Vísindakirkjan heillaði Jónas Sig: „Þarna rann upp fyrir mér að þetta gæti verið hættulegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2020 11:31 Jónas Sigurðsson sneri við blaðinu, hætti í vinnunni og fór að einbeita sér að tónlistinni. Jónas Sigurðsson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Jónas varð vinsæll sem söngvari í Sólstrandargæjunum, sem slógu í gegn með lagið Rangur Maður og sló síðan aftur í gegn mörgum árum síðar með lagið Hafið er Svart. Það sem færri vita líklega um Jónas er að hann er afburðamaður í tölvuforritun og vann um árabil fyrir tölvurisann Microsoft. Þar var hann valinn í hóp efnilegasta fólks fyrirtækisins sem áttu að verða framtíðarstjórnendur. Hann segir að það hafi verið frábær tími, en hann byrjaði að efast um allt saman þegar hann sá að markmið fyrirtækisins var í raun eingöngu að skila hagnaði með öllum leiðum. Í tilvistarkreppu er fólk til í að prófa alls konar hluti og Jónas kynntist þarna vísindakirkjunni. Klippa: Þarna rann upp fyrir mér að þetta gæti verið hættulegt „L. Ron Hubbard, stofnandinn að Vísindakirkjunnar er rosalegur gæi. Hann vissi það náttúrulega að leiðin að hjarta almúgans er í gegnum fræga fólkið og þess vegna hoppar fræga fólkið bara upp um tuttugu level þegar það fer í vísindakirkjuna. Tom Cruise var bara gerður að biskup. En þegar maður fer að skoða þetta þá sér maður hversu rosalega þróað þetta prógram er hjá þeim.“ Mikill kvíði endaði sem sjálfsniðurrif Jónas kynntist aðferðum þeirra á eigin skinni. „Ég var rosalega leitandi þarna þegar ég bjó í Kaupmannahöfn, ég var með mikinn kvíða sem ýtti mér út í rosalegt sjálfsniðurrif og neikvætt sjálfstal, sem endaði oft með því að ég var alveg búinn á því. Þannig að ég er að labba þarna einhvern tíma niður Köbmagegade þegar það kemur að mér kona og segir að ég sé rosalega bjartur og flottur og eigi að koma í persónuleikapróf hjá vísindakirkjunni.“ Hann segist hafa þarna verið mjög leitandi. „Ég lét til leiðast og þegar ég sagði þeim að ég væri búinn að lesa helstu bækurnar þeirra, þá urðu þau ennþá spenntari að fá mig inn. En ég vissi ekki hvað Vísindakirkjan er rosaleg í að reyna að heilaþvo fólk og eltast við það. Ég var svo örvæntingarfullur á þessum tíma að ég samþykki að fara á námskeið hjá þeim, en svo endar þetta námskeið bara aldrei. Ég er bara kallaður aftur og aftur á fundi og látinn leysa frá viðkvæmustu leyndarmálunum, sem þau síðan geyma í gagnagrunni.“ Jónas segir að hann hafi endað í hálfgerðum yfirheyrslum, þar sem átti að ná honum endanlega inn. „Á endanum var ég látinn taka eitthvað sex klukkutíma yfirheyrslu prógram og eftir það var sagt við mig: „Jónas þú ert snillingur og það er þess vegna sem þér líður svona, fólk skilur þig bara ekki. Þú ert bara miklu klárari en hinir, en við erum með fullt af svona fólki eins og þér hérna hjá okkur í vísindakirkjunni.“ Svo virkar egóið hjá manni þannig að mér fannst þetta bara frábærar fréttir. Svo fór ég að skoða vinnubrögðin þeirra betur á netinu og þá sá ég að þeir fara í mál við alla sem reyna að skrifa bók um þá eða tala um hvernig þeir vinna og þá byrjaði ég að átta mig.