Boðar hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 6. október 2020 11:19 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Ljósmynd/Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Þórólfur er með tillögur sínar í smíðum og hyggst senda ráðherra minnisblað í dag. Alls greindust 99 manns með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins. Víðir segir að sér lítist illa á stöðuna. „Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir. Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verði eins mikið heima og hægt er Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og ekki vera á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. „Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir. Þá er því beint til klúbba, kóra, hlaupahópa, hjólahópa og annarra sem eru að koma saman á höfuðborgarsvæðinu að gera hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur. „Eingöngu þeir sem heilsu sinnar vegna nýti þá opnun sem er í sundi og að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur kemur og á erindi herði sínar sóttvarnaaðgerðir verulega, takmarki fjölda þeirra sem koma og tryggi betur aðgengi að sótthreinsi fyrir hendur, þrífi snertifleti oftar en hefur verið og tryggi að hægt sé að virða fjarlægðarmörk,“ segir Víðir. Íþróttafélög hvött til þess að gera hlé á æfingum og keppni Þá eru íþróttafélög hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Varðandi skólahald segir Víðir: „Við hvetjum til þess að skólar haldi áfram þeirri starfsemi sem þeir eru með, bæði grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar og háskólar, vinni bara áfram eftir þeim reglum sem eru í gildi.“ Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Þórólfur er með tillögur sínar í smíðum og hyggst senda ráðherra minnisblað í dag. Alls greindust 99 manns með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins. Víðir segir að sér lítist illa á stöðuna. „Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir. Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verði eins mikið heima og hægt er Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og ekki vera á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. „Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir. Þá er því beint til klúbba, kóra, hlaupahópa, hjólahópa og annarra sem eru að koma saman á höfuðborgarsvæðinu að gera hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur. „Eingöngu þeir sem heilsu sinnar vegna nýti þá opnun sem er í sundi og að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur kemur og á erindi herði sínar sóttvarnaaðgerðir verulega, takmarki fjölda þeirra sem koma og tryggi betur aðgengi að sótthreinsi fyrir hendur, þrífi snertifleti oftar en hefur verið og tryggi að hægt sé að virða fjarlægðarmörk,“ segir Víðir. Íþróttafélög hvött til þess að gera hlé á æfingum og keppni Þá eru íþróttafélög hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Varðandi skólahald segir Víðir: „Við hvetjum til þess að skólar haldi áfram þeirri starfsemi sem þeir eru með, bæði grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar og háskólar, vinni bara áfram eftir þeim reglum sem eru í gildi.“ Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16