Telur meiri áhættu af áhorfendum kappleikja en leiksýninga Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2020 20:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur meiri áhættu fólgna í því að leyfa áhorfendur á kappleikjum heldur en í leikhúsum. Í tillögum sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir tilgreinir hann að keppnisíþróttir séu leyfðar með snertingu. Hámarksfjöldi þeirra sem tekur þátt er 50 einstaklingar. Í tillögum sóttvarnalæknis eru áhorfendur ekki leyfðir. Í reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir verður óheimilt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra verður þó heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Í tillögum Þórólfs varðandi sviðslistir er snerting milli leikenda og flytjenda leyfðar. Við viðburði þar sem allir sitja verði gerð krafa um númeruð sæti og nafn gesta verði skráð. Heimilt verði að hafa 100 manns í hólfi og áhorfendur noti grímur. En hvernig rökstyður Þórólfur að leyfa áhorfendur í leikhúsum en ekki á kappleikjum? „Ég rökstyð það þannig að í leikhúsum er ákveðinn hópur fólks. Þetta eru eldri einstaklingar. Áhorfendur verða með grímur og sitja á ákveðnum stöðum. Við gerum kröfu um að fólk sé í númeruðum sætum og við höfum ekki verið að sjá nein smit í tengslum við þessa atburði,“ svarar Þórólfur. Annað mál sé með íþróttirnar. „Við höfum verið að sjá smit tengjast þeim á marga vegu. Ég held að það sé meiri áhætta í því fólgin og á því byggja mínar tillögur,“ segir Þórólfur. Hann segir áhorfendur á kappleikjum séu meira á hreyfingu og láta frekar í sér heyra heldur en þeir sem horfa á leiksýningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15 Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur meiri áhættu fólgna í því að leyfa áhorfendur á kappleikjum heldur en í leikhúsum. Í tillögum sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir tilgreinir hann að keppnisíþróttir séu leyfðar með snertingu. Hámarksfjöldi þeirra sem tekur þátt er 50 einstaklingar. Í tillögum sóttvarnalæknis eru áhorfendur ekki leyfðir. Í reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir verður óheimilt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra verður þó heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Í tillögum Þórólfs varðandi sviðslistir er snerting milli leikenda og flytjenda leyfðar. Við viðburði þar sem allir sitja verði gerð krafa um númeruð sæti og nafn gesta verði skráð. Heimilt verði að hafa 100 manns í hólfi og áhorfendur noti grímur. En hvernig rökstyður Þórólfur að leyfa áhorfendur í leikhúsum en ekki á kappleikjum? „Ég rökstyð það þannig að í leikhúsum er ákveðinn hópur fólks. Þetta eru eldri einstaklingar. Áhorfendur verða með grímur og sitja á ákveðnum stöðum. Við gerum kröfu um að fólk sé í númeruðum sætum og við höfum ekki verið að sjá nein smit í tengslum við þessa atburði,“ svarar Þórólfur. Annað mál sé með íþróttirnar. „Við höfum verið að sjá smit tengjast þeim á marga vegu. Ég held að það sé meiri áhætta í því fólgin og á því byggja mínar tillögur,“ segir Þórólfur. Hann segir áhorfendur á kappleikjum séu meira á hreyfingu og láta frekar í sér heyra heldur en þeir sem horfa á leiksýningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15 Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Sjá meira
Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15
Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57