Dæmi um að eldri borgarar hafi lokað sig inni í lengri tíma vegna Covid Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2020 22:00 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty. Landssamband eldri borgara hefur farið í átak til þess að hvetja fólk til heilsueflingar. Dæmi eru um að fólk einangri sig í lengri tíma af ótta við kórónuveirusmit. Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta. „Við höfum þá tilfinningu að það séu einstaklingar sem hafa forðast samneyti við annað mjög lengi vegna þess að það er í fréttum daglega. Það er enginn dagur án þess að það sé rætt um Covid og áhrif þess um allan heim,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Fólk bara dregur sig í skel, það fer ekki út,” bætir hún við. Aðspurð segir hún óttann við kórónuveirusmit lýsa sér með kvíða og þunglyndi. Landssamband eldri borgara hefur þess vegna hrundið af stað átaki sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu en þar verður margvísleg hreyfing í boði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir í íþróttahúsin, fólki að kostnaðarlausu. Þá verður aukið við stuðning við eldri borgara víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vona að fólk bara drífi sig. Þetta er lífsbjörg að komast út og hreyfa sig og fá ráðgjöf. Vegna þess að þeir sem ég finn að eru einmana og líður ekki vel, við verðum að gera eitthvað í málinu.” Hreyfing og hollt mataræði skipti höfuðmáli. „Hreyfingin þegar við eldumst er eiginlega bara gullið í lífinu vegna þess að þeir sjúkdómar sem blossa upp, blóðþrýstingur og fleira, eru ekki góðir og svefnleysi er fylgikvilli. Samskipti er það sem fólkið saknaði í vor, alveg tilfinnanlega.” Það sé ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur að huga að sínu fólki. „Ég er verulega áhyggjufull og ég vil bara að við sem þjóð stöndum vörð um að passa upp á þennan hóp, en við megum alls ekki gera hann óttasleginn.” Hér má sjá frekari upplýsingar um átakið í Kópavogi, sem hefst á morgun. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Landssamband eldri borgara hefur farið í átak til þess að hvetja fólk til heilsueflingar. Dæmi eru um að fólk einangri sig í lengri tíma af ótta við kórónuveirusmit. Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta. „Við höfum þá tilfinningu að það séu einstaklingar sem hafa forðast samneyti við annað mjög lengi vegna þess að það er í fréttum daglega. Það er enginn dagur án þess að það sé rætt um Covid og áhrif þess um allan heim,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Fólk bara dregur sig í skel, það fer ekki út,” bætir hún við. Aðspurð segir hún óttann við kórónuveirusmit lýsa sér með kvíða og þunglyndi. Landssamband eldri borgara hefur þess vegna hrundið af stað átaki sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu en þar verður margvísleg hreyfing í boði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir í íþróttahúsin, fólki að kostnaðarlausu. Þá verður aukið við stuðning við eldri borgara víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vona að fólk bara drífi sig. Þetta er lífsbjörg að komast út og hreyfa sig og fá ráðgjöf. Vegna þess að þeir sem ég finn að eru einmana og líður ekki vel, við verðum að gera eitthvað í málinu.” Hreyfing og hollt mataræði skipti höfuðmáli. „Hreyfingin þegar við eldumst er eiginlega bara gullið í lífinu vegna þess að þeir sjúkdómar sem blossa upp, blóðþrýstingur og fleira, eru ekki góðir og svefnleysi er fylgikvilli. Samskipti er það sem fólkið saknaði í vor, alveg tilfinnanlega.” Það sé ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur að huga að sínu fólki. „Ég er verulega áhyggjufull og ég vil bara að við sem þjóð stöndum vörð um að passa upp á þennan hóp, en við megum alls ekki gera hann óttasleginn.” Hér má sjá frekari upplýsingar um átakið í Kópavogi, sem hefst á morgun.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira