtti flokkunum til skrifa undir samstarfssáttmála þeirra allra í dag. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins segir fráfarandi meirihluta ekki hafa gefist upp á verkefninu. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson „Nei það er langur vegur frá því að við séum að gefast upp á verkefninu. Við teljum hins vegar þegar við stöndum frami fyrir svona stórum verkefnum eins og núna sé rétt að kalla alla að borðinu. Að íbúar bæjarins eigi alla sína fulltrúa í þeirri ákvörðunartöku sem liggur fyrir að fara í,“ segir Halla Björk. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðismanna segir ljóst að rekstrarstaða bæjarins sé mjög slæm við þær aðstæður sem nú ríki. „Við erum bara öll sammála um að það þurfi að fara í aðgerðir sem komi til með að reyna á. Það mun taka á að koma þessum aðgerðum fram og framkvæma þær,“ segir Gunnar. Bærinn muni sinna lögbundnum verkefnum en horfa til allra annarra þátta til sparnaðar og hagræðingar. Meðal annars til að ná fram lækkun launakostnaðar. „Við getum ekki lækkað laun einhliða hjá starfsfólki. En við getum lækkað laun hjá sjálfum okkur og þar ætlum við að byrja. Síðan erum við að skoða alla hagræðingarmöguleika hvað varðar að nýta mögulega starfsmannaveltu. Draga úr þeim verkefnum sem við erum að sinna,“ segir Halla Björk. Gunnar segir að það stefni að óbreyttu í allt að 3,5 milljarða halla á bæjarfélaginu á þessu ári. Þótt allir ætli nú að vinna saman muni bæjarfulltrúar eins og áður hafa tillögurétt. Þeir geti bókað afstöðu sína í einstökum málum. „Þannig verður áfram málefnalegur ágreiningur að hluta en vonandi sem allra minnstur. Síðan verðum við bara að leggja spilin á borðið í kosningunum og horfa fram á veginn. Fólk verður þá bara að horfa til þess hvað það vill,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig kjósendur ættu að meta einstaka flokka í næstu kosningum ef allir bæru sameignlega ábyrgð á stjórn bæjarins.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Sjá meira
Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27