“ Hringdu í þrjú ár Hann segir að egóið og hégómi nái að hoppa framhjá því að maður sé klár og þess vegna geti þeir náð klárasta fólkinu inn með því að segja þeim að þau séu frábær og betri en allir hinir. „Þarna rann upp fyrir mér að þetta gæti verið hættulegt. Ég hafði verið svo vitlaus að láta þau fá Microsoft númerið mitt og þau hringdu í mig stanslaust í þrjú ár eftir þetta. Það var alltaf einhver nýr að hringja og þau hættu bara ekki.“ Jónas var á blússandi siglingu innan raða Microsoft þegar á hann fóru að renna tvær grímur þar sem honum leist ekki alveg á stefnu fyrirtækisins. „Allir sem ég vann með þarna voru framúrskarandi. Ég var að vinna með algjörlega framúrskarandi fólki frá öllum heimshornum, sem hafði átt þann draum heitastan að vinna fyrir svona risafyrirtæki og gera gagn. En svo vorum við bara á einhverjum fundi og það var kannski tilkynnt að það ætti að henda öllu sem við vorum búin að gera í heilt ár og sagt að það væri frábært. Ég man eftir einum svona fundi þar sem rússneskur gagnagrunnssérfræðingur sem var að vinna með mér stóð upp og sagði: This is Bullshit.“ Jónas segist hafa lent í ákveðinni tilvistarkreppu þegar hann fór að sjá stóru myndina. „Maður sá þessa tilhneigingu að liggja rosalega á að klára dílana sem hraðast til að geta náð þeim inn í næsta ársfjórðung svo það væri á endanum hægt að taka úr arð. Það er rosalega mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki sem er að vinna fyrir þessi fyrirtæki sem áttar sig síðan kannski ekki á því fyrr en eftir langan tíma að þú varst ekki alveg að ganga þeirra erinda sem þú vildir.“ Í viðtalinu ræða Sölvi og Jónas um stöðu upplýsingaflæðis í nútímanum, hvert gervigreind er komin, hversu öflugir algóritmarnir eru orðnir og svo auðvitað um tónlistina og ástríðurnar í lífinu. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Jónas Sigurðsson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Jónas varð vinsæll sem söngvari í Sólstrandargæjunum, sem slógu í gegn með lagið Rangur Maður og sló síðan aftur í gegn mörgum árum síðar með lagið Hafið er Svart. Það sem færri vita líklega um Jónas er að hann er afburðamaður í tölvuforritun og vann um árabil fyrir tölvurisann Microsoft. Þar var hann valinn í hóp efnilegasta fólks fyrirtækisins sem áttu að verða framtíðarstjórnendur. Hann segir að það hafi verið frábær tími, en hann byrjaði að efast um allt saman þegar hann sá að markmið fyrirtækisins var í raun eingöngu að skila hagnaði með öllum leiðum. Í tilvistarkreppu er fólk til í að prófa alls konar hluti og Jónas kynntist þarna vísindakirkjunni. Klippa: Þarna rann upp fyrir mér að þetta gæti verið hættulegt „L. Ron Hubbard, stofnandinn að Vísindakirkjunnar er rosalegur gæi. Hann vissi það náttúrulega að leiðin að hjarta almúgans er í gegnum fræga fólkið og þess vegna hoppar fræga fólkið bara upp um tuttugu level þegar það fer í vísindakirkjuna. Tom Cruise var bara gerður að biskup. En þegar maður fer að skoða þetta þá sér maður hversu rosalega þróað þetta prógram er hjá þeim.“ Mikill kvíði endaði sem sjálfsniðurrif Jónas kynntist aðferðum þeirra á eigin skinni. „Ég var rosalega leitandi þarna þegar ég bjó í Kaupmannahöfn, ég var með mikinn kvíða sem ýtti mér út í rosalegt sjálfsniðurrif og neikvætt sjálfstal, sem endaði oft með því að ég var alveg búinn á því. Þannig að ég er að labba þarna einhvern tíma niður Köbmagegade þegar það kemur að mér kona og segir að ég sé rosalega bjartur og flottur og eigi að koma í persónuleikapróf hjá vísindakirkjunni.“ Hann segist hafa þarna verið mjög leitandi. „Ég lét til leiðast og þegar ég sagði þeim að ég væri búinn að lesa helstu bækurnar þeirra, þá urðu þau ennþá spenntari að fá mig inn. En ég vissi ekki hvað Vísindakirkjan er rosaleg í að reyna að heilaþvo fólk og eltast við það. Ég var svo örvæntingarfullur á þessum tíma að ég samþykki að fara á námskeið hjá þeim, en svo endar þetta námskeið bara aldrei. Ég er bara kallaður aftur og aftur á fundi og látinn leysa frá viðkvæmustu leyndarmálunum, sem þau síðan geyma í gagnagrunni.“ Jónas segir að hann hafi endað í hálfgerðum yfirheyrslum, þar sem átti að ná honum endanlega inn. „Á endanum var ég látinn taka eitthvað sex klukkutíma yfirheyrslu prógram og eftir það var sagt við mig: „Jónas þú ert snillingur og það er þess vegna sem þér líður svona, fólk skilur þig bara ekki. Þú ert bara miklu klárari en hinir, en við erum með fullt af svona fólki eins og þér hérna hjá okkur í vísindakirkjunni.“ Svo virkar egóið hjá manni þannig að mér fannst þetta bara frábærar fréttir. Svo fór ég að skoða vinnubrögðin þeirra betur á netinu og þá sá ég að þeir fara í mál við alla sem reyna að skrifa bók um þá eða tala um hvernig þeir vinna og þá byrjaði ég að átta mig.“ Hringdu í þrjú ár Hann segir að egóið og hégómi nái að hoppa framhjá því að maður sé klár og þess vegna geti þeir náð klárasta fólkinu inn með því að segja þeim að þau séu frábær og betri en allir hinir. „Þarna rann upp fyrir mér að þetta gæti verið hættulegt. Ég hafði verið svo vitlaus að láta þau fá Microsoft númerið mitt og þau hringdu í mig stanslaust í þrjú ár eftir þetta. Það var alltaf einhver nýr að hringja og þau hættu bara ekki.“ Jónas var á blússandi siglingu innan raða Microsoft þegar á hann fóru að renna tvær grímur þar sem honum leist ekki alveg á stefnu fyrirtækisins. „Allir sem ég vann með þarna voru framúrskarandi. Ég var að vinna með algjörlega framúrskarandi fólki frá öllum heimshornum, sem hafði átt þann draum heitastan að vinna fyrir svona risafyrirtæki og gera gagn. En svo vorum við bara á einhverjum fundi og það var kannski tilkynnt að það ætti að henda öllu sem við vorum búin að gera í heilt ár og sagt að það væri frábært. Ég man eftir einum svona fundi þar sem rússneskur gagnagrunnssérfræðingur sem var að vinna með mér stóð upp og sagði: This is Bullshit.“ Jónas segist hafa lent í ákveðinni tilvistarkreppu þegar hann fór að sjá stóru myndina. „Maður sá þessa tilhneigingu að liggja rosalega á að klára dílana sem hraðast til að geta náð þeim inn í næsta ársfjórðung svo það væri á endanum hægt að taka úr arð. Það er rosalega mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki sem er að vinna fyrir þessi fyrirtæki sem áttar sig síðan kannski ekki á því fyrr en eftir langan tíma að þú varst ekki alveg að ganga þeirra erinda sem þú vildir.“ Í viðtalinu ræða Sölvi og Jónas um stöðu upplýsingaflæðis í nútímanum, hvert gervigreind er komin, hversu öflugir algóritmarnir eru orðnir og svo auðvitað um tónlistina og ástríðurnar í lífinu. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira