Mercedes-Benz hefur kynnt til sögunnar AMG barnakerrur og barnavagna. Um er að ræða endurhannaðar útgáfur af Avantgarde kerrum og vögnum. Settið verðleggst á um 785 sterlingspund sem samsvara um 140.000 krónum.
![](https://www.visir.is/i/3AD34A592F04F9CE91BEE75C622713B4AA749509516AE2DB647BA508054ADF3D_713x0.jpg)
AMG er frammistöðu eða sport deild Mercedes-Benz þar sem hörðustu sportbílar framleiðandans eru hannaðir og smíðaðir. Það er því viðeigandi að mikilvægasta fólkið fái kerrur og vagna hannaða með sport og frammistöðu í huga.
Kerran kemur með stórum dekkjum hvers gjarðir passa við svokallaðar AMG cross-spoke felgurnar. Þar að auki kemur kerran með fjöðrun, handbremsu, hæðarstillanlegu handfangi og fimm punkta öryggisbelti.
![](https://www.visir.is/i/7E3B688E30D6BBD2813F20487A8E38E92CB04F8DD11BA9193E958E4ADB0CA356_713x0.jpg)
Þá pakkast hún auðveldlega saman. Kerrustykkinu má svo snúa fram og aftur. Hægt er að halla aftur sætinu í kerrustykkinu. Sætisáklæðið passar svo við sætisáklæði AMG bílana og er annað hvort svart eða grafít litað.
Hægt er að fá vagnstykki í stíl og smellur það á sömu grind og kerrustykkið. Einnig er fáanleg AMG skiptitaska eða bleyjutaska.