Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Atli Freyr Arason skrifar 27. september 2020 18:14 kr - Stjarnan Pepsí max deild ksí íslandsmót karla, sumar 2020. Ljósmynd/ Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. Fylkir byrjaði leikinn í dag af miklum krafti og fengu nokkrar fínar marktilraunir. Völlurinn var hins vegar báðum liðum mjög erfiður þar sem mikið rigndi rétt fyrir leik og á meðan leik stóð. Sitt hvoru megin við miðlínuna mynduðust margir stórir pollar sem reglulega voru bestu varnarmenn liðanna tveggja með ófáa stolna bolta og stöðvaðar skyndisóknir. Á 31. mínútu leiksins dróg þó til markverða tíðinda er Fylkismenn ná að komast fram hjá miðlínu vatnspollunum erfiðu, Ragnar Bragi fær boltann og á frábæra stungusendingu í gegnum vörn KR á Orra Hrafn sem tímasetur hlaupið sitt frábærlega og klárar færið sitt enn þá betur fram hjá Beiti í marki KR. 0-1 fyrir gestina úr Árbænum. KR gerir svo eina breytingu á liði sínu í hálfleik. Óskar Örn kemur þá inn á fyrir Finn Tómas en með því fjölga KR-ingar í sóknarleik sínum og breyta áherslum sínum, að reyna að sparka boltanum langt í stað þess að rekja hann í gegnum sundlaugina sem var á miðjum velli. Sú áherslubreyting hjá Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, var ekki lengi að skila árangri. Óskar Örn var búinn að jafna leikinn á 48 mínútu, þremur mínútum eftir að hann kom inn á. Óskar fær þá sendingu frá Ægi Jarl og leikur aðeins með boltinn áður en hann á gott skot sem syngur í fjærhorninu. Tíu mínútum eftir mark Óskars dregur aftur til stórra tíðinda þegar Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis, fær rautt spjald eftir þunga tæklingu á Kidda Jóns, bakverði KR, og Fylkismenn orðnir einum leikmanni færri. Eftir rauða spjaldið tók KR öll völd á leikvellinum og stjórnaði flæðinu þó svo að Fylkis menn hafi verið hættulegir í skyndisóknum þegar þeir unnu boltann. Á 87. mínútu fær Óskar Örn tækifæri til að klára leikinn en honum bregst bogalistin þegar boltinn berst til hans á horni markteigs Fylkismanna og skot hans fer rétt fram hjá stönginni úr upplagðri stöðu. Allt virtist stefna í jafntefli þangað til á fjórðu mínútu uppbótatíma þegar margir bjuggust við að Ívar Orri, dómari leiksins, myndi flauta leikinn af eftir að uppbótatími er liðinn og Beitir hafði áður handsamað knöttinn eftir sókn Fylkis. Beitir kastar boltanum fram með hægri hendi, en setur höndina aftur upp og virðist fara í andlitið á Ólafi Inga Skúlasyni, leikmanni og þjálfara Fylkis sem fellur við inn í vítateig KR-inga. Eftir samráð milli Ívars Orra dómara og Bryngeirs Valdimarssonar aðstoðardómara var ákveðið að dæma víti og reka Beiti Ólafsson af leikvelli. Guðjón Orri Sigurjónsson kom þá inn á í markið til að reyna að verjast vítaspyrnunni sem Sam Hewson tók. Sigurjón fer í rétt horn og er ekki langt frá því að verja vítaspyrnuna en inn fór boltinn og allt sauð upp úr á Meistaravöllum í kjölfarið, bæði í stúkunni og á varamannabekk heimamanna. Stuttu síðar er leikurinn flautaður af og Fylkir fer því heim í Árbæinn með þrjú stig í pokahorninu og er liðið komið í ágætis mál fyrir mögulega baráttu um Evrópusæti. Afhverju vann Fylkir? Ólafur Ingi Skúlason er í Fylkisliðinu og það má segja að hann hafi verið það sem skildi liðin í sundur í annars jöfnum leik. Menn hafa skiptar skoðanir á því hvort Ívar Orri hefði átt að dæma víti eða ekki undir lokin en staðreyndin er sú að víti var dæmt á brot sem Ólafur Ingi sótti. Hverjir stóðu upp úr? Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður Fylkis, fær sérstakt hrós fyrir að vera sprækur í sóknarleik Fylkis ásamt Arnóri Borg sem var sprækur. Stefán Árni og Atli Sigurjónsson voru líflegir hjá KR og innkoma Óskars Arnar breytti leiknum. Hvað gekk illa? Ragnar Bragi hefði fengið sérstakar skammir hér ef Beitir Ólafsson hefði ekki gengið í gildru Ólafs Inga og rétt Fylki sigurinn á silfurfati. Hvað gerist næst? KR leikur gegn Víkingi á fimmtudaginn á heimavelli hamingjunnar og þarf nauðsynlega að safna einhverjum stigum til að missa ekki af lestinni fyrir ofan sig. Næsti leikur Fylkis er gegn Breiðabliki í Kópavoginum þann 4. október og getur Fylkir styrkt stöðu sína í Evrópubaráttunni með sigri þar. Ólafur Ingi Stígsson: Einn leikur í einu Ólafur Ingi Stígsson, þjálfari Fylkis, var skiljanlega sáttur að ná að sækja í þrjú stig á heimavelli Íslandsmeistaranna í viðtali eftir leik. „Ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt. Það stóð sig alveg hrikalega vel á erfiðum útivelli gegn frábær KR liði. Það er ekki annað hægt en að vera bara stoltur,“ sagði Ólafur Ingi um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Óli vildi ekki koma með neina sleggjudóma varðandi atriðið umdeilda milli nafna síns Skúlasyni og Beitis markvarðar KR undir lok leiks. „Ég bara sá þetta ekki. Ég var farinn að horfa á vörnina okkar og hvernig við myndum stöðva skyndisókn KR. Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna því miður.“ Rauða spjaldið hans Beitis var ekki það eina sem Ólafur Ingi var beðinn að meta eftir leik. Ragnar Bragi fékk einnig rautt spjald en aftur var Óli ekki að koma með neinar stórar yfirlýsingar. „Hann fer í tæklingu en þetta er þarna alveg hinu megin við mig þannig það er erfitt að átta sig á því hvað skeði nákvæmlega. Mér sýnist hann [Ragnar] fara eitthvað með sólann á undan sér en þetta er bara eins og það er,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson. Fylkismenn hafa nú sigrað síðustu tvo leiki gegn Víking og KR. Sem stendur þá sitja þeir í þriðja sæti, Evrópusæti, þegar langt er liðið á mótið. „Við höfum bara verið að taka einn leik í einu og svo sjáum við bara hvernig það endar hjá okkur. Næsti leikur er bara gífurlega erfiður, eins og flest allir aðrir leikir. Vonandi náum við að stríða þeim [Breiðablik] líka,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson að lokum aðspurður út í Evrópu vonir Fylkismanna. Kristinn Jónsson: Ég er bara orðlaus Kristinn Jónsson, leikmaður KR, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok í dag. „Ég er bara orðlaus svona fyrstu mínúturnar eftir leik. Mér fannst við heilt yfir töluvert betri en þeir. Við fáum alveg færi til þess að klára leikinn en síðan finnst mér svona við fyrstu sýn að leikurinn hafi hreinlega verið flautaður af okkur,“ sagði Kristinn í viðtali eftir leikinn. Hin hálf orðlausi Kristinn Jónsson var ekki að eyða of mörgum orðum í vítaspyrnudóminn sem Ólafur Ingi sótti undir lok leiks. „Ég sé þetta ekkert svakalega vel en ég vona að þetta atvik muni bara dæma sig sjálft í sjónvarpinu,“ sagði Kristinn aðspurður um atvikið. Kristinn var heppinn að stórslasast ekki snemma í síðari hálfleik þegar hann fær Ragnar Braga á fullri ferð inn í sig. Kristinn telur að það hafi verið rétt af Ívari Orra að senda Ragnar Braga í bað. „Mér finnst hann koma með lappirnar allt of hátt uppi. Hann kemur á fullri ferð og ég er líka á fullri ferð sem getur verið stórhættulegt. Ég held að það hafi verið réttur dómur,“ sagði Kristinn. KR-ingar hefur ekki gengið eins vel að safna stigum eins og vonir stóðu til fyrir tímabilið. Kristinn hefur þó alls ekki gefið upp vonir um Evrópusæti þegar leitað var viðbragða hans við því hvort að þær vonir væru úti. Ólafur Ingi Skúlason: Hann allavega setur olnbogann í andlitið á mér Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú í viðtali eftir leik. „Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok. Því næst var Ólafur beðin um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. „Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. „Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við. Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er. „Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum. Pepsi Max-deild karla KR Fylkir
Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. Fylkir byrjaði leikinn í dag af miklum krafti og fengu nokkrar fínar marktilraunir. Völlurinn var hins vegar báðum liðum mjög erfiður þar sem mikið rigndi rétt fyrir leik og á meðan leik stóð. Sitt hvoru megin við miðlínuna mynduðust margir stórir pollar sem reglulega voru bestu varnarmenn liðanna tveggja með ófáa stolna bolta og stöðvaðar skyndisóknir. Á 31. mínútu leiksins dróg þó til markverða tíðinda er Fylkismenn ná að komast fram hjá miðlínu vatnspollunum erfiðu, Ragnar Bragi fær boltann og á frábæra stungusendingu í gegnum vörn KR á Orra Hrafn sem tímasetur hlaupið sitt frábærlega og klárar færið sitt enn þá betur fram hjá Beiti í marki KR. 0-1 fyrir gestina úr Árbænum. KR gerir svo eina breytingu á liði sínu í hálfleik. Óskar Örn kemur þá inn á fyrir Finn Tómas en með því fjölga KR-ingar í sóknarleik sínum og breyta áherslum sínum, að reyna að sparka boltanum langt í stað þess að rekja hann í gegnum sundlaugina sem var á miðjum velli. Sú áherslubreyting hjá Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, var ekki lengi að skila árangri. Óskar Örn var búinn að jafna leikinn á 48 mínútu, þremur mínútum eftir að hann kom inn á. Óskar fær þá sendingu frá Ægi Jarl og leikur aðeins með boltinn áður en hann á gott skot sem syngur í fjærhorninu. Tíu mínútum eftir mark Óskars dregur aftur til stórra tíðinda þegar Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis, fær rautt spjald eftir þunga tæklingu á Kidda Jóns, bakverði KR, og Fylkismenn orðnir einum leikmanni færri. Eftir rauða spjaldið tók KR öll völd á leikvellinum og stjórnaði flæðinu þó svo að Fylkis menn hafi verið hættulegir í skyndisóknum þegar þeir unnu boltann. Á 87. mínútu fær Óskar Örn tækifæri til að klára leikinn en honum bregst bogalistin þegar boltinn berst til hans á horni markteigs Fylkismanna og skot hans fer rétt fram hjá stönginni úr upplagðri stöðu. Allt virtist stefna í jafntefli þangað til á fjórðu mínútu uppbótatíma þegar margir bjuggust við að Ívar Orri, dómari leiksins, myndi flauta leikinn af eftir að uppbótatími er liðinn og Beitir hafði áður handsamað knöttinn eftir sókn Fylkis. Beitir kastar boltanum fram með hægri hendi, en setur höndina aftur upp og virðist fara í andlitið á Ólafi Inga Skúlasyni, leikmanni og þjálfara Fylkis sem fellur við inn í vítateig KR-inga. Eftir samráð milli Ívars Orra dómara og Bryngeirs Valdimarssonar aðstoðardómara var ákveðið að dæma víti og reka Beiti Ólafsson af leikvelli. Guðjón Orri Sigurjónsson kom þá inn á í markið til að reyna að verjast vítaspyrnunni sem Sam Hewson tók. Sigurjón fer í rétt horn og er ekki langt frá því að verja vítaspyrnuna en inn fór boltinn og allt sauð upp úr á Meistaravöllum í kjölfarið, bæði í stúkunni og á varamannabekk heimamanna. Stuttu síðar er leikurinn flautaður af og Fylkir fer því heim í Árbæinn með þrjú stig í pokahorninu og er liðið komið í ágætis mál fyrir mögulega baráttu um Evrópusæti. Afhverju vann Fylkir? Ólafur Ingi Skúlason er í Fylkisliðinu og það má segja að hann hafi verið það sem skildi liðin í sundur í annars jöfnum leik. Menn hafa skiptar skoðanir á því hvort Ívar Orri hefði átt að dæma víti eða ekki undir lokin en staðreyndin er sú að víti var dæmt á brot sem Ólafur Ingi sótti. Hverjir stóðu upp úr? Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður Fylkis, fær sérstakt hrós fyrir að vera sprækur í sóknarleik Fylkis ásamt Arnóri Borg sem var sprækur. Stefán Árni og Atli Sigurjónsson voru líflegir hjá KR og innkoma Óskars Arnar breytti leiknum. Hvað gekk illa? Ragnar Bragi hefði fengið sérstakar skammir hér ef Beitir Ólafsson hefði ekki gengið í gildru Ólafs Inga og rétt Fylki sigurinn á silfurfati. Hvað gerist næst? KR leikur gegn Víkingi á fimmtudaginn á heimavelli hamingjunnar og þarf nauðsynlega að safna einhverjum stigum til að missa ekki af lestinni fyrir ofan sig. Næsti leikur Fylkis er gegn Breiðabliki í Kópavoginum þann 4. október og getur Fylkir styrkt stöðu sína í Evrópubaráttunni með sigri þar. Ólafur Ingi Stígsson: Einn leikur í einu Ólafur Ingi Stígsson, þjálfari Fylkis, var skiljanlega sáttur að ná að sækja í þrjú stig á heimavelli Íslandsmeistaranna í viðtali eftir leik. „Ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt. Það stóð sig alveg hrikalega vel á erfiðum útivelli gegn frábær KR liði. Það er ekki annað hægt en að vera bara stoltur,“ sagði Ólafur Ingi um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Óli vildi ekki koma með neina sleggjudóma varðandi atriðið umdeilda milli nafna síns Skúlasyni og Beitis markvarðar KR undir lok leiks. „Ég bara sá þetta ekki. Ég var farinn að horfa á vörnina okkar og hvernig við myndum stöðva skyndisókn KR. Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna því miður.“ Rauða spjaldið hans Beitis var ekki það eina sem Ólafur Ingi var beðinn að meta eftir leik. Ragnar Bragi fékk einnig rautt spjald en aftur var Óli ekki að koma með neinar stórar yfirlýsingar. „Hann fer í tæklingu en þetta er þarna alveg hinu megin við mig þannig það er erfitt að átta sig á því hvað skeði nákvæmlega. Mér sýnist hann [Ragnar] fara eitthvað með sólann á undan sér en þetta er bara eins og það er,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson. Fylkismenn hafa nú sigrað síðustu tvo leiki gegn Víking og KR. Sem stendur þá sitja þeir í þriðja sæti, Evrópusæti, þegar langt er liðið á mótið. „Við höfum bara verið að taka einn leik í einu og svo sjáum við bara hvernig það endar hjá okkur. Næsti leikur er bara gífurlega erfiður, eins og flest allir aðrir leikir. Vonandi náum við að stríða þeim [Breiðablik] líka,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson að lokum aðspurður út í Evrópu vonir Fylkismanna. Kristinn Jónsson: Ég er bara orðlaus Kristinn Jónsson, leikmaður KR, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok í dag. „Ég er bara orðlaus svona fyrstu mínúturnar eftir leik. Mér fannst við heilt yfir töluvert betri en þeir. Við fáum alveg færi til þess að klára leikinn en síðan finnst mér svona við fyrstu sýn að leikurinn hafi hreinlega verið flautaður af okkur,“ sagði Kristinn í viðtali eftir leikinn. Hin hálf orðlausi Kristinn Jónsson var ekki að eyða of mörgum orðum í vítaspyrnudóminn sem Ólafur Ingi sótti undir lok leiks. „Ég sé þetta ekkert svakalega vel en ég vona að þetta atvik muni bara dæma sig sjálft í sjónvarpinu,“ sagði Kristinn aðspurður um atvikið. Kristinn var heppinn að stórslasast ekki snemma í síðari hálfleik þegar hann fær Ragnar Braga á fullri ferð inn í sig. Kristinn telur að það hafi verið rétt af Ívari Orra að senda Ragnar Braga í bað. „Mér finnst hann koma með lappirnar allt of hátt uppi. Hann kemur á fullri ferð og ég er líka á fullri ferð sem getur verið stórhættulegt. Ég held að það hafi verið réttur dómur,“ sagði Kristinn. KR-ingar hefur ekki gengið eins vel að safna stigum eins og vonir stóðu til fyrir tímabilið. Kristinn hefur þó alls ekki gefið upp vonir um Evrópusæti þegar leitað var viðbragða hans við því hvort að þær vonir væru úti. Ólafur Ingi Skúlason: Hann allavega setur olnbogann í andlitið á mér Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú í viðtali eftir leik. „Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok. Því næst var Ólafur beðin um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. „Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. „Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við. Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er. „Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti