Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 15:19 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi þriðjudaginn 6. október 2020. Vísir/Vilhelm Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. Hann varar við því að faraldurinn virðist í veldisvexti á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn greindust 99 manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands og hafa þeir ekki verið fleiri frá því um mánaðamótin mars-apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins var í gangi. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að í ljósi þess væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest tilfellin greinast nú. Í tillögum sem Þórólfur sendir heilbrigðisráðherra í dag sagði hann að verði lagt til að fjarlægðarreglu verði breytt úr einum metra í tvo metra eins og var í aðgerðum í vor. Eins metra regla verður áfram í gildi utan höfuðborgarsvæðisins. Fjöldatakmörk verða áfram tuttugu manns á höfuðborgarsvæðinu. Undanþága verður fyrir útfarir þar sem fimmtíu manns fá að koma saman og þrjátíu manns fá að koma saman í framhalds- og háskólum. Þá sagðist hann ætla að leggja til að ýmis konar starfsemi sem var lokað tímabundið í vor verði aftur lokað og að mælt yrði með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum yrði frestað um tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði það ráðast af reglum sem ráðherra gæfi út hvort landsleikur Íslands og Rúmeníu gæti farið fram í borginni. Útilokaði hann ekki að gefið yrði leyfi fyrir honum með vísan til þjóðhagslegs mikilvægis viðburðarins. Veitingahús þurfa nú að loka klukkan 21:00 á kvöldin í stað klukkan 23:00 áður og hert verður á grímuskyldu fallist ráðherra á tillögurnar. Þórólfur sagði að grímunotkun verði gerð að skyldu í sumum tilfellum en ekki sé þó almennt hvatt til þess að fólk sé með grímu á almannafæri. Má búast við enn meiri fjölgun smitaðra Þórólfur ræddi um fjölgun smitaðra undanfarna daga. Nú séu um 750 manns í einangrun og um 3.500 manns í sóttkví. Út frá þeim tölum megi búast við töluverðum fjölda veikinda á næstunni. „Faraldurinn virðist í veldisvexti,“ sagði sóttvarnalæknir. Haldi faraldurinn áfram í sama takti geti fjöldi veikra einstaklinga hæglega yfirkeyrt þol heilbrigðiskerfisins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bæði Covid-sjúklinga og aðra þá sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu. Markmið hertra aðgerða nú sé að sveigja kúrfuna eins mikið niður og hægt er til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Sagði hann það vonbrigði að þurfa að leggja til að hert verði aftur á aðgerðunum en í ljósi þróunar faraldursins á höfuðborgarsvæðinu hafi það verið nauðsynlegt. Kallaði Þórólfur eftir samstöðu um aðgerðirnar en varaði við að það gæti sem fyrr tekið eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim. „Samstaðan er besta sóttvörnin,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. Hann varar við því að faraldurinn virðist í veldisvexti á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn greindust 99 manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands og hafa þeir ekki verið fleiri frá því um mánaðamótin mars-apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins var í gangi. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að í ljósi þess væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest tilfellin greinast nú. Í tillögum sem Þórólfur sendir heilbrigðisráðherra í dag sagði hann að verði lagt til að fjarlægðarreglu verði breytt úr einum metra í tvo metra eins og var í aðgerðum í vor. Eins metra regla verður áfram í gildi utan höfuðborgarsvæðisins. Fjöldatakmörk verða áfram tuttugu manns á höfuðborgarsvæðinu. Undanþága verður fyrir útfarir þar sem fimmtíu manns fá að koma saman og þrjátíu manns fá að koma saman í framhalds- og háskólum. Þá sagðist hann ætla að leggja til að ýmis konar starfsemi sem var lokað tímabundið í vor verði aftur lokað og að mælt yrði með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum yrði frestað um tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði það ráðast af reglum sem ráðherra gæfi út hvort landsleikur Íslands og Rúmeníu gæti farið fram í borginni. Útilokaði hann ekki að gefið yrði leyfi fyrir honum með vísan til þjóðhagslegs mikilvægis viðburðarins. Veitingahús þurfa nú að loka klukkan 21:00 á kvöldin í stað klukkan 23:00 áður og hert verður á grímuskyldu fallist ráðherra á tillögurnar. Þórólfur sagði að grímunotkun verði gerð að skyldu í sumum tilfellum en ekki sé þó almennt hvatt til þess að fólk sé með grímu á almannafæri. Má búast við enn meiri fjölgun smitaðra Þórólfur ræddi um fjölgun smitaðra undanfarna daga. Nú séu um 750 manns í einangrun og um 3.500 manns í sóttkví. Út frá þeim tölum megi búast við töluverðum fjölda veikinda á næstunni. „Faraldurinn virðist í veldisvexti,“ sagði sóttvarnalæknir. Haldi faraldurinn áfram í sama takti geti fjöldi veikra einstaklinga hæglega yfirkeyrt þol heilbrigðiskerfisins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bæði Covid-sjúklinga og aðra þá sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu. Markmið hertra aðgerða nú sé að sveigja kúrfuna eins mikið niður og hægt er til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Sagði hann það vonbrigði að þurfa að leggja til að hert verði aftur á aðgerðunum en í ljósi þróunar faraldursins á höfuðborgarsvæðinu hafi það verið nauðsynlegt. Kallaði Þórólfur eftir samstöðu um aðgerðirnar en varaði við að það gæti sem fyrr tekið eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim. „Samstaðan er besta sóttvörnin,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira