„Námið á Íslandi opnaði augu mín fyrir nýjum lausnum“ Heimsljós 28. september 2020 09:49 Toshpulot Rajabov (t.h.) við rannsóknir. Landgræðsluskólinn „Námið við Landgræðsluskólann reyndist mér afar gjöfult því það opnaði augu mín fyrir margvíslegum nýjum lausnum og aðferðum sem ég nýtti mér í doktorsnáminu,“ segir Toshpulot Rajabov, sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs Samarkand ríkisháskólans í Úsbekistan, en sviðið hýsir meðal annars jarðvegsvísindi, landbúnaðartækni, áburðarfræði og ávaxtarækt. Hann segir í samtali við Heimsljós að sex mánaða nám hans í Landgræðsluskólanum hér á landi hafi opnað honum dyr að frekari þekkingaröflun sem nú nýtist nemendum og samstarfsfólki í háskólanum. Toshpulot Rajabov Toshpulot Rajabov var sérfræðingur í deild vistfræði og vatna við Samarkand ríkisháskólann, einni af samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans í Úsbekistan, þegar hann kom til náms við skólann, þá með meistaragráðu í plöntuvísindum. Þegar hann kom hingað til lands var hann byrjaður í doktorsnámi við Samarkand ríkisháskólanum. Hann ákvað að nota gögn úr doktorsnáminu í lokaverkefninu sem hann vann við Landgræðsluskólann, sem er hluti af náminu og unnið seinni hluta námstímabilsins, undir leiðsögn leiðbeinanda. Verkefnið hans við Landgræðsluskólann fjallaði um áhrif beitar á gróðurfar og hann notaði meðal annars fjarkönnunargögn við þá vinnu. „Þessi reynsla nýttist mér svo til að þróa doktorsnámið mitt inn á svið sem annars hefði ekki verið mögulegt. Við Landgræðsluskólann fékk ég einnig fleiri hugmyndir að verkefnum sem gætu hjálpað við að koma á sjálfbærari nýtingu beitilandanna heima í Úsbekistan,“ segir hann. Toshpulot sótti um styrki til að koma verkefnunum í framkvæmd og hlaut meðal annars styrk frá DAAD í Þýskalandi, námsstyrk frá Skógarstofnun Bandaríkjanna, og Fulbright rannsóknarstyrk. Eftir að hann lauk námi í Landgræðsluskólanum hafa honum verið falin ábyrgðamikil störf við Samarkand ríkisháskólann og núna er hann sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs háskólans. Með starfi sínu við háskólann er hann í stöðu til að efla fræðasvið um nýtingu náttúruauðlinda, mennta ungu kynslóðina og hvetja hana til dáða. Samarkand ríkisháskólinn í Úsbekistan fagnar 600 ára afmæli um þessar mundir og rekur upphaf sitt til Registan sem var bæði moska og skóli í miðborg Samarkand. Það er eitt af kennileitum borgarinnar og jafnframt á heimsminjaskrá UNESCO. Landgræðsluskóli GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu - er einn fjögurra skóla sem starfa hér á landi undir merkjum Mennta, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í þeim tilgangi að efla færni og þekkingu í þróunarríkjum. Skólarnir eru hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skógrækt og landgræðsla Úsbekistan Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent
„Námið við Landgræðsluskólann reyndist mér afar gjöfult því það opnaði augu mín fyrir margvíslegum nýjum lausnum og aðferðum sem ég nýtti mér í doktorsnáminu,“ segir Toshpulot Rajabov, sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs Samarkand ríkisháskólans í Úsbekistan, en sviðið hýsir meðal annars jarðvegsvísindi, landbúnaðartækni, áburðarfræði og ávaxtarækt. Hann segir í samtali við Heimsljós að sex mánaða nám hans í Landgræðsluskólanum hér á landi hafi opnað honum dyr að frekari þekkingaröflun sem nú nýtist nemendum og samstarfsfólki í háskólanum. Toshpulot Rajabov Toshpulot Rajabov var sérfræðingur í deild vistfræði og vatna við Samarkand ríkisháskólann, einni af samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans í Úsbekistan, þegar hann kom til náms við skólann, þá með meistaragráðu í plöntuvísindum. Þegar hann kom hingað til lands var hann byrjaður í doktorsnámi við Samarkand ríkisháskólanum. Hann ákvað að nota gögn úr doktorsnáminu í lokaverkefninu sem hann vann við Landgræðsluskólann, sem er hluti af náminu og unnið seinni hluta námstímabilsins, undir leiðsögn leiðbeinanda. Verkefnið hans við Landgræðsluskólann fjallaði um áhrif beitar á gróðurfar og hann notaði meðal annars fjarkönnunargögn við þá vinnu. „Þessi reynsla nýttist mér svo til að þróa doktorsnámið mitt inn á svið sem annars hefði ekki verið mögulegt. Við Landgræðsluskólann fékk ég einnig fleiri hugmyndir að verkefnum sem gætu hjálpað við að koma á sjálfbærari nýtingu beitilandanna heima í Úsbekistan,“ segir hann. Toshpulot sótti um styrki til að koma verkefnunum í framkvæmd og hlaut meðal annars styrk frá DAAD í Þýskalandi, námsstyrk frá Skógarstofnun Bandaríkjanna, og Fulbright rannsóknarstyrk. Eftir að hann lauk námi í Landgræðsluskólanum hafa honum verið falin ábyrgðamikil störf við Samarkand ríkisháskólann og núna er hann sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs háskólans. Með starfi sínu við háskólann er hann í stöðu til að efla fræðasvið um nýtingu náttúruauðlinda, mennta ungu kynslóðina og hvetja hana til dáða. Samarkand ríkisháskólinn í Úsbekistan fagnar 600 ára afmæli um þessar mundir og rekur upphaf sitt til Registan sem var bæði moska og skóli í miðborg Samarkand. Það er eitt af kennileitum borgarinnar og jafnframt á heimsminjaskrá UNESCO. Landgræðsluskóli GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu - er einn fjögurra skóla sem starfa hér á landi undir merkjum Mennta, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í þeim tilgangi að efla færni og þekkingu í þróunarríkjum. Skólarnir eru hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skógrækt og landgræðsla Úsbekistan Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent