Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 16:04 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands. Hún telur að margt fólk hafi slakað á varðandi fjarlægðartakmörk eftir að eins metra regla tók við af tveggja metra reglu. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Hann leggur til við heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra og stöðugra nýrra tilfella. Meðal aðgerðanna er að miða aftur við tveggja metra reglu. Þórólfur var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort það hefðu verið mistök að rýmka úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Blaðamaður vísaði til Facebook-færslu Jóhönnu Jakobsdóttur, rannsóknarsérfræðings við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í morgun þar sem hún snerti á þessu. Jóhanna telur eins metra fjarlægð almennt eiga að duga en fólk haldi ekki þeirri fjarlægð. Eins metra reglan eða eins sentímetra regla? Jóhanna telur að eins metra reglan hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Einn metri ætti að duga en þannig hegði fólk sér ekki. „Það eru stærstu mistökin að mínu mati að setja hana á. Með henni þá urðu líka til mun fleiri staðir sem gátu tekið við fleiri fólki á sama tíma. Ég hef verið óróleg með framhaldið frá þeim degi. Þetta voru ekki mistök vegna þess að 1-m ætti ekki að duga heldur af því af skilaboðin með henni höfðu þau áhrif að margir fóru í 1-cm reglu og margir staðir gátu tekið við mun fleira fólki en áður,“ segir Jóhanna. Eins metra reglan tók gildi þann 7. september síðastliðinn. Breytingin var tilkynnt þann 3. september en þá höfðu dagleg smit innanlands ekki náð tveggja stafa tölu í fjórar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirvöld vera að fóta sig í baráttu við áður óþekktan andstæðing. Margt megi gagnrýna en varar við umræðu um mistök.Vísir/Vilhelm Á sama hátt hefði smitgát ekki virkað. Fólk sem átti að vera í „næstum því sóttkví“ hafi ekki endilega farið eftir því. Þórólfur segir að gagnrýna megi ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Mistök ef við lærum ekki af reynslunni „Í baksýnisspeglinum getur maður alltaf sagt hvernig hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi. Ég er ekkert viss um að það séu mistök. Norðmenn hafa notað eins metra regluna og fleiri þjóðir með góðum árangri. Ég held við eigum ekki að vera að hefta okkur í því hvað eru mistök og hvað eru ekki mistök. Eins og ég hef sagt áður þá eru það mistök ef við gerum [ekki] eitthvað sem liggur fyrir hvernig á að gera eða við lærum ekki af reynslunni. Þá eru það mistök ef við förum ekki eftir því,“ segir Þórólfur. „Við erum að feta okkur áfram og gera hluti sem enginn hefur gert áður. Reyna að finna bestu leiðina. Rekum okkur aðeins á, rekum tána í en höldum áfram. Stöndum upp, fetum okkur áfram. Ég kalla það ekk mistök. Ég held að það sé ýmislegt sem við getum lært og gert betur. Þannig eigum við að halda áfram.“ Víðir greip boltann og sagði marga reyna að fóta sig eftir reglum sem breyttust í gær og líklega aftur í kvöld. „Við þurfum öll að vera með tillitsemi og vanda okkur og læra af því sem við gerum. Ekki vera hrædd við að láta reyna á hlutina eða gera mistök.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Hann leggur til við heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra og stöðugra nýrra tilfella. Meðal aðgerðanna er að miða aftur við tveggja metra reglu. Þórólfur var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort það hefðu verið mistök að rýmka úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Blaðamaður vísaði til Facebook-færslu Jóhönnu Jakobsdóttur, rannsóknarsérfræðings við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í morgun þar sem hún snerti á þessu. Jóhanna telur eins metra fjarlægð almennt eiga að duga en fólk haldi ekki þeirri fjarlægð. Eins metra reglan eða eins sentímetra regla? Jóhanna telur að eins metra reglan hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Einn metri ætti að duga en þannig hegði fólk sér ekki. „Það eru stærstu mistökin að mínu mati að setja hana á. Með henni þá urðu líka til mun fleiri staðir sem gátu tekið við fleiri fólki á sama tíma. Ég hef verið óróleg með framhaldið frá þeim degi. Þetta voru ekki mistök vegna þess að 1-m ætti ekki að duga heldur af því af skilaboðin með henni höfðu þau áhrif að margir fóru í 1-cm reglu og margir staðir gátu tekið við mun fleira fólki en áður,“ segir Jóhanna. Eins metra reglan tók gildi þann 7. september síðastliðinn. Breytingin var tilkynnt þann 3. september en þá höfðu dagleg smit innanlands ekki náð tveggja stafa tölu í fjórar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirvöld vera að fóta sig í baráttu við áður óþekktan andstæðing. Margt megi gagnrýna en varar við umræðu um mistök.Vísir/Vilhelm Á sama hátt hefði smitgát ekki virkað. Fólk sem átti að vera í „næstum því sóttkví“ hafi ekki endilega farið eftir því. Þórólfur segir að gagnrýna megi ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Mistök ef við lærum ekki af reynslunni „Í baksýnisspeglinum getur maður alltaf sagt hvernig hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi. Ég er ekkert viss um að það séu mistök. Norðmenn hafa notað eins metra regluna og fleiri þjóðir með góðum árangri. Ég held við eigum ekki að vera að hefta okkur í því hvað eru mistök og hvað eru ekki mistök. Eins og ég hef sagt áður þá eru það mistök ef við gerum [ekki] eitthvað sem liggur fyrir hvernig á að gera eða við lærum ekki af reynslunni. Þá eru það mistök ef við förum ekki eftir því,“ segir Þórólfur. „Við erum að feta okkur áfram og gera hluti sem enginn hefur gert áður. Reyna að finna bestu leiðina. Rekum okkur aðeins á, rekum tána í en höldum áfram. Stöndum upp, fetum okkur áfram. Ég kalla það ekk mistök. Ég held að það sé ýmislegt sem við getum lært og gert betur. Þannig eigum við að halda áfram.“ Víðir greip boltann og sagði marga reyna að fóta sig eftir reglum sem breyttust í gær og líklega aftur í kvöld. „Við þurfum öll að vera með tillitsemi og vanda okkur og læra af því sem við gerum. Ekki vera hrædd við að láta reyna á hlutina eða gera mistök.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira