Mælist til að opið helgihald falli niður í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2020 08:10 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til þess að opið helgihald falli niður í október. Vísir/Baldur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til þess við presta landsins og aðra sem starfa við kirkjurnar að opið helgihald falli niður í október vegna stöðunnar sem uppi er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Í staðinn er hvatt til þess að streyma efni til fólks. Þetta kemur fram í bréfi sem biskup ritaði á mánudag til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra og greint er frá í tilkynningu á vef kirkjunnar í gær. Í bréfinu mælist biskup til þess að kirkjustarfi verði hagað með tilteknum hætti vegna hertra samkomutakmarkanna en á miðnætti á mánudag tók tuttugu manna samkomubann gildi. Óskað er eftir því að allar kóræfingar falli niður í október og eru organistar og kórstjórar hvattir til að halda uppi æfingum í gegnum fjarfundabúnað: „Minnt er á að fimmtíu manna fjöldatakmörkun við útfarir. Þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóm vísi frá sér athöfnum. Tuttugu manna fjöldatakmörkun gildir við kirkjulegar athafnir eins og skírn og hjónavígslur. Áfram heldur barna- og æskulýðsstarf þeirra sem fædd eru árið 2005 og skal sem áður halda allar sóttvarnareglur sem í gildi eru. Allt eldri borgarastarf fellur niður í október og eru prestar og djáknar hvattir til að huga að þeim hópi með símtölum og sálgæslu. Fermingarfræðslu skal haldið áfram, að teknu tilliti til allra sóttvarnareglna sem í gildi eru. Hvatt er til að áður boðaðir fundir, ráðstefnur og þing, verði haldin rafrænt sé það mögulegt eða frestað sé þess kostur. Þá er starfsfólk sem veikist hvatt til að halda sig heima og sömuleiðis öll þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir í tilkynningu kirkjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðkirkjan Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til þess við presta landsins og aðra sem starfa við kirkjurnar að opið helgihald falli niður í október vegna stöðunnar sem uppi er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Í staðinn er hvatt til þess að streyma efni til fólks. Þetta kemur fram í bréfi sem biskup ritaði á mánudag til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra og greint er frá í tilkynningu á vef kirkjunnar í gær. Í bréfinu mælist biskup til þess að kirkjustarfi verði hagað með tilteknum hætti vegna hertra samkomutakmarkanna en á miðnætti á mánudag tók tuttugu manna samkomubann gildi. Óskað er eftir því að allar kóræfingar falli niður í október og eru organistar og kórstjórar hvattir til að halda uppi æfingum í gegnum fjarfundabúnað: „Minnt er á að fimmtíu manna fjöldatakmörkun við útfarir. Þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóm vísi frá sér athöfnum. Tuttugu manna fjöldatakmörkun gildir við kirkjulegar athafnir eins og skírn og hjónavígslur. Áfram heldur barna- og æskulýðsstarf þeirra sem fædd eru árið 2005 og skal sem áður halda allar sóttvarnareglur sem í gildi eru. Allt eldri borgarastarf fellur niður í október og eru prestar og djáknar hvattir til að huga að þeim hópi með símtölum og sálgæslu. Fermingarfræðslu skal haldið áfram, að teknu tilliti til allra sóttvarnareglna sem í gildi eru. Hvatt er til að áður boðaðir fundir, ráðstefnur og þing, verði haldin rafrænt sé það mögulegt eða frestað sé þess kostur. Þá er starfsfólk sem veikist hvatt til að halda sig heima og sömuleiðis öll þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir í tilkynningu kirkjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðkirkjan Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira