Selfyssingar bera smitberann á höndum sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2020 15:16 Auður Tinna er þakklát þeim stuðningi sem hún hefur fundið fyrir á Selfossi. Vísir Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina. Þannig kemst Auður að orði í færslu á Facebook en hún liggur nú inni á Landspítalanum, á leið lungnasneiðmyndatöku vegna bólgueinkenna. Hún segist hafa legið eins og skata undanfarna sex daga í veikindum sínum. „Ég var lögð inn í gærkvöldi með mikla mæði og andþyngsli, er núna með vökva í æð og er að bíða eftir sneiðmyndatöku fyrir lungun. Ég fékk veirulyf í gærkvöldi þvi blóðprufur sýndu bólgur í líkama,“ segir Auður Tinna í samtali við Vísi. Hún er ein átján einstaklinga sem liggja inni á Landspítalanum þesa stundina. Átjánd eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Fjórir eru á gjörgæslu og þrír í öndunarvél síðast þegar fréttist.Vísir/Vilhelm Auður rifjar í Facebook-færslu upp að hún hafi farið í sóttkví á fimmtudagskvöld með dætrum sínum tveimur sem eru í 1. og 4. bekk í Sunnulækjarskóla. Aðeins nokkrir klukkutímar hafi liðið þangað til hún fór að finna til einkenna og svo í framhaldi hafi hún verið orðin fárveik. Fór hún því í skimun. Ömurleg tilfinning „Það eitt að smitast er skellur... en að vera fárveikur og lesa á fréttamiðlum og vera meðvituð að ÉG og stelpurnar mínar komu 600 MANNS í sóttkví og næstum heilt bæjarfélag fer á hliðina og ég var fljótlega mjög meðvituð um að fólk vissi að þetta væri ég (fékk skilaboð og hringingar, en allt fallegt btw) ....hvernig var sú tilfinning? ÖMURLEG! Ég lá upp í sófa eins og hrísla og las þetta alltaf aftur og aftur, 600 MANNS! Sprittaði ég mig: JÁ. Var ég alltaf að huga að smitvörnum? JÁ. Fór ég yfir smitvarnir með börnunum mínum? JÁ,sirka trilljón sinnum. En samt náði þessi veira okkur.“ Greint var frá því um helgina að á sjötta hundrað nemenda auk kennara við Sunnulækjarskóla væru komin í sóttkví. Til stendur skimun á öllum í skólanum að því er fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi í vikunni. 36 eru í einangrun á Suðurlandi sem stendur og 714 í sóttkví. Langstærstur hluti þeirra sem eru í sóttkví tengjast Sunnulækjarskóla. Auður Tinna segir viðbrögð bæjarbúa á Selfossi hafa veitt mæðgunum styrk. Það sem hefur hjálpað mér hingað til er öll væntumþykkjan og hugulsemin sem ég hef mætt hjá mínu nánasta en líka annar staðar óvænt frá og fyrir það er ég eeendlaust þakklát, bara vá segir Auður Tinna. Alls ekki bara einhver leiðinleg flensa „Ég hélt þar sem ég setti nánast heilt bæjarfélag á hliðina yrði ég ekkert sú vinsælasta sko en ég hef engu mætt hingað til nema samkennd og umhyggju, við vorum á 2 degi í einangrun þegar eigandi ísbúð Huppu hringdi og vildi gefa mér og stelpunum ís fyrir utan tröppurnar, hversu fallegt og yndislegt samfélag sem ég bý í hér á Selfossi.“ Mæðgurnar fengu ís í gjöf og heimsendingu frá Huppu, ísbúð á Selfossi.Huppa Hún fái margar hringingar á hverjum degi og skilaboð. „Þið vitið hver þið eruð og ég er svo þakklát, þetta hjálpar og styður meir við mann en ykkur grunar...svo ég þakka ég fyrir á hverjum degi að fólkið mitt er einkennalaust ennþá og ég er líka þakklát fyrir að stelpurnar mínar eru nánast einkennalausar þrátt fyrir að hafa veiruna.“ Auður Tinna er 33 ára, við góða heilsu og frekar fínu formi að eigin sögn. Þegar hún hreyfi sig sé eins og hún hafi skellt sér á hlaupabrettið í hálftíma. Hún þakkar fyrir frábært utanumhald hjá Covid-göngudeildinni og heimilislækninum sínum. Hún gerir sér grein fyrir að hún gæti verið veik í lengri tíma. Varar fólk við að hlusta á Trump „Þannig að fyrir ykkur sem haldið að þetta sé bara leiðinleg flensa þá er þetta ekki alveg svo auðvelt,“ segir Auður Tinna. Hún biður fólk um að gera ekki lítið úr veirunni og hlusta ekki um þvæluna í Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þess efnis að ekkert sé að óttast. „Þetta eru mjög óþægileg veikindi og þar á auki eru eftirköst þessarar veiru ekki enn þekkt.“ Hún sendir styrk og baráttukveðjur til annarra sem glími við Covid-19. Þá hvetur hún fólk í sóttkví til að taka jólaþrifin snemma, taka til í skápunum eða leggjast í hámhorf í sjónvarpinu. Ef þú ert í rólegheitum og vantar eitthvað að gera þætti mér pínku vænt um að þú lesir þetta við tækifæri,þetta er samt...Posted by Auður Tinna Hlynsdóttir on Tuesday, October 6, 2020 Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina. Þannig kemst Auður að orði í færslu á Facebook en hún liggur nú inni á Landspítalanum, á leið lungnasneiðmyndatöku vegna bólgueinkenna. Hún segist hafa legið eins og skata undanfarna sex daga í veikindum sínum. „Ég var lögð inn í gærkvöldi með mikla mæði og andþyngsli, er núna með vökva í æð og er að bíða eftir sneiðmyndatöku fyrir lungun. Ég fékk veirulyf í gærkvöldi þvi blóðprufur sýndu bólgur í líkama,“ segir Auður Tinna í samtali við Vísi. Hún er ein átján einstaklinga sem liggja inni á Landspítalanum þesa stundina. Átjánd eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Fjórir eru á gjörgæslu og þrír í öndunarvél síðast þegar fréttist.Vísir/Vilhelm Auður rifjar í Facebook-færslu upp að hún hafi farið í sóttkví á fimmtudagskvöld með dætrum sínum tveimur sem eru í 1. og 4. bekk í Sunnulækjarskóla. Aðeins nokkrir klukkutímar hafi liðið þangað til hún fór að finna til einkenna og svo í framhaldi hafi hún verið orðin fárveik. Fór hún því í skimun. Ömurleg tilfinning „Það eitt að smitast er skellur... en að vera fárveikur og lesa á fréttamiðlum og vera meðvituð að ÉG og stelpurnar mínar komu 600 MANNS í sóttkví og næstum heilt bæjarfélag fer á hliðina og ég var fljótlega mjög meðvituð um að fólk vissi að þetta væri ég (fékk skilaboð og hringingar, en allt fallegt btw) ....hvernig var sú tilfinning? ÖMURLEG! Ég lá upp í sófa eins og hrísla og las þetta alltaf aftur og aftur, 600 MANNS! Sprittaði ég mig: JÁ. Var ég alltaf að huga að smitvörnum? JÁ. Fór ég yfir smitvarnir með börnunum mínum? JÁ,sirka trilljón sinnum. En samt náði þessi veira okkur.“ Greint var frá því um helgina að á sjötta hundrað nemenda auk kennara við Sunnulækjarskóla væru komin í sóttkví. Til stendur skimun á öllum í skólanum að því er fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi í vikunni. 36 eru í einangrun á Suðurlandi sem stendur og 714 í sóttkví. Langstærstur hluti þeirra sem eru í sóttkví tengjast Sunnulækjarskóla. Auður Tinna segir viðbrögð bæjarbúa á Selfossi hafa veitt mæðgunum styrk. Það sem hefur hjálpað mér hingað til er öll væntumþykkjan og hugulsemin sem ég hef mætt hjá mínu nánasta en líka annar staðar óvænt frá og fyrir það er ég eeendlaust þakklát, bara vá segir Auður Tinna. Alls ekki bara einhver leiðinleg flensa „Ég hélt þar sem ég setti nánast heilt bæjarfélag á hliðina yrði ég ekkert sú vinsælasta sko en ég hef engu mætt hingað til nema samkennd og umhyggju, við vorum á 2 degi í einangrun þegar eigandi ísbúð Huppu hringdi og vildi gefa mér og stelpunum ís fyrir utan tröppurnar, hversu fallegt og yndislegt samfélag sem ég bý í hér á Selfossi.“ Mæðgurnar fengu ís í gjöf og heimsendingu frá Huppu, ísbúð á Selfossi.Huppa Hún fái margar hringingar á hverjum degi og skilaboð. „Þið vitið hver þið eruð og ég er svo þakklát, þetta hjálpar og styður meir við mann en ykkur grunar...svo ég þakka ég fyrir á hverjum degi að fólkið mitt er einkennalaust ennþá og ég er líka þakklát fyrir að stelpurnar mínar eru nánast einkennalausar þrátt fyrir að hafa veiruna.“ Auður Tinna er 33 ára, við góða heilsu og frekar fínu formi að eigin sögn. Þegar hún hreyfi sig sé eins og hún hafi skellt sér á hlaupabrettið í hálftíma. Hún þakkar fyrir frábært utanumhald hjá Covid-göngudeildinni og heimilislækninum sínum. Hún gerir sér grein fyrir að hún gæti verið veik í lengri tíma. Varar fólk við að hlusta á Trump „Þannig að fyrir ykkur sem haldið að þetta sé bara leiðinleg flensa þá er þetta ekki alveg svo auðvelt,“ segir Auður Tinna. Hún biður fólk um að gera ekki lítið úr veirunni og hlusta ekki um þvæluna í Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þess efnis að ekkert sé að óttast. „Þetta eru mjög óþægileg veikindi og þar á auki eru eftirköst þessarar veiru ekki enn þekkt.“ Hún sendir styrk og baráttukveðjur til annarra sem glími við Covid-19. Þá hvetur hún fólk í sóttkví til að taka jólaþrifin snemma, taka til í skápunum eða leggjast í hámhorf í sjónvarpinu. Ef þú ert í rólegheitum og vantar eitthvað að gera þætti mér pínku vænt um að þú lesir þetta við tækifæri,þetta er samt...Posted by Auður Tinna Hlynsdóttir on Tuesday, October 6, 2020
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira