Aðgerðir verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2020 21:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að aðgerðir vegna kórónuveirunnar verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítala með Covid-19. 94 kórónuveirusmit greindust í gær og þar af voru 54 ekki í sóttkví. Átta smit greindust við landamæraskimun. Um 850 eru í einangrun, 4345 í sóttkví og fjölgar um 300 milli daga. Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítala í öndunarvél. Einn útskrifaðist þaðan í gær. Síðustu daga hafa um sex sjúklingar lagst daglega inn á Landspítala og búist er við fjölgun á næstunni. „Það er alveg ljóst að með því að snúa öllu við er hægt að gera mjög margt og okkar geta er langt umfram þær spár sem við horfum nú á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Það þurfi hins vegar að tryggja nægt starfsfólk og því sé verið að leita til bakvarðasveitarinnar. Páll segir að færri hafi lagst inn á gjörgæslu en í fyrstu bylgju. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé afleiðing af því að við erum að grípa fyrr inn í og höfum ákveðin lyf og meðferðir sem við höfðum ekki í fyrstu bylgju,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi á landinu dugi ekki til að hægja á útbreiðslunni þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ef veiran fer meira á flug þá fáum við fleiri veika einstaklinga. Það er það sem ég held að allir vilji reyna að koma í veg fyrir. Auðvitað eru menn að reyna að gera það á eins mildan hátt [og hægt er], og við höfum verið að reyna að gæta meðalhófs í því. En á endanum, ef hlutir duga ekki, þá þurfum við að grípa til harðari aðgerða.“ Tuttugu manna samkomubann er í gildi á öllu landinu um þessar mundir. Í gær tóku svo í gildi hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar nýsmitaðra undanfarna daga. Aðgerðirnar fela m.a. í sér tveggja metra fjarlægðarmörk, styttri opnunartíma veitingastaða og stöðvun á ýmissi starfsemi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að aðgerðir vegna kórónuveirunnar verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítala með Covid-19. 94 kórónuveirusmit greindust í gær og þar af voru 54 ekki í sóttkví. Átta smit greindust við landamæraskimun. Um 850 eru í einangrun, 4345 í sóttkví og fjölgar um 300 milli daga. Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítala í öndunarvél. Einn útskrifaðist þaðan í gær. Síðustu daga hafa um sex sjúklingar lagst daglega inn á Landspítala og búist er við fjölgun á næstunni. „Það er alveg ljóst að með því að snúa öllu við er hægt að gera mjög margt og okkar geta er langt umfram þær spár sem við horfum nú á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Það þurfi hins vegar að tryggja nægt starfsfólk og því sé verið að leita til bakvarðasveitarinnar. Páll segir að færri hafi lagst inn á gjörgæslu en í fyrstu bylgju. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé afleiðing af því að við erum að grípa fyrr inn í og höfum ákveðin lyf og meðferðir sem við höfðum ekki í fyrstu bylgju,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi á landinu dugi ekki til að hægja á útbreiðslunni þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ef veiran fer meira á flug þá fáum við fleiri veika einstaklinga. Það er það sem ég held að allir vilji reyna að koma í veg fyrir. Auðvitað eru menn að reyna að gera það á eins mildan hátt [og hægt er], og við höfum verið að reyna að gæta meðalhófs í því. En á endanum, ef hlutir duga ekki, þá þurfum við að grípa til harðari aðgerða.“ Tuttugu manna samkomubann er í gildi á öllu landinu um þessar mundir. Í gær tóku svo í gildi hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar nýsmitaðra undanfarna daga. Aðgerðirnar fela m.a. í sér tveggja metra fjarlægðarmörk, styttri opnunartíma veitingastaða og stöðvun á ýmissi starfsemi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38
Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36
Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33