„Ég ætla að velja fallegt og heilbrigt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2020 12:31 Sindri fékk að fylgjast með lífi Sigríðar Ingu á annað ár og að svo stöddu gengur allt eins og í sögu. Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hófst í gærkvöldi. Eftir áratuganeyslu getur verið erfitt félagslega að hætta og segja skilið við alla neyslufélagana. „Ég hef verið að endurnýja kynnin við gamlar vinkonur úr grunnskóla og ég líka vinkonur úr menntaskóla sem eru ekki í rugli og að standa sig í lífinu, og eru einmitt að eignast börn og ég get leitað til þeirra, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Inga sem varð að hætta öllum samskiptum við gamla vini. „Það var bara ekki í boði, ég þurfti að slíta á alla neysluvini. Það er bara eitthvað sem þarf að gera. Maður þarf bara að velja og hafna í þessari stöðu og ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf.“ Það má segja að barnið hennar Ingu hafi fengið alla til að hugsa sinn gang og haft góð áhrif án þess að vera komið í heiminn á þessum tímapunkti. Inga hlakkaði til að fá stúlkuna í heiminn en var einnig kvíðin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og þetta verður rosalegt álag. Ég er bara ein, hef foreldra mína en get ekki treyst almennilega á það. Auðvitað kvíðir mig fyrir en ég hlakka samt meira til.“ En var Inga hrædd um að falla á þessum tímapunkti? „Það hvarflar alveg að mér. Hvað ef ég verð ógeðslega buguð og að ég eigi eftir að vilja detta í það, ég er meira hrædd um að ég eigi eftir að vilja detta í það.“ Þegar Inga ræddi fyrst við Sindra var hún gengin átta mánuði á leið og hafði verið edrú í hálft ár. Í dag á hún fallega dóttur sem hún skírði Alfa Líf. Alfa merkir upphaf og er dóttir hennar merki um nýtt upphaf. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf Fósturbörn Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hófst í gærkvöldi. Eftir áratuganeyslu getur verið erfitt félagslega að hætta og segja skilið við alla neyslufélagana. „Ég hef verið að endurnýja kynnin við gamlar vinkonur úr grunnskóla og ég líka vinkonur úr menntaskóla sem eru ekki í rugli og að standa sig í lífinu, og eru einmitt að eignast börn og ég get leitað til þeirra, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Inga sem varð að hætta öllum samskiptum við gamla vini. „Það var bara ekki í boði, ég þurfti að slíta á alla neysluvini. Það er bara eitthvað sem þarf að gera. Maður þarf bara að velja og hafna í þessari stöðu og ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf.“ Það má segja að barnið hennar Ingu hafi fengið alla til að hugsa sinn gang og haft góð áhrif án þess að vera komið í heiminn á þessum tímapunkti. Inga hlakkaði til að fá stúlkuna í heiminn en var einnig kvíðin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og þetta verður rosalegt álag. Ég er bara ein, hef foreldra mína en get ekki treyst almennilega á það. Auðvitað kvíðir mig fyrir en ég hlakka samt meira til.“ En var Inga hrædd um að falla á þessum tímapunkti? „Það hvarflar alveg að mér. Hvað ef ég verð ógeðslega buguð og að ég eigi eftir að vilja detta í það, ég er meira hrædd um að ég eigi eftir að vilja detta í það.“ Þegar Inga ræddi fyrst við Sindra var hún gengin átta mánuði á leið og hafði verið edrú í hálft ár. Í dag á hún fallega dóttur sem hún skírði Alfa Líf. Alfa merkir upphaf og er dóttir hennar merki um nýtt upphaf. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf
Fósturbörn Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira