Töldu mikilvægt að banna ekki alla heilsurækt og hreyfingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 18:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis í gær - að mestu leyti. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við fréttastofu í dag, inntur eftir því hvers vegna væri ekki hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. Heilbrigðisráðuneytið tekur fram í tilkynningu sinni sem send var út seint á sjötta tímanum að mikilvægt sé að höfuðborgarbúar sýni ábyrgð. Í því felist ekki einungis að „fylgja boðum og bönnum sem birtast í reglugerðum heilbrigðisráðherra um smitvarnir“, heldur að haga sér einnig „á ábyrgan hátt í samræmi við tilgang þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til.“ Þannig sé „mælst til þess“ að öllu keppnisstarfi í íþróttum verði frestað um tvær vikur, líkt og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í ljósi þess að smithætta við íþróttaiðkun innanhús sé talin meiri en utandyra hafi jafnframt verið ákveðið að haga banninu á þann hátt sem gert er í reglugerðinni. Þá er bent á að íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Ráðuneytið hafi talið mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra ræddi málið við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ráðuneytið og sóttvarnalæknir hefðu komist að niðurstöðu um reglugerðina í sátt og samlyndi. Þá hvatti hann landsmenn til að viðhafa smitvarnir eftir fremsta megni - meiri varnir frekar en minni í hvívetna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst ríkislögreglustjóri einnig birta almenn tilmæli til fólks á höfuðborgarsvæðinu sem ætlað er að styðja við hertar sóttvarnaráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu. „Tilmælin lúta að því að fólk haldi sig sem mest heima, veri ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur, geri hlé á hvers kyns íþrótta-, og tómstundastarfi og störfum útivistarhópa og fresti öllum viðburðum næstu tvær vikurnar, svo eitthvað sé talið. Ráðuneytið hvetur almenning til að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eins og frekast er kostur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við fréttastofu í dag, inntur eftir því hvers vegna væri ekki hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. Heilbrigðisráðuneytið tekur fram í tilkynningu sinni sem send var út seint á sjötta tímanum að mikilvægt sé að höfuðborgarbúar sýni ábyrgð. Í því felist ekki einungis að „fylgja boðum og bönnum sem birtast í reglugerðum heilbrigðisráðherra um smitvarnir“, heldur að haga sér einnig „á ábyrgan hátt í samræmi við tilgang þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til.“ Þannig sé „mælst til þess“ að öllu keppnisstarfi í íþróttum verði frestað um tvær vikur, líkt og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í ljósi þess að smithætta við íþróttaiðkun innanhús sé talin meiri en utandyra hafi jafnframt verið ákveðið að haga banninu á þann hátt sem gert er í reglugerðinni. Þá er bent á að íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Ráðuneytið hafi talið mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra ræddi málið við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ráðuneytið og sóttvarnalæknir hefðu komist að niðurstöðu um reglugerðina í sátt og samlyndi. Þá hvatti hann landsmenn til að viðhafa smitvarnir eftir fremsta megni - meiri varnir frekar en minni í hvívetna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst ríkislögreglustjóri einnig birta almenn tilmæli til fólks á höfuðborgarsvæðinu sem ætlað er að styðja við hertar sóttvarnaráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu. „Tilmælin lúta að því að fólk haldi sig sem mest heima, veri ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur, geri hlé á hvers kyns íþrótta-, og tómstundastarfi og störfum útivistarhópa og fresti öllum viðburðum næstu tvær vikurnar, svo eitthvað sé talið. Ráðuneytið hvetur almenning til að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eins og frekast er kostur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira