Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 13:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati sóttvarnalæknis. Þá gæti þurft að hafa stöðuna á Landspítalanum til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhald veiruaðgerða. Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að tölur dagsins séu í samræmi við það sem búist var við. Faraldurinn er nú talinn ganga hægt niður, líkt og lýst er í nýju spálíkani sem birtist í gær. „Við erum aðallega að horfa á fjöldann sem er utan sóttkvíar, sem er merki um samfélagslegt smit. Við vitum að þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví, um það bil fimm prósent af honum hafa verið að veikjast þannig að við eigum eftir að sjá fleiri í þeim hópi veikjast.“ Þá segir Þórólfur það áhyggjuefni hversu margir liggi nú inni á sjúkrahúsi vegna Covid. Aldursbil sjúklinganna er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. „Þessi veikindi sem fylgja þessari sýkingu er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Fram að þessu höfum við ekki verið að sjá mikið af alvarlegum veikindum og teljum að það hafi stafað af því að frekar ungt fólk væri að sýkjast og alvarlegri veikindi sæjust hjá eldri einstaklingum. Það gæti þannig tekið smá tíma fyrir sýkinguna að berast yfir í viðkvæmari hópa. Mér sýnist það vera að gerast að hluta til núna. Þá kemur þetta í ljós, þessi alvarlegu veikindi með innlögnum.“ Þórólfur segir hlutfall alvarlegra veikinda og spítalainnlagna af fjölda þeirra sem greinast með veiruna vissulega lægra nú en það var í vetur – en þó ekki svo mjög. „Ég held að þegar fram líða stundir sjáum við það að alvarleiki sýkingarinnar er ekkert minni núna en var þá.“ Staðan á spítalanum hafi mikið að segja Þórólfur telur líklegt að fleiri leggist inn á sjúkrahús vegna Covid-19 næstu daga miðað við fjölda þeirra sem smitaðir eru á landinu. „Það er áhyggjuefni. Þá þurfum við að fá góða mynd af því hvernig staðan á spítalanum er og spyrja okkur að því hvort spítalinn geti tekið við þessu öllu.“ Þrjátíu og sjö starfsmenn Landspítala voru í einangrun vegna veirunnar í gær og 121 í sóttkví. Þórólfur segir þessa stöðu á spítalanum vissulega áhyggjuefni. Hana gæti þurft að hafa til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um aðgerðir vegna veirunnar. „Það eru mjög mörg atriði sem koma inn í það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að taka á fjölda sjúklinga sem þurfa innlagnar við. Hvort það er verra eða betra núna en var í vetur þori ég ekki að segja en við höfum verið að biðja spítalann um upplýsingar, hvernig staðan er þar. Og það gæti líka ráðið því hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir ef okkur sýnist að svigrúm spítalans sé mjög mikið minna núna en það var í vetur. Þá þurfum við að hugsa það mjög alvarlega hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða til að kveða þetta hraðar niður,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati sóttvarnalæknis. Þá gæti þurft að hafa stöðuna á Landspítalanum til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhald veiruaðgerða. Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að tölur dagsins séu í samræmi við það sem búist var við. Faraldurinn er nú talinn ganga hægt niður, líkt og lýst er í nýju spálíkani sem birtist í gær. „Við erum aðallega að horfa á fjöldann sem er utan sóttkvíar, sem er merki um samfélagslegt smit. Við vitum að þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví, um það bil fimm prósent af honum hafa verið að veikjast þannig að við eigum eftir að sjá fleiri í þeim hópi veikjast.“ Þá segir Þórólfur það áhyggjuefni hversu margir liggi nú inni á sjúkrahúsi vegna Covid. Aldursbil sjúklinganna er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. „Þessi veikindi sem fylgja þessari sýkingu er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Fram að þessu höfum við ekki verið að sjá mikið af alvarlegum veikindum og teljum að það hafi stafað af því að frekar ungt fólk væri að sýkjast og alvarlegri veikindi sæjust hjá eldri einstaklingum. Það gæti þannig tekið smá tíma fyrir sýkinguna að berast yfir í viðkvæmari hópa. Mér sýnist það vera að gerast að hluta til núna. Þá kemur þetta í ljós, þessi alvarlegu veikindi með innlögnum.“ Þórólfur segir hlutfall alvarlegra veikinda og spítalainnlagna af fjölda þeirra sem greinast með veiruna vissulega lægra nú en það var í vetur – en þó ekki svo mjög. „Ég held að þegar fram líða stundir sjáum við það að alvarleiki sýkingarinnar er ekkert minni núna en var þá.“ Staðan á spítalanum hafi mikið að segja Þórólfur telur líklegt að fleiri leggist inn á sjúkrahús vegna Covid-19 næstu daga miðað við fjölda þeirra sem smitaðir eru á landinu. „Það er áhyggjuefni. Þá þurfum við að fá góða mynd af því hvernig staðan á spítalanum er og spyrja okkur að því hvort spítalinn geti tekið við þessu öllu.“ Þrjátíu og sjö starfsmenn Landspítala voru í einangrun vegna veirunnar í gær og 121 í sóttkví. Þórólfur segir þessa stöðu á spítalanum vissulega áhyggjuefni. Hana gæti þurft að hafa til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um aðgerðir vegna veirunnar. „Það eru mjög mörg atriði sem koma inn í það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að taka á fjölda sjúklinga sem þurfa innlagnar við. Hvort það er verra eða betra núna en var í vetur þori ég ekki að segja en við höfum verið að biðja spítalann um upplýsingar, hvernig staðan er þar. Og það gæti líka ráðið því hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir ef okkur sýnist að svigrúm spítalans sé mjög mikið minna núna en það var í vetur. Þá þurfum við að hugsa það mjög alvarlega hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða til að kveða þetta hraðar niður,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03
70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08