Ein flottustu veiðilok allra tíma Karl Lúðvíksson skrifar 1. október 2020 08:06 Ársæll með 98 sm lax úr Bergsnös Mynd: Árni Baldursson FB Lokahollið í Stóru Laxá átti líklega það sem flestir telja vera ein glæsilegasta lokun laxveiðiár á Íslandi fyrr og síðar og þá sérstaklega lokadagurinn. Enn einn stórlaxinn úr Stóru LaxáMynd: Árni Baldursson FB Á lokadeginum var átta löxum yfir níutíu sentimetrum landað og þar af einum 101 sm og öðrum 103 sm sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar og einn af tíu stærstu löxum sem hafa veiðst á landinu í sumar. Veiðistaðirnir sem voru að gefa þessa stórlaxa í ferðinni eru til dæmis Flatistrengur, Reykhólmi, Kóngsbakki og auðvitað Bergsnös sem er líklega einn af betri stórlaxa stöðum í haustveiði á landinu og er oftar en ekki nefndur á nafn á sama tíma og veiðistaðir eins og Hnausastrengur í Vatnsdalsá sem er líklega einn þekktasti stórlaxastaður landsins. Friðjón í Veiðiflugum með 94 sm lax úr Flatastreng Þetta er glæsilegur lokadagur í Stóru Laxá en breytir samt ekki þeirri staðreynd að í veiðitölum er þetta eitt lakasta sumar í ánni síðan 2007 þegar það veiddust aðeins 238 laxar í henni. Því skal samt ekki gleyma að Stóra Laxá rokkar upp og niður og meðalveiðin í ánni á árunum 1974 til 2008 er 313 laxar svo ef það er tekið mið af þeirri tölu er þetta sumar ekki jafn slæmt og margir reyna að gera það. Stangveiði Mest lesið Ný heimasíða fyrir Norðurá Veiði Opið hús í Hlíðarvatni Selvogi Veiði Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna Veiði Nýr Friggi á tvíkrækju Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Umgengni við veiðistaði á Elliðavatni oft hrikalega léleg Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu laxveiðiárnar Veiði Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði
Lokahollið í Stóru Laxá átti líklega það sem flestir telja vera ein glæsilegasta lokun laxveiðiár á Íslandi fyrr og síðar og þá sérstaklega lokadagurinn. Enn einn stórlaxinn úr Stóru LaxáMynd: Árni Baldursson FB Á lokadeginum var átta löxum yfir níutíu sentimetrum landað og þar af einum 101 sm og öðrum 103 sm sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar og einn af tíu stærstu löxum sem hafa veiðst á landinu í sumar. Veiðistaðirnir sem voru að gefa þessa stórlaxa í ferðinni eru til dæmis Flatistrengur, Reykhólmi, Kóngsbakki og auðvitað Bergsnös sem er líklega einn af betri stórlaxa stöðum í haustveiði á landinu og er oftar en ekki nefndur á nafn á sama tíma og veiðistaðir eins og Hnausastrengur í Vatnsdalsá sem er líklega einn þekktasti stórlaxastaður landsins. Friðjón í Veiðiflugum með 94 sm lax úr Flatastreng Þetta er glæsilegur lokadagur í Stóru Laxá en breytir samt ekki þeirri staðreynd að í veiðitölum er þetta eitt lakasta sumar í ánni síðan 2007 þegar það veiddust aðeins 238 laxar í henni. Því skal samt ekki gleyma að Stóra Laxá rokkar upp og niður og meðalveiðin í ánni á árunum 1974 til 2008 er 313 laxar svo ef það er tekið mið af þeirri tölu er þetta sumar ekki jafn slæmt og margir reyna að gera það.
Stangveiði Mest lesið Ný heimasíða fyrir Norðurá Veiði Opið hús í Hlíðarvatni Selvogi Veiði Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna Veiði Nýr Friggi á tvíkrækju Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Umgengni við veiðistaði á Elliðavatni oft hrikalega léleg Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu laxveiðiárnar Veiði Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði