Dæmi um að eldri borgarar hafi lokað sig inni í lengri tíma vegna Covid Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2020 22:00 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty. Landssamband eldri borgara hefur farið í átak til þess að hvetja fólk til heilsueflingar. Dæmi eru um að fólk einangri sig í lengri tíma af ótta við kórónuveirusmit. Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta. „Við höfum þá tilfinningu að það séu einstaklingar sem hafa forðast samneyti við annað mjög lengi vegna þess að það er í fréttum daglega. Það er enginn dagur án þess að það sé rætt um Covid og áhrif þess um allan heim,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Fólk bara dregur sig í skel, það fer ekki út,” bætir hún við. Aðspurð segir hún óttann við kórónuveirusmit lýsa sér með kvíða og þunglyndi. Landssamband eldri borgara hefur þess vegna hrundið af stað átaki sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu en þar verður margvísleg hreyfing í boði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir í íþróttahúsin, fólki að kostnaðarlausu. Þá verður aukið við stuðning við eldri borgara víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vona að fólk bara drífi sig. Þetta er lífsbjörg að komast út og hreyfa sig og fá ráðgjöf. Vegna þess að þeir sem ég finn að eru einmana og líður ekki vel, við verðum að gera eitthvað í málinu.” Hreyfing og hollt mataræði skipti höfuðmáli. „Hreyfingin þegar við eldumst er eiginlega bara gullið í lífinu vegna þess að þeir sjúkdómar sem blossa upp, blóðþrýstingur og fleira, eru ekki góðir og svefnleysi er fylgikvilli. Samskipti er það sem fólkið saknaði í vor, alveg tilfinnanlega.” Það sé ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur að huga að sínu fólki. „Ég er verulega áhyggjufull og ég vil bara að við sem þjóð stöndum vörð um að passa upp á þennan hóp, en við megum alls ekki gera hann óttasleginn.” Hér má sjá frekari upplýsingar um átakið í Kópavogi, sem hefst á morgun. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Landssamband eldri borgara hefur farið í átak til þess að hvetja fólk til heilsueflingar. Dæmi eru um að fólk einangri sig í lengri tíma af ótta við kórónuveirusmit. Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta. „Við höfum þá tilfinningu að það séu einstaklingar sem hafa forðast samneyti við annað mjög lengi vegna þess að það er í fréttum daglega. Það er enginn dagur án þess að það sé rætt um Covid og áhrif þess um allan heim,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Fólk bara dregur sig í skel, það fer ekki út,” bætir hún við. Aðspurð segir hún óttann við kórónuveirusmit lýsa sér með kvíða og þunglyndi. Landssamband eldri borgara hefur þess vegna hrundið af stað átaki sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu en þar verður margvísleg hreyfing í boði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir í íþróttahúsin, fólki að kostnaðarlausu. Þá verður aukið við stuðning við eldri borgara víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vona að fólk bara drífi sig. Þetta er lífsbjörg að komast út og hreyfa sig og fá ráðgjöf. Vegna þess að þeir sem ég finn að eru einmana og líður ekki vel, við verðum að gera eitthvað í málinu.” Hreyfing og hollt mataræði skipti höfuðmáli. „Hreyfingin þegar við eldumst er eiginlega bara gullið í lífinu vegna þess að þeir sjúkdómar sem blossa upp, blóðþrýstingur og fleira, eru ekki góðir og svefnleysi er fylgikvilli. Samskipti er það sem fólkið saknaði í vor, alveg tilfinnanlega.” Það sé ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur að huga að sínu fólki. „Ég er verulega áhyggjufull og ég vil bara að við sem þjóð stöndum vörð um að passa upp á þennan hóp, en við megum alls ekki gera hann óttasleginn.” Hér má sjá frekari upplýsingar um átakið í Kópavogi, sem hefst á morgun.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira