Landsmenn muni þurfa að viðhafa varúðarráðstafanir næstu mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 15:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna kórónuveirunnar að svo stöddu. Hann segir þó að landsmenn megi búast við því að þurfa að viðhafa þær sóttvarnarráðstafanir sem nú eru í gildi innanlands næstu mánuði. Þrjátíu og níu greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru um níutíu prósent þeirra í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að þróun faraldursins væri nú niður á við með tilliti til samfélagssmits. „Og það er ánægjulegt og sýnir það að sennilega erum við á réttri leið. En það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum hópsýkingar aftur á einhverjum stöðum þannig að almenningur þarf að halda áfram að passa sig og gera vel, eins og hann hefur verið að gera fram að þessu,“ sagði Þórólfur. „Ég held að maður geti túlkað það þannig að smitin, sérstaklega samfélagslegu smitin, eru að ganga hægt niður. […] Við þurfum kannski að sjá í dag líka hvort við sjáum aukinn fjölda aftur.“ Þá sagði Þórólfur að hvetja þyrfti alla til að fara áfram eftir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verið hafa í gildi undanfarið. Jafnframt mættu landsmenn búast við því að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi innanlands, þ.e. reglur um fjarlægðarmörk, einstaklingsbundnar sóttvarnir og samkomutakmarkanir, verði við lýði í talsverðan tíma í viðbót. „Það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir, sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk að viðhafa, næstu mánuðina. Þannig að ég tel ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna en þetta er náttúrulega í sífelldri endurskoðun og [við munum] gera það ef ástæða þykir til,“ sagði Þórólfur. Þá sagðist hann aðspurður telja að farsælast væri að halda óbreyttu fyrirkomulagi á landamærum, þ.e. skimun við komu, fjögurra til fimm daga sóttkví og seinni skimun. Fyrirkomulagið gildir til 6. október en Þórólfur sagði það stjórnvalda að ákveða hvað tæki við á landamærunum að þeim tíma loknum. Inntur eftir því hvaða rök væru fyrir því að grípa ekki til hertra aðgerða, nú þegar nýgengi smita á Íslandi sé orðið það hæsta á Norðurlöndum, sagði Þórólfur að samfélagslegum smitum væri að fækka. „Við getum búist við því að sjá smit áfram hjá einstaklingum sem eru í sóttkví nú þegar. Þannig að ég held að það sé skynsamlegast að gera þetta þannig að við séum ekki að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13 Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna kórónuveirunnar að svo stöddu. Hann segir þó að landsmenn megi búast við því að þurfa að viðhafa þær sóttvarnarráðstafanir sem nú eru í gildi innanlands næstu mánuði. Þrjátíu og níu greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru um níutíu prósent þeirra í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að þróun faraldursins væri nú niður á við með tilliti til samfélagssmits. „Og það er ánægjulegt og sýnir það að sennilega erum við á réttri leið. En það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum hópsýkingar aftur á einhverjum stöðum þannig að almenningur þarf að halda áfram að passa sig og gera vel, eins og hann hefur verið að gera fram að þessu,“ sagði Þórólfur. „Ég held að maður geti túlkað það þannig að smitin, sérstaklega samfélagslegu smitin, eru að ganga hægt niður. […] Við þurfum kannski að sjá í dag líka hvort við sjáum aukinn fjölda aftur.“ Þá sagði Þórólfur að hvetja þyrfti alla til að fara áfram eftir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verið hafa í gildi undanfarið. Jafnframt mættu landsmenn búast við því að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi innanlands, þ.e. reglur um fjarlægðarmörk, einstaklingsbundnar sóttvarnir og samkomutakmarkanir, verði við lýði í talsverðan tíma í viðbót. „Það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir, sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk að viðhafa, næstu mánuðina. Þannig að ég tel ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna en þetta er náttúrulega í sífelldri endurskoðun og [við munum] gera það ef ástæða þykir til,“ sagði Þórólfur. Þá sagðist hann aðspurður telja að farsælast væri að halda óbreyttu fyrirkomulagi á landamærum, þ.e. skimun við komu, fjögurra til fimm daga sóttkví og seinni skimun. Fyrirkomulagið gildir til 6. október en Þórólfur sagði það stjórnvalda að ákveða hvað tæki við á landamærunum að þeim tíma loknum. Inntur eftir því hvaða rök væru fyrir því að grípa ekki til hertra aðgerða, nú þegar nýgengi smita á Íslandi sé orðið það hæsta á Norðurlöndum, sagði Þórólfur að samfélagslegum smitum væri að fækka. „Við getum búist við því að sjá smit áfram hjá einstaklingum sem eru í sóttkví nú þegar. Þannig að ég held að það sé skynsamlegast að gera þetta þannig að við séum ekki að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13 Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54
Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13
Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54