Lengjudeildin: Hart barist á toppnum Ísak Hallmundarson skrifar 3. október 2020 16:15 Leiknir og Fram unnu í dag. Twitter-síða Leiknis Fram og Leiknir Reykjavík eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deild karla en bæði lið unnu sína leiki í dag. Fram sigraði Þrótt 1-0 í Safamýri en eina mark leiksins skoraði Þórir Guðjónsson á 15. mínútu leiksins. Á meðan vann Leiknir í Ólafsvíki á móti Víkingi Ó., Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir undir lok fyrri hálfleiks, Sævar Atli Magnússon bætti síðan við öðru marki Leiknis áður en Vuk var aftur á ferðinni og skoraði þriðja markið. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur í leiknum 3-1 sigur Leiknis. Bæði lið eru með 42 stig í 2.-3. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknismenn eru þó með talsvert betri markatölu, 28 mörk í plús en Fram er með markatöluna +17. Þetta verða spennandi lokaumferðir í baráttunni um sæti í efstu deild. ÍBV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa verið spáð toppsætinu af mörgum spekingum í byrjun sumars. Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir Vestra á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gary John Martin misnotaði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og tveimur mínútum síðar kom Sergine Fall Vestra yfir. Sito jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 32. mínútu en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar. Nacho Gil skoraði þriðja mark Vestra í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. ÍBV er nú með 30 stig í 5. sæti og hefur lítið sem ekkert gengið upp þar á bæ undanfarnar vikur. Vestri er með 29 stig í 6. sæti, fínasta tímabil hjá þeim og þeirra fyrsta tímabil í næstefstu deild. Afturelding vann Grindavík 3-2 og gerði endanlega út um vonir Grindvíkinga að leika í Pepsi Max deildinni næsta tímabil. Afturelding var komin í 3-0 eftir um klukkustundar leik en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Grindavík og minnkaði muninn áður en leikurinn var úti. Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 78. mínútu og spilaði Afturelding manni færri síðasta korterið eða svo. Grindvíkingar eru nú í 4. sæti með 32 stig en Afturelding er aftur á móti í 8. sæti með 25 stig. Lengjudeildin Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Fram og Leiknir Reykjavík eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deild karla en bæði lið unnu sína leiki í dag. Fram sigraði Þrótt 1-0 í Safamýri en eina mark leiksins skoraði Þórir Guðjónsson á 15. mínútu leiksins. Á meðan vann Leiknir í Ólafsvíki á móti Víkingi Ó., Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir undir lok fyrri hálfleiks, Sævar Atli Magnússon bætti síðan við öðru marki Leiknis áður en Vuk var aftur á ferðinni og skoraði þriðja markið. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur í leiknum 3-1 sigur Leiknis. Bæði lið eru með 42 stig í 2.-3. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknismenn eru þó með talsvert betri markatölu, 28 mörk í plús en Fram er með markatöluna +17. Þetta verða spennandi lokaumferðir í baráttunni um sæti í efstu deild. ÍBV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa verið spáð toppsætinu af mörgum spekingum í byrjun sumars. Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir Vestra á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gary John Martin misnotaði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og tveimur mínútum síðar kom Sergine Fall Vestra yfir. Sito jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 32. mínútu en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar. Nacho Gil skoraði þriðja mark Vestra í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. ÍBV er nú með 30 stig í 5. sæti og hefur lítið sem ekkert gengið upp þar á bæ undanfarnar vikur. Vestri er með 29 stig í 6. sæti, fínasta tímabil hjá þeim og þeirra fyrsta tímabil í næstefstu deild. Afturelding vann Grindavík 3-2 og gerði endanlega út um vonir Grindvíkinga að leika í Pepsi Max deildinni næsta tímabil. Afturelding var komin í 3-0 eftir um klukkustundar leik en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Grindavík og minnkaði muninn áður en leikurinn var úti. Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 78. mínútu og spilaði Afturelding manni færri síðasta korterið eða svo. Grindvíkingar eru nú í 4. sæti með 32 stig en Afturelding er aftur á móti í 8. sæti með 25 stig.
Lengjudeildin Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki