Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. október 2020 11:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að grípa til harðari kórónuveiruaðgerða eins og staðan er núna. Hann bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Meðalaldur þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar fer hækkandi. 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Inntur eftir því hvað skýri það að spítalainnlögnum vegna veirunnar fjölgi nú nokkuð ört bendir Þórólfur á að toppur alvarlegra veikinda komi iðulega fram um viku eftir topp nýrra tilfella. Það taki þá sem sýkjast af veirunni um viku að fá alvarleg einkenni, ef þeir fá þau á annað borð. „Svo kann líka vel að vera að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu að veikjast núna. Ég get þó ekki sagt alveg fyrir um það, ég hef ekki kannað það sérstaklega, en þetta eru svona tvær helstu skýringarnar,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þeir sem liggja inni á sjúkrahúsi nú vegna veirunnar séu frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þórólfur segir aðspurður að aldursdreifing sjúklinganna sé nú heldur að hækka. Þá stendur ekki til að skila inn minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund á morgun, að sögn Þórólfs. Hann segist ekki munu leggja til harðari aðgerðir eins og staðan er núna. Slíkt sé þó alltaf í endurskoðun. „Eins og staðan er núna höfum við séð að kúrvan er hægt og bítandi að sigla niður á við. Það er líka verið að skoða þetta út frá getu heilbrigðiskerfisins og aðstöðunni á Landspítalanum til að taka á móti veikum einstaklingum. Þetta eru allt þættir sem spila inn í hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. En ég minni á að harðari aðgerðir núna skila sér ekki fyrr en eftir kannski tvær vikur.“ Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar verður haldinn klukkan þrjú í dag en ekki klukkan tvö eins og venjan er. Ástæða seinkunarinnar er setning Alþingis sem hefst klukkan 13:30. Upplýsingafundurinn verður að vanda í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04 Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að grípa til harðari kórónuveiruaðgerða eins og staðan er núna. Hann bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Meðalaldur þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar fer hækkandi. 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Inntur eftir því hvað skýri það að spítalainnlögnum vegna veirunnar fjölgi nú nokkuð ört bendir Þórólfur á að toppur alvarlegra veikinda komi iðulega fram um viku eftir topp nýrra tilfella. Það taki þá sem sýkjast af veirunni um viku að fá alvarleg einkenni, ef þeir fá þau á annað borð. „Svo kann líka vel að vera að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu að veikjast núna. Ég get þó ekki sagt alveg fyrir um það, ég hef ekki kannað það sérstaklega, en þetta eru svona tvær helstu skýringarnar,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þeir sem liggja inni á sjúkrahúsi nú vegna veirunnar séu frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þórólfur segir aðspurður að aldursdreifing sjúklinganna sé nú heldur að hækka. Þá stendur ekki til að skila inn minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund á morgun, að sögn Þórólfs. Hann segist ekki munu leggja til harðari aðgerðir eins og staðan er núna. Slíkt sé þó alltaf í endurskoðun. „Eins og staðan er núna höfum við séð að kúrvan er hægt og bítandi að sigla niður á við. Það er líka verið að skoða þetta út frá getu heilbrigðiskerfisins og aðstöðunni á Landspítalanum til að taka á móti veikum einstaklingum. Þetta eru allt þættir sem spila inn í hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. En ég minni á að harðari aðgerðir núna skila sér ekki fyrr en eftir kannski tvær vikur.“ Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar verður haldinn klukkan þrjú í dag en ekki klukkan tvö eins og venjan er. Ástæða seinkunarinnar er setning Alþingis sem hefst klukkan 13:30. Upplýsingafundurinn verður að vanda í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04 Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01
Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04
Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53