97 greindust smitaðir innanlands í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 10:41 Langar raðir mynduðust í skimun fyrir Kórónuveirunni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær. Vísir/Vilhelm 97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 54 voru í sóttkví við sýnatöku sem er rúmlega helmingur. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Mikill fjöldi sýna var tekinn í gær, sá mesti í tæpar þrjár vikur. Fjöldi nýrra smitaðra er í takti við tölurnar undanfarna daga. Þórólfur segist eiga von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Hann segist vona að veiran fari ekki á flug. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.vísir/Vilhelm Fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á Vísi í morgun, að 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þá eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Þórólfur á von á því að fleiri þurfi að leggjast inn á næstu dögum. „Mjög margir eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn.“ Þórólfur segir erfitt að nefna einhverja tölu varðandi fjölda í því samhengi. Þó megi taka mið af því að um fjögur þúsund manns séu í sóttkví. „Fimm prósent af þeim verða sennilegast veikir og hluti af þeim leggjast inn. Við munum sjá aukinn fjölda sem þarf innlagnir og eftirlit á spítalanum.“ Þurfum fyrst að sjá árangurinn af núverandi aðgerðum Þórólfur segist ekki vera að velta fyrir sér hertum aðgerðum sem stendur. Tveggja metra regla er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, íþróttastarf hefur verið blásið af á höfuðborgarsvæðinu út næstu viku og tuttugu manna samkomubann er í gildi á landinu öllu. „Ég held að við þurfum fyrst að sjá hvernig þetta verður á næstu vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að áhrif aðgerðanna muni ekki skila sér fyrr en á næstu vikum.vísir/Vilhelm Það kunni vel að vera að árangurinn af aðgerðum nú, þar sem miðað er við aðgerðir sem gripið var til í vor, verði öðruvísi. Taki lengri tíma. „Við vitum það ekki. Ég vona sannarlega að það þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða.“ Þær yrðu þá frekari fjöldatakmarkanir og lokanir. Það sé ekki það margt sem hægt sé að grípa til. „Það skiptir öllu máli hvernig einstaklingar breðgast við tilmælum. Það mun fyrst og fremst skila árangri,“ segir Þórólfur. Fólk hópist ekki saman og gæti að tveggja metra reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnist heilt yfir landsmenn fylgja tilmælum. „Auðvitað hef ég ekki fullkomlega mynd á því í raun og veru. En það þarf ekki mikið til ef nokkrir einstaklingar gá ekki að sjá í stutta stund. Þá getur ýmislegt gerst.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 54 voru í sóttkví við sýnatöku sem er rúmlega helmingur. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Mikill fjöldi sýna var tekinn í gær, sá mesti í tæpar þrjár vikur. Fjöldi nýrra smitaðra er í takti við tölurnar undanfarna daga. Þórólfur segist eiga von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Hann segist vona að veiran fari ekki á flug. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.vísir/Vilhelm Fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á Vísi í morgun, að 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þá eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Þórólfur á von á því að fleiri þurfi að leggjast inn á næstu dögum. „Mjög margir eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn.“ Þórólfur segir erfitt að nefna einhverja tölu varðandi fjölda í því samhengi. Þó megi taka mið af því að um fjögur þúsund manns séu í sóttkví. „Fimm prósent af þeim verða sennilegast veikir og hluti af þeim leggjast inn. Við munum sjá aukinn fjölda sem þarf innlagnir og eftirlit á spítalanum.“ Þurfum fyrst að sjá árangurinn af núverandi aðgerðum Þórólfur segist ekki vera að velta fyrir sér hertum aðgerðum sem stendur. Tveggja metra regla er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, íþróttastarf hefur verið blásið af á höfuðborgarsvæðinu út næstu viku og tuttugu manna samkomubann er í gildi á landinu öllu. „Ég held að við þurfum fyrst að sjá hvernig þetta verður á næstu vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að áhrif aðgerðanna muni ekki skila sér fyrr en á næstu vikum.vísir/Vilhelm Það kunni vel að vera að árangurinn af aðgerðum nú, þar sem miðað er við aðgerðir sem gripið var til í vor, verði öðruvísi. Taki lengri tíma. „Við vitum það ekki. Ég vona sannarlega að það þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða.“ Þær yrðu þá frekari fjöldatakmarkanir og lokanir. Það sé ekki það margt sem hægt sé að grípa til. „Það skiptir öllu máli hvernig einstaklingar breðgast við tilmælum. Það mun fyrst og fremst skila árangri,“ segir Þórólfur. Fólk hópist ekki saman og gæti að tveggja metra reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnist heilt yfir landsmenn fylgja tilmælum. „Auðvitað hef ég ekki fullkomlega mynd á því í raun og veru. En það þarf ekki mikið til ef nokkrir einstaklingar gá ekki að sjá í stutta stund. Þá getur ýmislegt gerst.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira