„Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. október 2020 08:02 Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg. Vísir/Vilhelm „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar, þetta er mjög mikilvægt líffæri. Bæði kynferðislega og allt í kringum barneignir“ segir Andrea Eyland í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Sigga Dögg kynfræðingur var gestur hennar í þættinum og tók heils hugar undir. Þær segja að svo margt skipti máli og geti haft áhrif, til dæmis hvað konur borða. „Við finnum fyrir henni þegar við göngum og sitjum og þetta er bara ákveðinn hluti af líkamanum sem þarf að sinna og sinna vel,“ bætir Sigga Dögg við. „Ég held að flest allar píkur, einhvern tímann á lífsleiðinni glíma við einhvers konar píkuvesen.“ Þær segja mikilvægt fyrir konur að þekkja sig vel og leiti ástæðunnar ef þær eru með óvenjuleg einkenni eða stöðugar sýkingar og svo framvegis. Sigga Dögg segir að það geti verið ákveðinn leiðarvísir á því hvað er að gerast í líkamanum. Sápan ekki alltaf rétta svarið Í þættinum ræða þær einnig um grindarbotnsæfingar, líkamlegar breytingar í kringum meðgöngu og fæðingu og margt margt fleira. Þó að hreinlæti sé mikilvægt þá er samt hægt að þrífa píkuna of mikið. „Ég fer mjög mikið í sund og sé ógeðslega oft margar konur hamast á henni, ég vildi að þær myndu fróa sér svona því þá myndi ég bara segja you go girl! En þær dömpa þarna fjórum pumpum af sápu,“ segir Sigga Dögg. Hún hefur af þessu verulegar áhyggjur enda eigi konur ekki að setja sápu nálægt leggöngunum. „Þá erum við bara að eyðileggja flóruna, náttúrulegu fallegu flóruna okkar sem hleypir að þessu slæmum bakteríum.“ Sigga Dögg segir að þetta sé því miður algengt hjá konum á öllum aldri, sem geti valdið ógeðslegum vítahring sýkinga. Ef konur vilji endilega nota sápu þá þurfi það að vera sérstök sápa með ákveðnu ph gildi, en ekki sápan í sturtuklefum sundlauganna hér á landi. Sápuþvotturinn ætti því að vera undantekning. „Ef einhver heilbrigðisstarfsmaður segir það við þig af einhvers konar ástæðu þá má alveg hlusta á það.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kviknar - Píkan Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Frjósemi Kviknar Kynlíf Tengdar fréttir Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“ „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. 30. september 2020 09:01 Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. 16. september 2020 09:30 Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar, þetta er mjög mikilvægt líffæri. Bæði kynferðislega og allt í kringum barneignir“ segir Andrea Eyland í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Sigga Dögg kynfræðingur var gestur hennar í þættinum og tók heils hugar undir. Þær segja að svo margt skipti máli og geti haft áhrif, til dæmis hvað konur borða. „Við finnum fyrir henni þegar við göngum og sitjum og þetta er bara ákveðinn hluti af líkamanum sem þarf að sinna og sinna vel,“ bætir Sigga Dögg við. „Ég held að flest allar píkur, einhvern tímann á lífsleiðinni glíma við einhvers konar píkuvesen.“ Þær segja mikilvægt fyrir konur að þekkja sig vel og leiti ástæðunnar ef þær eru með óvenjuleg einkenni eða stöðugar sýkingar og svo framvegis. Sigga Dögg segir að það geti verið ákveðinn leiðarvísir á því hvað er að gerast í líkamanum. Sápan ekki alltaf rétta svarið Í þættinum ræða þær einnig um grindarbotnsæfingar, líkamlegar breytingar í kringum meðgöngu og fæðingu og margt margt fleira. Þó að hreinlæti sé mikilvægt þá er samt hægt að þrífa píkuna of mikið. „Ég fer mjög mikið í sund og sé ógeðslega oft margar konur hamast á henni, ég vildi að þær myndu fróa sér svona því þá myndi ég bara segja you go girl! En þær dömpa þarna fjórum pumpum af sápu,“ segir Sigga Dögg. Hún hefur af þessu verulegar áhyggjur enda eigi konur ekki að setja sápu nálægt leggöngunum. „Þá erum við bara að eyðileggja flóruna, náttúrulegu fallegu flóruna okkar sem hleypir að þessu slæmum bakteríum.“ Sigga Dögg segir að þetta sé því miður algengt hjá konum á öllum aldri, sem geti valdið ógeðslegum vítahring sýkinga. Ef konur vilji endilega nota sápu þá þurfi það að vera sérstök sápa með ákveðnu ph gildi, en ekki sápan í sturtuklefum sundlauganna hér á landi. Sápuþvotturinn ætti því að vera undantekning. „Ef einhver heilbrigðisstarfsmaður segir það við þig af einhvers konar ástæðu þá má alveg hlusta á það.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kviknar - Píkan Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Frjósemi Kviknar Kynlíf Tengdar fréttir Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“ „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. 30. september 2020 09:01 Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. 16. september 2020 09:30 Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“ „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. 30. september 2020 09:01
Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. 16. september 2020 09:30
Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33