Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 11:30 Agla María Albertsdóttir, Elín Metta Jensen og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir verða væntanlega í eldlínunni á morgun. VÍSIR/DANÍEL „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda kl. 17 á morgun og ljóst er að sigurliðið verður með pálmann í höndunum í baráttunni um titilinn. Breiðablik vann ríkjandi meistara Vals 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik, þegar liðin mættust í Kópavogi 21. júlí. Slíkur stórsigur er ekki í kortunum að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna: Sveindís breytti leiknum rosalega „Mér fannst þessi fyrri leikur liðanna ekki endilega bera þess merki úti á velli að 4-0 hefðu verið úrslitin. Þetta var „stál í stál“ þangað til að Sveindís [Jane Jónsdóttir] ákveður að koma Blikum yfir og þá breytist leikurinn rosalega. Ég held að við sjáum ekki svona stórar tölur aftur,“ segir Mist og bætir við: Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í blábyrjun seinni hálfleiks þegar Breiðablik vann Val 4-0 í júlí.VÍSIR/DANÍEL „Þetta verður algjör hörkuleikur og það má ekkert út af bregða. Við höfum bara séð það í viðureignum þessara liða undanfarin ár. Við erum að fá vafaatriði í dómgæslu og annað. Það getur allt gerst og það verður eitthvað pínulítið sem mun skera á milli.“ Mist komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir benti á þær breytingar sem orðið hafa á liðunum frá fyrri leiknum: „Þetta eru svolítið breytt lið sem er í raun hálfótrúlegt að segja. Blikarnir hafa vissulega misst Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur] og Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] hefur lítið verið með. Mist [Edvardsdóttir] hefur komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið, Dóra María [Lárusdóttir] spilaði skemmtilegt hlutverk í síðasta leik en var lítið í leiknum við Blika, og Elísa [Viðarsdóttir] var þá í banni. Liðin eru því svolítið breytt,“ sagði Margrét, og bætti við að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefði stimplað sig mun betur inn í lið Breiðabliks núna. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir komin inn í lið Vals. „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum og maður veit ekki alveg hverju maður á von á. Eru þjálfararnir með einhver spil uppi í erminni sem þeir hafa haldið að sér heillengi, eða hvað erum við að fara að fá?“ spurði Mist en það kemur í ljós í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsendingin hefst kl. 16.40. Klippa: Pepsi Max mörkin - Öðruvísi toppslagur Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Valur Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
„Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda kl. 17 á morgun og ljóst er að sigurliðið verður með pálmann í höndunum í baráttunni um titilinn. Breiðablik vann ríkjandi meistara Vals 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik, þegar liðin mættust í Kópavogi 21. júlí. Slíkur stórsigur er ekki í kortunum að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna: Sveindís breytti leiknum rosalega „Mér fannst þessi fyrri leikur liðanna ekki endilega bera þess merki úti á velli að 4-0 hefðu verið úrslitin. Þetta var „stál í stál“ þangað til að Sveindís [Jane Jónsdóttir] ákveður að koma Blikum yfir og þá breytist leikurinn rosalega. Ég held að við sjáum ekki svona stórar tölur aftur,“ segir Mist og bætir við: Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í blábyrjun seinni hálfleiks þegar Breiðablik vann Val 4-0 í júlí.VÍSIR/DANÍEL „Þetta verður algjör hörkuleikur og það má ekkert út af bregða. Við höfum bara séð það í viðureignum þessara liða undanfarin ár. Við erum að fá vafaatriði í dómgæslu og annað. Það getur allt gerst og það verður eitthvað pínulítið sem mun skera á milli.“ Mist komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir benti á þær breytingar sem orðið hafa á liðunum frá fyrri leiknum: „Þetta eru svolítið breytt lið sem er í raun hálfótrúlegt að segja. Blikarnir hafa vissulega misst Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur] og Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] hefur lítið verið með. Mist [Edvardsdóttir] hefur komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið, Dóra María [Lárusdóttir] spilaði skemmtilegt hlutverk í síðasta leik en var lítið í leiknum við Blika, og Elísa [Viðarsdóttir] var þá í banni. Liðin eru því svolítið breytt,“ sagði Margrét, og bætti við að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefði stimplað sig mun betur inn í lið Breiðabliks núna. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir komin inn í lið Vals. „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum og maður veit ekki alveg hverju maður á von á. Eru þjálfararnir með einhver spil uppi í erminni sem þeir hafa haldið að sér heillengi, eða hvað erum við að fara að fá?“ spurði Mist en það kemur í ljós í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsendingin hefst kl. 16.40. Klippa: Pepsi Max mörkin - Öðruvísi toppslagur
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Valur Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn