Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 13:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. Það sé mikilvægara en að hugsa stöðugt um hvaða athafnir séu leyfðar og hverjar ekki leyfðar samkvæmt reglugerðum. Fjöldi smita hefur vaxið undanfarna daga en í gær greindust níutíu og fjórir með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 4.345 í sóttkví og fjölgar um þrjú hundruð á milli daga. Þá eru 846 á landinu öllu í einangrun með veiruna. Á daglegum upplýsingafundi sagði Þórólfur þetta vera áhyggjuefni. Sambærilegar eða hærri tölur næstu daga myndu skila sér í fleiri innlögnum á spítala, sem gæti leitt til þess að álag á spítölum gæti aukist mjög. Á fundinum fór Þórólfur því yfir nokkur grunnatriði sem hann sagði alla landsmenn þurfa að hafa í huga. „Við þurfum enn og aftur að minnast á það og ítreka það hvernig þessi veira smitast á milli. Það er það sem allir þurfa að hugsa um og hafa í huga. Veiran hún smitast á milli einstaklinga með dropasmiti, snertismiti eða úðasmiti,“ sagði Þórólfur áður en hann útskýrði hverja og eina smitleið, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Til þess að forðast dropasmit þurfum við að forðast nánd við aðra, sérstaklega veika einstaklinga, sem mest. Þá þurfum við að hafa í huga þessa nándarreglu, einn til tveir metrar. Hér geta andlitsgrímur hjálpað í ákveðnum aðstæðum eins og við höfum talað um. Einnig þurfa ákveðnir aðilar að hafa í huga hvernig þeir hnerra og hvernig þeir hósta til að vernda aðra aðila sem mest. Snertismit, það þarf að muna að þvo og spritta hendur, hreinsa sameiginlega snertifleti og í vissum aðstæðum að nota hanska. Nú úðasmit, að forðast illa loftræsta staði og nota grímur eins og við höfum talað um áður.“ Þarf ekki marga til að koma af stað faraldri Mikilvægt væri að hafa þessi atriði í huga, í stað þess að hugsa stöðugt um hvað mætti og hvað mætti ekki. Þetta segði hann þar sem nokkuð hafi borið á því einstaklingar hafi verið að leita sér leiða til að komast hjá því að taka þátt í ýmsum aðgerðum. Yfirvöldum hafi til að mynda borist til eyrna að verið væri að færa líkamsrækt innan úr húsum og út til þess að fara eftir reglugerð um sóttvarnir. Einnig hafi einhverjir verið að skilgreina sína starfsemi á annan hátt þannig að reglugerðin nái ekki yfir það. „Þetta er mjög leitt að heyra og þetta mun ekki hjálpa okkur í baráttunni gegn veirunni. Ég bið alla um að hafa þessi grunnprinnsupp í heðri og hafa þau í huga þannig að við getum lágmarkað alla smithættu á milli einstaklinga.“ Ítrekaði Þórólfur þó að flestir færu eftir þessum grunnatriðum sem hann nefndi. „Það getur verið nóg að það séu fáir sem eru að gera það ekki og þá getum við sett af stað faraldur. Ég vil þakka þeim sérstaklega sem hafa farið eftir þessum grunnprinnsippum skýrt og skilmerkilega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. Það sé mikilvægara en að hugsa stöðugt um hvaða athafnir séu leyfðar og hverjar ekki leyfðar samkvæmt reglugerðum. Fjöldi smita hefur vaxið undanfarna daga en í gær greindust níutíu og fjórir með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 4.345 í sóttkví og fjölgar um þrjú hundruð á milli daga. Þá eru 846 á landinu öllu í einangrun með veiruna. Á daglegum upplýsingafundi sagði Þórólfur þetta vera áhyggjuefni. Sambærilegar eða hærri tölur næstu daga myndu skila sér í fleiri innlögnum á spítala, sem gæti leitt til þess að álag á spítölum gæti aukist mjög. Á fundinum fór Þórólfur því yfir nokkur grunnatriði sem hann sagði alla landsmenn þurfa að hafa í huga. „Við þurfum enn og aftur að minnast á það og ítreka það hvernig þessi veira smitast á milli. Það er það sem allir þurfa að hugsa um og hafa í huga. Veiran hún smitast á milli einstaklinga með dropasmiti, snertismiti eða úðasmiti,“ sagði Þórólfur áður en hann útskýrði hverja og eina smitleið, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Til þess að forðast dropasmit þurfum við að forðast nánd við aðra, sérstaklega veika einstaklinga, sem mest. Þá þurfum við að hafa í huga þessa nándarreglu, einn til tveir metrar. Hér geta andlitsgrímur hjálpað í ákveðnum aðstæðum eins og við höfum talað um. Einnig þurfa ákveðnir aðilar að hafa í huga hvernig þeir hnerra og hvernig þeir hósta til að vernda aðra aðila sem mest. Snertismit, það þarf að muna að þvo og spritta hendur, hreinsa sameiginlega snertifleti og í vissum aðstæðum að nota hanska. Nú úðasmit, að forðast illa loftræsta staði og nota grímur eins og við höfum talað um áður.“ Þarf ekki marga til að koma af stað faraldri Mikilvægt væri að hafa þessi atriði í huga, í stað þess að hugsa stöðugt um hvað mætti og hvað mætti ekki. Þetta segði hann þar sem nokkuð hafi borið á því einstaklingar hafi verið að leita sér leiða til að komast hjá því að taka þátt í ýmsum aðgerðum. Yfirvöldum hafi til að mynda borist til eyrna að verið væri að færa líkamsrækt innan úr húsum og út til þess að fara eftir reglugerð um sóttvarnir. Einnig hafi einhverjir verið að skilgreina sína starfsemi á annan hátt þannig að reglugerðin nái ekki yfir það. „Þetta er mjög leitt að heyra og þetta mun ekki hjálpa okkur í baráttunni gegn veirunni. Ég bið alla um að hafa þessi grunnprinnsupp í heðri og hafa þau í huga þannig að við getum lágmarkað alla smithættu á milli einstaklinga.“ Ítrekaði Þórólfur þó að flestir færu eftir þessum grunnatriðum sem hann nefndi. „Það getur verið nóg að það séu fáir sem eru að gera það ekki og þá getum við sett af stað faraldur. Ég vil þakka þeim sérstaklega sem hafa farið eftir þessum grunnprinnsippum skýrt og skilmerkilega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42
Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48