Íslenski boltinn

Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust

Sindri Sverrisson skrifar
KR-ingar eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar.
KR-ingar eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét

KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar.

„Ég hef áhyggjur af KR-liðinu og aðallega af þessu andleysi,“ sagði Helena Ólafsdóttir í þætti sínum Pepsi Max mörkunum. Hún vísaði þar til frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik, í 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á föstudaginn. KR-ingar hafi einfaldlega ekki hlaupið og barist eins og lið sem berst fyrir lífi sínu í efstu deild:

„Mér finnst þetta óskiljanlegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir en þær Margrét Lára Viðarsdóttir voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni.

„Ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns“

„Ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt að hlaupa og berjast alla leiki en ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns. Að kasta svona sex stiga leik frá sér, með skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik… Mér er alveg sama þó að það hafi vantað tvo leikmenn þarna, þannig er það alls staðar. Ef þú ætlar að hugsa með þér að þú eigir sex leiki eftir, sem er reyndar sturlað, þá er ekkert öruggt í því,“ sagði Mist.

Helena sagðist vita til þess að KR hefði viljað spila í landsleikjahléinu í þessum mánuði, í stað þess að spila nú tvo leiki í viku þær þrjár vikur sem eru til stefnu.

KR er með 10 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti, og á sex leiki eftir en önnur lið í fallbaráttunni þrjá.

„Þær eiga þriðjung af sínum leikjum eftir, þegar það eru 19 dagar eftir. Þetta er alveg bilað. En það eru engar afsakanir varðandi þennan Stjörnuleik. Þá höfðu þær fengið hvíld og voru ferskar. Það er akkúrat leikurinn sem maður hefði haldið að væri einna mikilvægastur. Maður hefur alveg áhyggjur því þetta er ekki það lið sem er fráast á fæti í þessari deild,“ sagði Mist.

Klippa: Pepsi Max mörkin - Lokaspretturinn hjá KR

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×