Þjóðir setja Ísland vafalaust á rauða lista Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2020 18:17 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær þegar tekin voru um 4.500 innanlandssýni. Þar greindust 57 smitaðir og voru 29 þeirra ekki í sóttkví. Samkvæmt því greindust um eitt prósent þeirra sem mættu í sýnatöku með veiruna. Þrátt fyrir að smituðum hafi fjölgað milli daga bendir sóttvarnarlæknir á að hlutfall þeirra í samhengi við heildarfjölda sýna fari lækkandi. „Þannig þetta er ekki mjög útbreitt. Þetta eru einhverjir pottar hér og þar en veiran er þó búin að fara víða og getur verið að skjóta upp kollinum af og til," segir Þórólfur Guðnason. Það stefnir í að álíka mörg sýni verði tekin í dag og Þórólfur býst við að fjöldi smitaðra haldist nokkuð stöðugur næstu daga. Sérstaklega í ljósi þess að um 2.400, sem hafa verið útsettir fyrir smiti og gætu þar með veikst, eru í sóttkví. „Það tekur bara langan tíma að ná þessu alveg niður. Við erum að halda í horfinu allavega og þetta er ekki að fara upp í neinum veldisvexti. Það er það sem skiptir mestu máli," segir hann. Skólastarfsemi er víða lömuð að einhverju leyti. Allir starfsmenn og nemendur Tjarnarskóla eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn og tveir nemendur greindust með veiruna. Í gær voru alls um 320 nemendur og 43 starfsmenn í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu í sóttkví. Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga og er nú um 83. Þórólfur segir þessa tölu víða fara hækkandi en að Ísland muni þó líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir," segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær þegar tekin voru um 4.500 innanlandssýni. Þar greindust 57 smitaðir og voru 29 þeirra ekki í sóttkví. Samkvæmt því greindust um eitt prósent þeirra sem mættu í sýnatöku með veiruna. Þrátt fyrir að smituðum hafi fjölgað milli daga bendir sóttvarnarlæknir á að hlutfall þeirra í samhengi við heildarfjölda sýna fari lækkandi. „Þannig þetta er ekki mjög útbreitt. Þetta eru einhverjir pottar hér og þar en veiran er þó búin að fara víða og getur verið að skjóta upp kollinum af og til," segir Þórólfur Guðnason. Það stefnir í að álíka mörg sýni verði tekin í dag og Þórólfur býst við að fjöldi smitaðra haldist nokkuð stöðugur næstu daga. Sérstaklega í ljósi þess að um 2.400, sem hafa verið útsettir fyrir smiti og gætu þar með veikst, eru í sóttkví. „Það tekur bara langan tíma að ná þessu alveg niður. Við erum að halda í horfinu allavega og þetta er ekki að fara upp í neinum veldisvexti. Það er það sem skiptir mestu máli," segir hann. Skólastarfsemi er víða lömuð að einhverju leyti. Allir starfsmenn og nemendur Tjarnarskóla eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn og tveir nemendur greindust með veiruna. Í gær voru alls um 320 nemendur og 43 starfsmenn í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu í sóttkví. Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga og er nú um 83. Þórólfur segir þessa tölu víða fara hækkandi en að Ísland muni þó líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir," segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira