Ekki megi mikið út af bregða til að fá veldisvöxt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 12:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kórónuveirufaraldurinn sé nú í línulegum vexti hér á landi en ekki veldisvexti. Hann hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir og að smitum færi fækkandi en greinilegt sé að ekki megi mikið út af bregða til þess að fá veldisvöxt. Alls greindust 45 innanlands með veiruna í gær og var meirihluti þeirra í sóttkví. Aðspurður hvort þetta sé í takt við það sem búast mátti við segir Þórólfur að bent hafi verið á að það geti tekið svolítinn að ná alveg tökum á faraldrinum nú. „Eins og staðan er núna þá er faraldurinn í línulegum vexti, hann er ekki í veldisvexti en við hefðum náttúrulega gjarnan viljað vera búin að ná toppi og ná fækkun. Það er greinilegt að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum veldisvöxt í þetta. En það sem er þó jákvætt að það eru yfir 60% þeirra sem greindust í gær sem eru í sóttkví við greiningu og við erum með rúmlega 2000 manns í sóttkví. Það er náttúrulega hópur sem er í stórri áhættu að hafa sýkst og það er jákvætt,“ segir Þórólfur. Vilja alls ekki sjá fjölgun smita í þeim hópi sem er utan við sóttkví Hann segir að því megi búast við því sjá ákveðinn fjölda veikra eða sýktra í hópi þeirra sem eru í sóttkví. „En við myndum alls ekki vilja fara að sjá einhverja aukningu í hópnum sem er utan við sóttkví. Ef það er þá erum við að missa þetta yfir í mikla samfélagslega útbreiðslu og það er áhyggjuefni,“ segir Þórólfur. Hann segir að alltaf séu einhverjar sveiflur á milli daga og undanfarið hafi þeir sem hafa verið í sóttkví við greiningu verið í minnihluta. Vonandi sé það merki um að þetta sé að breytast að meirihlutinn í gær hafi verið í sóttkví. „En þetta er svolítið að vega salt núna hvað fer að gerast,“ segir Þórólfur. Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að hann hefði lagt til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að núverandi samkomutakmarkanir, sem falla úr gildi á sunnudag, verði framlengdar. Þá leggur hann líka til að barir og skemmtistaðir opni á ný eftir helgi. Samkomutakmarkanir kveða á um eins metra nándarreglu og að ekki megi fleiri en 200 manns koma saman. Harðari aðgerðir mögulegar ef ástandið versnar Aðspurður hvort það sé þá enn hans mat að þessar aðgerðir sem eru í gangi núna skili árangri bendir hann aftur á línulegan vöxt faraldursins. „Ég myndi segja að þetta væri að vega salt dálítið, hvort að við teljum að þetta sé ásættanlegt eða ekki. Við höfum verið að reyna að beita eins lítið íþyngjandi aðgerðum eins og mögulegt er, reynt að beita markvissum aðgerðum á það sem er að gerast frekar en að beita íþyngjandi aðgerðum yfir allt samfélagið. En ef að þetta er ekki að duga og manni sýnist að annað hvort sé ekki að nást árangur eða þetta sé eitthvað að versna, þá þarf að grípa til harðari og víðtækari fyrir allt samfélagið,“ segir Þórólfur og vísar í þær aðgerðir sem voru í gangi í vetur og vor þegar ýmissi þjónustu var gert að loka og mun færri máttu koma saman en nú er. „Þá getur vel verið að ég þurfi að koma með tillögur um slíkt til ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun. Þetta yrði mjög mikið áfall ef það þyrfti að gera eitthvað svona og yrði ekki gott fyrir samfélagið ef það væri gert. En ég myndi segja að á þessum tíma erum við svolítið að vega salt í þessu og það þarf ekki mikið út af að bregða til þess að tillögur komi um slíkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kórónuveirufaraldurinn sé nú í línulegum vexti hér á landi en ekki veldisvexti. Hann hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir og að smitum færi fækkandi en greinilegt sé að ekki megi mikið út af bregða til þess að fá veldisvöxt. Alls greindust 45 innanlands með veiruna í gær og var meirihluti þeirra í sóttkví. Aðspurður hvort þetta sé í takt við það sem búast mátti við segir Þórólfur að bent hafi verið á að það geti tekið svolítinn að ná alveg tökum á faraldrinum nú. „Eins og staðan er núna þá er faraldurinn í línulegum vexti, hann er ekki í veldisvexti en við hefðum náttúrulega gjarnan viljað vera búin að ná toppi og ná fækkun. Það er greinilegt að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum veldisvöxt í þetta. En það sem er þó jákvætt að það eru yfir 60% þeirra sem greindust í gær sem eru í sóttkví við greiningu og við erum með rúmlega 2000 manns í sóttkví. Það er náttúrulega hópur sem er í stórri áhættu að hafa sýkst og það er jákvætt,“ segir Þórólfur. Vilja alls ekki sjá fjölgun smita í þeim hópi sem er utan við sóttkví Hann segir að því megi búast við því sjá ákveðinn fjölda veikra eða sýktra í hópi þeirra sem eru í sóttkví. „En við myndum alls ekki vilja fara að sjá einhverja aukningu í hópnum sem er utan við sóttkví. Ef það er þá erum við að missa þetta yfir í mikla samfélagslega útbreiðslu og það er áhyggjuefni,“ segir Þórólfur. Hann segir að alltaf séu einhverjar sveiflur á milli daga og undanfarið hafi þeir sem hafa verið í sóttkví við greiningu verið í minnihluta. Vonandi sé það merki um að þetta sé að breytast að meirihlutinn í gær hafi verið í sóttkví. „En þetta er svolítið að vega salt núna hvað fer að gerast,“ segir Þórólfur. Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að hann hefði lagt til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að núverandi samkomutakmarkanir, sem falla úr gildi á sunnudag, verði framlengdar. Þá leggur hann líka til að barir og skemmtistaðir opni á ný eftir helgi. Samkomutakmarkanir kveða á um eins metra nándarreglu og að ekki megi fleiri en 200 manns koma saman. Harðari aðgerðir mögulegar ef ástandið versnar Aðspurður hvort það sé þá enn hans mat að þessar aðgerðir sem eru í gangi núna skili árangri bendir hann aftur á línulegan vöxt faraldursins. „Ég myndi segja að þetta væri að vega salt dálítið, hvort að við teljum að þetta sé ásættanlegt eða ekki. Við höfum verið að reyna að beita eins lítið íþyngjandi aðgerðum eins og mögulegt er, reynt að beita markvissum aðgerðum á það sem er að gerast frekar en að beita íþyngjandi aðgerðum yfir allt samfélagið. En ef að þetta er ekki að duga og manni sýnist að annað hvort sé ekki að nást árangur eða þetta sé eitthvað að versna, þá þarf að grípa til harðari og víðtækari fyrir allt samfélagið,“ segir Þórólfur og vísar í þær aðgerðir sem voru í gangi í vetur og vor þegar ýmissi þjónustu var gert að loka og mun færri máttu koma saman en nú er. „Þá getur vel verið að ég þurfi að koma með tillögur um slíkt til ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun. Þetta yrði mjög mikið áfall ef það þyrfti að gera eitthvað svona og yrði ekki gott fyrir samfélagið ef það væri gert. En ég myndi segja að á þessum tíma erum við svolítið að vega salt í þessu og það þarf ekki mikið út af að bregða til þess að tillögur komi um slíkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira