Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2020 15:14 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir að fólk með einkenni sé í forgangi varðandi sýnatöku. Vísir/Vilhelm Sóttvarnaryfirvöld hafa aukið umfang skimana fyrir kórónuveirunni og lækkað þröskuldinn fyrir skimun. Í gær var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Að sögn Víðis hefur undanfarið borið nokkuð á því að einkennalaust fólk í sóttkví hafi þrýst á að fá að komast í sýnatöku sem fyrst þrátt fyrir að vera ekki á lokadegi sóttkvíar. „Við höfum aðeins orðið vör við það að fólk sem smitrakningarteymið okkar hefur sett í sóttkví er að hamast við að komast í sýnatöku. Ef þú ert kominn í sóttkví þá breytir sýnataka á þriðja, fimmta eða sjötta degi engu um sóttkvína sjálfa. Það er bara neikvæð niðurstaða úr sýnatöku á sjöunda degi sem losar þig úr sóttkvínni. Þú færð meldingu frá okkur um hvenær og hvar þú getur mætt í hana. Það skiptir miklu máli að fólk sem er í sóttkví sé ekki að taka pláss frá fólki sem er með einkenni. Við biðjum alla um að taka þátt í því með okkur en ef þú ert í sóttkví og færð einkenni þá geturðu fengið sýnatöku.“ Sjálfur fer Víðir í sýnatöku nú síðdegis því hann er á sjöunda degi sóttkvíar. Víðir kveðst vera við góða heilsu og vera einkennalaus með öllu. „Nei, mér bara leiðist pínulítið en það er víst ekki covid-einkenni,“ segir Víðir léttur í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Sóttvarnaryfirvöld hafa aukið umfang skimana fyrir kórónuveirunni og lækkað þröskuldinn fyrir skimun. Í gær var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Að sögn Víðis hefur undanfarið borið nokkuð á því að einkennalaust fólk í sóttkví hafi þrýst á að fá að komast í sýnatöku sem fyrst þrátt fyrir að vera ekki á lokadegi sóttkvíar. „Við höfum aðeins orðið vör við það að fólk sem smitrakningarteymið okkar hefur sett í sóttkví er að hamast við að komast í sýnatöku. Ef þú ert kominn í sóttkví þá breytir sýnataka á þriðja, fimmta eða sjötta degi engu um sóttkvína sjálfa. Það er bara neikvæð niðurstaða úr sýnatöku á sjöunda degi sem losar þig úr sóttkvínni. Þú færð meldingu frá okkur um hvenær og hvar þú getur mætt í hana. Það skiptir miklu máli að fólk sem er í sóttkví sé ekki að taka pláss frá fólki sem er með einkenni. Við biðjum alla um að taka þátt í því með okkur en ef þú ert í sóttkví og færð einkenni þá geturðu fengið sýnatöku.“ Sjálfur fer Víðir í sýnatöku nú síðdegis því hann er á sjöunda degi sóttkvíar. Víðir kveðst vera við góða heilsu og vera einkennalaus með öllu. „Nei, mér bara leiðist pínulítið en það er víst ekki covid-einkenni,“ segir Víðir léttur í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33