Hvatti Íslendinga til dáða gegn hinni ósanngjörnu veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 14:04 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti Íslendinga til að sýna samstöðu gegn sameiginlegum andstæðingi, hinni ófyrirsjáanlegu og ósanngjörnu kórónuveiru, í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna og bað alla um að vera á varðbergi. „Við erum núna í stöðu sem við vildum gjarnan hafa sloppið við að vera í. Við breytum ekki því sem er orðið en við getum ráðið því hvert framhaldið verður,“ sagði Víðir á fundinum í dag. Næstu dagar myndu fara í aðlögun að hertum veiruaðgerðum sem tóku gildi í dag og því væri einkar mikilvægt að sýna umburðarlyndi. Þá kvað hann það skiljanlegt að fólki þætti óþægilegt að gefa smitrakningarteymi almannavarna upp nákvæmar lýsingar á öllum sínum ferðum. Fólk velti því jafnframt mikið fyrir sér hvort það hefði átt að haga sér öðruvísi. „Ekki eyða tíma í það,“ sagði Víðir. „Hjálpið okkur bara að vinna í þessu. Hjálpumst að við að finna þau sem hugsanlega hafa smitast og tryggjum að þau fái upplýsingar til að þau get tekið ákvörðun um varnir, sér og sínum til hagsbóta. Það er bara ein leið áfram í þessu og það er samstaða.“ Nú þyrftu allir að passa sig vel. Gæta að fjarlægð við aðra, þvo hendur, sótthreinsa og vernda viðkvæma hópa. „Það reynir á þol og þrautseigju núna. Ekkert er hafið yfir gagnrýni,“ sagði Víðir. „Veiran er andstæðingurinn. Hún er ekki fyrirsjáanleg og hún er ekki sanngjörn. Við hins vegar höfum sýnt að vði getum allt þegar við stöndum saman. Við ætlum að ná þessu niður, við munum vinna marga bardaga og litlir sigrar skapa mikla velgengni. Tökum einn dag í einu, hjálpumst að, leiðbeinum, pössum upp á hvert annað og pössum upp á okkar fólk og sýnum öðrum vinsemd og virðingu. Þetta verður áfram í okkar höndum.“ Lokaorð Víðis á upplýsingafundi almannavarna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti Íslendinga til að sýna samstöðu gegn sameiginlegum andstæðingi, hinni ófyrirsjáanlegu og ósanngjörnu kórónuveiru, í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna og bað alla um að vera á varðbergi. „Við erum núna í stöðu sem við vildum gjarnan hafa sloppið við að vera í. Við breytum ekki því sem er orðið en við getum ráðið því hvert framhaldið verður,“ sagði Víðir á fundinum í dag. Næstu dagar myndu fara í aðlögun að hertum veiruaðgerðum sem tóku gildi í dag og því væri einkar mikilvægt að sýna umburðarlyndi. Þá kvað hann það skiljanlegt að fólki þætti óþægilegt að gefa smitrakningarteymi almannavarna upp nákvæmar lýsingar á öllum sínum ferðum. Fólk velti því jafnframt mikið fyrir sér hvort það hefði átt að haga sér öðruvísi. „Ekki eyða tíma í það,“ sagði Víðir. „Hjálpið okkur bara að vinna í þessu. Hjálpumst að við að finna þau sem hugsanlega hafa smitast og tryggjum að þau fái upplýsingar til að þau get tekið ákvörðun um varnir, sér og sínum til hagsbóta. Það er bara ein leið áfram í þessu og það er samstaða.“ Nú þyrftu allir að passa sig vel. Gæta að fjarlægð við aðra, þvo hendur, sótthreinsa og vernda viðkvæma hópa. „Það reynir á þol og þrautseigju núna. Ekkert er hafið yfir gagnrýni,“ sagði Víðir. „Veiran er andstæðingurinn. Hún er ekki fyrirsjáanleg og hún er ekki sanngjörn. Við hins vegar höfum sýnt að vði getum allt þegar við stöndum saman. Við ætlum að ná þessu niður, við munum vinna marga bardaga og litlir sigrar skapa mikla velgengni. Tökum einn dag í einu, hjálpumst að, leiðbeinum, pössum upp á hvert annað og pössum upp á okkar fólk og sýnum öðrum vinsemd og virðingu. Þetta verður áfram í okkar höndum.“ Lokaorð Víðis á upplýsingafundi almannavarna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54
59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23