Sigraðist á krabbameini og þremur krossbandaslitum: „Alltaf ofboðslega gaman að koma til baka“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2020 16:55 Mist Edvardsdóttir hefur sigrast á miklu mótlæti. vísir/einar árnason Mist Edvardsdóttir skoraði fernu, þar af þrjú skallamörk, þegar Valur vann stórsigur á Fylki, 0-7, í Pepsi Max-deild kvenna á laugardaginn. Mist hefur gengið í gegnum ýmislegt á undanförnum árum en auk þess að fá krabbamein sleit hún krossband í hné í þrígang. „Þetta hefur verið rússíbanareið, ég held það sé óhætt að segja það. Svona verkefni eru kannski erfiðust fyrir hausinn en það er alltaf ofboðslega gaman að koma til baka,“ sagði Mist í samtali við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda. Ekki syrgja það sem ekki varð „Það er alveg líkamlega erfitt að koma sér til baka eftir svona meiðsli en aðalverkefnið er hausinn og að sætta sig við að fjögur til fimm ár sem hefðu átt að vera manns bestu hafi farið í krossbönd og krabbamein. Verkefnið er kannski bara það að hætta að syrgja það sem ekki varð og njóta þess sem er og geta spilað fótbolta.“ Mist segist hafa óttast um fótboltaferilinn og meiðslin myndu binda endi á hann. „Það hvarflaði alveg að mér að þetta væri búið. Ég ætla ekki að segja einhverjar hetjusögur að það hafi aldrei komið upp í hausinn. En sú hugsun að ég myndi taka þá ákvörðun kom aldrei. Maður óttaðist alveg að maður kæmist ekki aftur af stað en ég var aldrei á þeim buxunum að ákveða sjálf að hætta,“ sagði Mist. Erfitt að koma sér á lappir aftur Hún greindist með eitlakrabbamein 2014, þegar hún var aðeins 23 ára. „Það var mikið áfall og það var akkúrat á þeim tíma sem mér fannst ég vera að fá alvöru tækifæri með A-landsliðinu. Höggið að detta út úr fótboltanum þá var mikið. En svo ætlar maður að koma sér aftur af stað og gerði það. Að slíta alltaf í kjölfarið, erfiðasta er kannski að fá þessi endurteknu högg og koma sér á lappir aftur,“ sagði Mist sem hefur leikið þrettán A-landsleiki. Þetta er úrslitaleikur Mist og stöllur hennar í Val mæta Breiðabliki í stórleik á laugardaginn þar sem það ræðst væntanlega hvort liðið verður Íslandsmeistari. „Ég er drulluspennt fyrir þessu. Við höfum beðið eftir þessu í allt sumar. Leikmenn beggja liða eru eflaust búnir að segja sömu klisjuna í allt sumar, að þeir horfi bara á næsta leik og þetta sé ekki úrslitaleikur. En núna eru bæði lið búin að koma sér í þá stöðu að þetta er úrslitaleikur og þetta er næsti leikur. Ég held að það sé þvílíkur spenningur í öllum,“ sagði Mist. Veit ekki hvort ég myndi velja mig í liðið En býst hún við að fá tækifæri í leiknum stóra á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Í fyllstu hreinskilni veit ég ekki hvort ég myndi velja mig í liðið sjálf. Eina sem ég geri kröfu á er að Eiður [Benedikt Eiríksson] og Pétur [Pétursson, þjálfarar Vals] velji liðið samkvæmt sinni sannfæringu og það lið sem þeir halda að sé best til þess fallið að vinna á laugardaginn. Ef ég fæ einhverjar mínútur verður það bara gaman,“ svaraði Mist. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Mist Pepsi Max-deild kvenna Valur Sportpakkinn Tengdar fréttir Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Mist Edvardsdóttir skoraði fernu, þar af þrjú skallamörk, þegar Valur vann stórsigur á Fylki, 0-7, í Pepsi Max-deild kvenna á laugardaginn. Mist hefur gengið í gegnum ýmislegt á undanförnum árum en auk þess að fá krabbamein sleit hún krossband í hné í þrígang. „Þetta hefur verið rússíbanareið, ég held það sé óhætt að segja það. Svona verkefni eru kannski erfiðust fyrir hausinn en það er alltaf ofboðslega gaman að koma til baka,“ sagði Mist í samtali við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda. Ekki syrgja það sem ekki varð „Það er alveg líkamlega erfitt að koma sér til baka eftir svona meiðsli en aðalverkefnið er hausinn og að sætta sig við að fjögur til fimm ár sem hefðu átt að vera manns bestu hafi farið í krossbönd og krabbamein. Verkefnið er kannski bara það að hætta að syrgja það sem ekki varð og njóta þess sem er og geta spilað fótbolta.“ Mist segist hafa óttast um fótboltaferilinn og meiðslin myndu binda endi á hann. „Það hvarflaði alveg að mér að þetta væri búið. Ég ætla ekki að segja einhverjar hetjusögur að það hafi aldrei komið upp í hausinn. En sú hugsun að ég myndi taka þá ákvörðun kom aldrei. Maður óttaðist alveg að maður kæmist ekki aftur af stað en ég var aldrei á þeim buxunum að ákveða sjálf að hætta,“ sagði Mist. Erfitt að koma sér á lappir aftur Hún greindist með eitlakrabbamein 2014, þegar hún var aðeins 23 ára. „Það var mikið áfall og það var akkúrat á þeim tíma sem mér fannst ég vera að fá alvöru tækifæri með A-landsliðinu. Höggið að detta út úr fótboltanum þá var mikið. En svo ætlar maður að koma sér aftur af stað og gerði það. Að slíta alltaf í kjölfarið, erfiðasta er kannski að fá þessi endurteknu högg og koma sér á lappir aftur,“ sagði Mist sem hefur leikið þrettán A-landsleiki. Þetta er úrslitaleikur Mist og stöllur hennar í Val mæta Breiðabliki í stórleik á laugardaginn þar sem það ræðst væntanlega hvort liðið verður Íslandsmeistari. „Ég er drulluspennt fyrir þessu. Við höfum beðið eftir þessu í allt sumar. Leikmenn beggja liða eru eflaust búnir að segja sömu klisjuna í allt sumar, að þeir horfi bara á næsta leik og þetta sé ekki úrslitaleikur. En núna eru bæði lið búin að koma sér í þá stöðu að þetta er úrslitaleikur og þetta er næsti leikur. Ég held að það sé þvílíkur spenningur í öllum,“ sagði Mist. Veit ekki hvort ég myndi velja mig í liðið En býst hún við að fá tækifæri í leiknum stóra á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Í fyllstu hreinskilni veit ég ekki hvort ég myndi velja mig í liðið sjálf. Eina sem ég geri kröfu á er að Eiður [Benedikt Eiríksson] og Pétur [Pétursson, þjálfarar Vals] velji liðið samkvæmt sinni sannfæringu og það lið sem þeir halda að sé best til þess fallið að vinna á laugardaginn. Ef ég fæ einhverjar mínútur verður það bara gaman,“ svaraði Mist. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Mist
Pepsi Max-deild kvenna Valur Sportpakkinn Tengdar fréttir Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28