„Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 13:17 Víðir Reynisson segir það miður að samkomutakmarkanir á krám og skemmtistöðum hafi ekki skilað árangri. Höfuðborgarsvæðið sé nú á rauðu hættustigi sem þýði að aðgerða sé þörf. Vísir/Vilhelm „Ef maður skoðar þetta þá er ekkert sem bendir til þess að það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, um nýjustu tölur yfir fjölda kórónuveirusmita í dag. Tuttugu greindust í dag, sem er nokkuð minna en undanfarna daga, en Víðir segir það skýrast af færri sýnum. „Það er engin sérstök ástæða til að fagna einhverju. Við erum bara enn með áhyggjur af því að faraldurinn sé enn í vexti og nú erum við farin að sjá það sem við spáðum fyrir um helgina og alvarlegri tilfelli farin að greinast,“ segir hann en líkt og greint var frá í morgun liggur karlmaður á sextugsaldri á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél vegna kórónuveirusmits. Víðtækari samkomutakmarkanir Víðir útskýrir að á höfuðborgarsvæðinu sé rautt hættustig í gildi, sem þýði að verið sé að íhuga að grípa til frekari aðgerða. Hann bendir á að því hafi litlu skilað að loka skemmtistöðum og krám og því sé ekki hægt að útiloka að samkomutakmarkanir muni ná til fleiri staða. „Við erum ekki komin fyrir vind í þessu og ef við skoðum tímalínuna í þessu að þá eru tíu dagar síðan við fórum af stað með lokuðum krám og skemmtistöðum og vorum með mikinn áróður í að við hertum okkar persónubundnu smitvarnir, sem er lykillinn í þessu. Þess vegna er það áhyggjuefni að við séum ekki farinn að sjá neinn árangur af þessum aðgerðum níu dögum seinna.“ Ákvörðun um næstu skref muni væntanlega liggja fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari með hertum aðgerðum, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Víðir. Runólfur Pálsson er yfirmaður á covid-göngudeild Landspítalans. Yfir fjögur hundruð manns eru í eftirliti á deildinni í dag. Mikið álag á göngudeild Líkt og greint hefur verið frá hefur álag á Landspítala aukist jafnt og þétt. Á annað hundrað starfsmenn spítala eru í einangrun eða sóttkví og ríflega fjögur hundruð manns eru í eftirliti á göngudeild covid-deildar spítalans. „Það var ansi mikið álag í gær og það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga í takt við aukinn fjölda smitaðra einstaklinga sem hafa greinst og það er nokkuð sem var viðbúið þannig að við sjáum hvernig dagurinn verður í dag,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.Hann segir deildina ágætlega í stakk búna til að takast á við aukinn fjölda. „Við lærðum af því að fást við fyrstu bylgjuna þannig að við höfum verið undirbúin fyrir þetta og fylgjumst náið með fjölgun smita. Við aukum við mannafla deildarinnar eins og þörf krefur hverju sinni og höfum undirbúið okkur fyrir enn meiri fjölda.“ Runólfur segir stöðuna á Landspítalanum í heild hins vegar áhyggjuefni. „Staðan er erfið, enda ekki við öðru að búast því við erum með hátt í tvö hundruð einstaklinga í sóttkví til viðbótar við á fjórða tug starfsmanna sem eru smitaðir. Þannig að vissulega hefur það áhrif en við verðum að takast á við það eins og annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
„Ef maður skoðar þetta þá er ekkert sem bendir til þess að það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, um nýjustu tölur yfir fjölda kórónuveirusmita í dag. Tuttugu greindust í dag, sem er nokkuð minna en undanfarna daga, en Víðir segir það skýrast af færri sýnum. „Það er engin sérstök ástæða til að fagna einhverju. Við erum bara enn með áhyggjur af því að faraldurinn sé enn í vexti og nú erum við farin að sjá það sem við spáðum fyrir um helgina og alvarlegri tilfelli farin að greinast,“ segir hann en líkt og greint var frá í morgun liggur karlmaður á sextugsaldri á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél vegna kórónuveirusmits. Víðtækari samkomutakmarkanir Víðir útskýrir að á höfuðborgarsvæðinu sé rautt hættustig í gildi, sem þýði að verið sé að íhuga að grípa til frekari aðgerða. Hann bendir á að því hafi litlu skilað að loka skemmtistöðum og krám og því sé ekki hægt að útiloka að samkomutakmarkanir muni ná til fleiri staða. „Við erum ekki komin fyrir vind í þessu og ef við skoðum tímalínuna í þessu að þá eru tíu dagar síðan við fórum af stað með lokuðum krám og skemmtistöðum og vorum með mikinn áróður í að við hertum okkar persónubundnu smitvarnir, sem er lykillinn í þessu. Þess vegna er það áhyggjuefni að við séum ekki farinn að sjá neinn árangur af þessum aðgerðum níu dögum seinna.“ Ákvörðun um næstu skref muni væntanlega liggja fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari með hertum aðgerðum, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Víðir. Runólfur Pálsson er yfirmaður á covid-göngudeild Landspítalans. Yfir fjögur hundruð manns eru í eftirliti á deildinni í dag. Mikið álag á göngudeild Líkt og greint hefur verið frá hefur álag á Landspítala aukist jafnt og þétt. Á annað hundrað starfsmenn spítala eru í einangrun eða sóttkví og ríflega fjögur hundruð manns eru í eftirliti á göngudeild covid-deildar spítalans. „Það var ansi mikið álag í gær og það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga í takt við aukinn fjölda smitaðra einstaklinga sem hafa greinst og það er nokkuð sem var viðbúið þannig að við sjáum hvernig dagurinn verður í dag,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.Hann segir deildina ágætlega í stakk búna til að takast á við aukinn fjölda. „Við lærðum af því að fást við fyrstu bylgjuna þannig að við höfum verið undirbúin fyrir þetta og fylgjumst náið með fjölgun smita. Við aukum við mannafla deildarinnar eins og þörf krefur hverju sinni og höfum undirbúið okkur fyrir enn meiri fjölda.“ Runólfur segir stöðuna á Landspítalanum í heild hins vegar áhyggjuefni. „Staðan er erfið, enda ekki við öðru að búast því við erum með hátt í tvö hundruð einstaklinga í sóttkví til viðbótar við á fjórða tug starfsmanna sem eru smitaðir. Þannig að vissulega hefur það áhrif en við verðum að takast á við það eins og annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira