24 inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 09:24 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm 24 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Frá mánudegi til miðvikudags í þessari viku greindust tæplega 300 manns með kórónuveiruna hér á landi, mikill meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það gera tæplega 100 tilfelli á dag og í gær, fimmtudag, er búist við að svipaður fjöldi hafi greinst að því er fram kom í viðtali við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Már segir við Vísi að spítalinn undirbúi sig nú fyrir að fleiri sjúklingar muni leggjast inn vegna Covid-19. „Það sem er að gerast í dag verður viðfangsefni hjá okkur eftir viku, tíu daga. Það hefur lítið breyst núna hjá okkur og við erum núna á þessum tíma að reyna að undirbúa það að við munum fá fleiri. Okkar plön ganga út á það að við þurfum að taka við fleirum en 24 eins og við erum með í dag,“ segir Már. Framhaldið á spítalanum ráðist af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu, um 100 manns á dag. „Við búumst við að þetta verði viðfangsefni næstu vikna, næstu fjórar, fimm, sex vikur. En svo ræðst framhaldið af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu. Nú var gripið til þessara hörðu aðgerða í byrjun vikunnar og ég held að það verði ekki fyrr en um miðja næstu viku sem það ætti að fara að sljákka í þessu á grundvelli þeirra ráðstafana sem gripið var til,“ segir Már. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
24 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Frá mánudegi til miðvikudags í þessari viku greindust tæplega 300 manns með kórónuveiruna hér á landi, mikill meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það gera tæplega 100 tilfelli á dag og í gær, fimmtudag, er búist við að svipaður fjöldi hafi greinst að því er fram kom í viðtali við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Már segir við Vísi að spítalinn undirbúi sig nú fyrir að fleiri sjúklingar muni leggjast inn vegna Covid-19. „Það sem er að gerast í dag verður viðfangsefni hjá okkur eftir viku, tíu daga. Það hefur lítið breyst núna hjá okkur og við erum núna á þessum tíma að reyna að undirbúa það að við munum fá fleiri. Okkar plön ganga út á það að við þurfum að taka við fleirum en 24 eins og við erum með í dag,“ segir Már. Framhaldið á spítalanum ráðist af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu, um 100 manns á dag. „Við búumst við að þetta verði viðfangsefni næstu vikna, næstu fjórar, fimm, sex vikur. En svo ræðst framhaldið af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu. Nú var gripið til þessara hörðu aðgerða í byrjun vikunnar og ég held að það verði ekki fyrr en um miðja næstu viku sem það ætti að fara að sljákka í þessu á grundvelli þeirra ráðstafana sem gripið var til,“ segir Már. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira