Lífið

I Am Woman-söng­konan Helen Red­dy er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Helen Reddy árið 2015.
Helen Reddy árið 2015. Getty

Ástralska söngkonan Helen Reddy, sem samdi og söng lagið I Am Woman, er látin 78 ára að aldri. Hún lést í Los Angeles í gær, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldu hennar á Facebook.

Reddy átti röð vinsælla laga í upphafi áttunda áratugarins, en þekktust er hún þó fyrir lagið I Am Woman sem var gefið út árið 1972 og átti eftir að verða einn helsti baráttusöngur kvenfrelsishreyfingarinnar.

Reddy glímdi við Addison-sjúkdóminn og greindist með heilabilun árið 2015. Hún varði síðustu árum ævi sinnar á hjúkrunarheimili í Los Angeles.

Börn hennar, Traci Donat og Jordan Sommers, lýsa henni sem „yndislegri móður, ömmu og afburðakonu“.

Lagið I Am Woman seldist í milljónum eintaka og átti salan átti að skila henni í því að vera söluhæsta söngkona heimsins tvö ár í röð.

Að neðan má sjá stiklu úr ástralski myndmynd um Reddy sem kom út árið 2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×