Tesla með langflestar nýskráningar í september Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. október 2020 07:01 Model 3. Vísir/EPA Alls voru nýskráðar 313 Tesla bifreiðar í nýliðnum september mánuði. Þar af voru 289 Model 3 bílar, 16 Model X og átta Model S. Næstflestar nýskráningar áttu Toyota með 139. Af nýskráðum Toyota-bifreiðum var tæpur helmingur Rav4 eða 63 eintök. Volkswagen bifreiðar eru svo í þriðja sæti yfir flestar nýskráningar í september með 92 eintök. Þar vegur hinn nýi ID.3 þyngst, en 42 eintök af honum voru nýskráð. KIA er í fjórða sæti með 84 bíla. Samtals ná því annað, þriðja og fjórða sætið rétt að merja toppsætið. KIA, Volkswagen og Toyota ná samtals 317 eintökum á móti 313 eintökum Tesla. Hleðslustöð fyrir rafbíla.vísir/pjetur Orkugjafar Af 1125 nýskráðum fólksbílum í september voru 511 hreinir rafbílar, 199 tengiltvinnbílar og 101 tvinnbíll. Bensínbílar voru 172 og Dísel 141. Þá var einn metan bíll nýskráður í september. Ökutæki Samtals voru 1443 ökutæki nýskráð í september. Þar af voru eins og áður segir 1125 fólksbifreiðar og 102 sendibifreiðar. Þróun nýskráninga Nýskráningum fólksbifreiða fjölgar talsvert á milli mánaða. Í ágúst voru 678 fólksbifreiðar nýskráðar og fjölgar nýskráningum fólksbifreiða því um 66%. Þá fjölgar nýskráningum fólksbifreiða í september líka á milli ára, í september í fyrra voru nýskráðar 860 fólksbifreiðar. Aukningin er því um 30% á milli ára. Vistvænir bílar Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent
Alls voru nýskráðar 313 Tesla bifreiðar í nýliðnum september mánuði. Þar af voru 289 Model 3 bílar, 16 Model X og átta Model S. Næstflestar nýskráningar áttu Toyota með 139. Af nýskráðum Toyota-bifreiðum var tæpur helmingur Rav4 eða 63 eintök. Volkswagen bifreiðar eru svo í þriðja sæti yfir flestar nýskráningar í september með 92 eintök. Þar vegur hinn nýi ID.3 þyngst, en 42 eintök af honum voru nýskráð. KIA er í fjórða sæti með 84 bíla. Samtals ná því annað, þriðja og fjórða sætið rétt að merja toppsætið. KIA, Volkswagen og Toyota ná samtals 317 eintökum á móti 313 eintökum Tesla. Hleðslustöð fyrir rafbíla.vísir/pjetur Orkugjafar Af 1125 nýskráðum fólksbílum í september voru 511 hreinir rafbílar, 199 tengiltvinnbílar og 101 tvinnbíll. Bensínbílar voru 172 og Dísel 141. Þá var einn metan bíll nýskráður í september. Ökutæki Samtals voru 1443 ökutæki nýskráð í september. Þar af voru eins og áður segir 1125 fólksbifreiðar og 102 sendibifreiðar. Þróun nýskráninga Nýskráningum fólksbifreiða fjölgar talsvert á milli mánaða. Í ágúst voru 678 fólksbifreiðar nýskráðar og fjölgar nýskráningum fólksbifreiða því um 66%. Þá fjölgar nýskráningum fólksbifreiða í september líka á milli ára, í september í fyrra voru nýskráðar 860 fólksbifreiðar. Aukningin er því um 30% á milli ára.
Vistvænir bílar Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent