Hertar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Umræða hefur skapast um íþróttaiðkun en sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að ný reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna og íþróttir utandyra.
Við ræðum við Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu hálf sjö.
Í fréttatímanum fjöllum við einnig um óánægjuraddir sem heyrst hafa vegna orða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um bændur og þá verður rætt við konu sem telur Krabbameinsfélagið hafa brugðist. Hún greindist ung að aldri með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn.
Þá fáum við að sjá myndbönd nemendahóps við Sunnulækjarskóla á Selfossi sem reyna að drepa tímann í sóttkví.
Þetta og fleira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunni og Vísi.