Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 20:54 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. „Við gerðum alls ekki ráð fyrir þessu og þetta kemur mér á óvart,“ sagði Thor í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. „Við setjum fram spálíkan þegar við gerum ráð fyrir að faraldurinn sé kominn í stjórn og smitstuðullinn sé á leið niður og þar af leiðandi muni það leiða af sér að faraldurinn rénar. En það var bara ekki þannig,“ Thor sagði jafnframt að miðað við fyrstu bylgju faraldursins í vor mætti áfram búast við háum tölum innan nokkurra daga. Þetta væri auðvitað áhyggjuefni, einkum með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. Þá sagði hann að hertu aðgerðirnar sem boðaðar hafa verið frá og með deginum á morgun muni skila sér í lægri tölum eftir um tíu daga til tvær vikur. 99 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst snemma árs. Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands sem unnið hefur að spálíkaninu ásamt Thor og fleiri vísindamönnum, hefur viðrað áhyggjur sínar af stöðu mála undanfarna daga. Hún sagði í Facebook-færslu í dag að hún teldi að eins metra reglan, sem sett var á í september, hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30 Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. „Við gerðum alls ekki ráð fyrir þessu og þetta kemur mér á óvart,“ sagði Thor í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. „Við setjum fram spálíkan þegar við gerum ráð fyrir að faraldurinn sé kominn í stjórn og smitstuðullinn sé á leið niður og þar af leiðandi muni það leiða af sér að faraldurinn rénar. En það var bara ekki þannig,“ Thor sagði jafnframt að miðað við fyrstu bylgju faraldursins í vor mætti áfram búast við háum tölum innan nokkurra daga. Þetta væri auðvitað áhyggjuefni, einkum með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. Þá sagði hann að hertu aðgerðirnar sem boðaðar hafa verið frá og með deginum á morgun muni skila sér í lægri tölum eftir um tíu daga til tvær vikur. 99 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst snemma árs. Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands sem unnið hefur að spálíkaninu ásamt Thor og fleiri vísindamönnum, hefur viðrað áhyggjur sínar af stöðu mála undanfarna daga. Hún sagði í Facebook-færslu í dag að hún teldi að eins metra reglan, sem sett var á í september, hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30 Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09
61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30
Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32