Sunray er líka haustfluga Karl Lúðvíksson skrifar 29. september 2020 11:00 Sunray Shadow Nú líkur veiði í mörgum af sjálfbæru laxveiðiánum á morgun en veiði heldur áfram í hafbeitaránum sem og í sjóbirtingsánum. Það er reglulega verið að ræða góðar flugur fyrir ákveðinn tíma veiðitímans og veiðimenn hafa auðvitað mismikla trú á flugum við hinar ýmsu aðstæður. Nokkra flugur eru þó alltaf á listanum en tvær þeirra sem líklega allir reyna á einhverjum tímapunkti óháð því í hvaða mánuði er verið að veiða eru Rauður Frances og Sunray. Það er mikið spáð í af hverju þessar tvær virka svona vel á öllum tímum en við ætlum að þessu sinni bara að spá í Sunray. Afbrigði af henni hefur verið að sama skapi mikið notuð undir nafninu Bizmo. Það er ekki að sjá að laxinn ætti að sjá neinn mikin mun á þeim annan en sá að Bizmo er hnýtt með bjartari búk og oft í hinum ýmsu litum. Vængurinn er engu að síður svipaður en nóg um þennan samanburð. Bizmo og Sunray hafa gefið vel víða í sumar en þegar líður á er oft eins og þær séu minna notaðar. Það er einmitt þá sem þeir eiga að fara undir aftur, þegar allir hinir veiðimennirnir eru búnir að setja undir aðrar flugur. Sunray gefur til að mynda oft vel í sjóbirting og þeir sem eiga daga framundan í annari hvorri Rangánni ætti klárlega að skella Sunray undir. Það sem meira er það þarf ekki alltaf að veiða þær á einhverju dauðreki í þeim ám. Það er um að gera að prófa að bera fluguna fram í stuttu hröðu strippi, eða löngu hröðu strippi. Bara prófa eitthvað sem laxinn hefur ekki séð lengi. Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Er þetta flottasta veiðimyndin í sumar? Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði
Nú líkur veiði í mörgum af sjálfbæru laxveiðiánum á morgun en veiði heldur áfram í hafbeitaránum sem og í sjóbirtingsánum. Það er reglulega verið að ræða góðar flugur fyrir ákveðinn tíma veiðitímans og veiðimenn hafa auðvitað mismikla trú á flugum við hinar ýmsu aðstæður. Nokkra flugur eru þó alltaf á listanum en tvær þeirra sem líklega allir reyna á einhverjum tímapunkti óháð því í hvaða mánuði er verið að veiða eru Rauður Frances og Sunray. Það er mikið spáð í af hverju þessar tvær virka svona vel á öllum tímum en við ætlum að þessu sinni bara að spá í Sunray. Afbrigði af henni hefur verið að sama skapi mikið notuð undir nafninu Bizmo. Það er ekki að sjá að laxinn ætti að sjá neinn mikin mun á þeim annan en sá að Bizmo er hnýtt með bjartari búk og oft í hinum ýmsu litum. Vængurinn er engu að síður svipaður en nóg um þennan samanburð. Bizmo og Sunray hafa gefið vel víða í sumar en þegar líður á er oft eins og þær séu minna notaðar. Það er einmitt þá sem þeir eiga að fara undir aftur, þegar allir hinir veiðimennirnir eru búnir að setja undir aðrar flugur. Sunray gefur til að mynda oft vel í sjóbirting og þeir sem eiga daga framundan í annari hvorri Rangánni ætti klárlega að skella Sunray undir. Það sem meira er það þarf ekki alltaf að veiða þær á einhverju dauðreki í þeim ám. Það er um að gera að prófa að bera fluguna fram í stuttu hröðu strippi, eða löngu hröðu strippi. Bara prófa eitthvað sem laxinn hefur ekki séð lengi.
Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Er þetta flottasta veiðimyndin í sumar? Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði