Daði býst við því að heyra í RÚV á næstu dögum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2020 15:41 Daði Freyr var talinn mjög sigurstranglegur í Eurovision fyrr á þessu ári. RÚV Daði Freyr virðist vera klár í slaginn að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam næsta vor. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að koma fram í Rotterdam síðasta vor en Eurovision-keppninni var aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Laginu Think About Things var spáð virkilega góðu gengi samkvæmt veðbönkum og talið eitt sigurstranglegasta lagið. Á næsta ári má aftur á móti ekki mæta til leiks með sama lag. Daði ræddi málið við þýska blaðið Berliner Zeitung og hefur bloggsíðan virta WIWI-bloggs gert sér mat úr viðtalinu. „Eini möguleikinn á því að við tökum þátt í keppninni er að RÚV sendi okkur beint í lokakeppnina. Mig langar að taka þátt en það er bara svo mikil vinna að taka þátt í forkeppninni á Íslandi og mér finnst skrýtið að þurfa fara í gegnum það ferli allt saman aftur,“ segir Daði Freyr við miðilinn þýska. „Ef við fáum að fara beint í Eurovision getum við einbeitt okkur alfarið að því, í stað þess að einbeita okkur að tveimur mismunandi keppnum.“ Daði segist nú þegar vera kominn með hugmynd fyrir atriði Íslands í Eurovision sem gæti skilað þjóðinni langt í keppninni. „Ég mun reyna að vinna þessa keppni og þá verð ég að semja lag sem hefur góða möguleika. Ef við getum farið saman nokkrir vinir í lokakeppnina og komið til baka með bikar þá væri það góða saga,“ segir Daði og bætir við að hann búist við að heyra frá RÚV á allra næstu dögum. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Daði Freyr virðist vera klár í slaginn að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam næsta vor. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að koma fram í Rotterdam síðasta vor en Eurovision-keppninni var aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Laginu Think About Things var spáð virkilega góðu gengi samkvæmt veðbönkum og talið eitt sigurstranglegasta lagið. Á næsta ári má aftur á móti ekki mæta til leiks með sama lag. Daði ræddi málið við þýska blaðið Berliner Zeitung og hefur bloggsíðan virta WIWI-bloggs gert sér mat úr viðtalinu. „Eini möguleikinn á því að við tökum þátt í keppninni er að RÚV sendi okkur beint í lokakeppnina. Mig langar að taka þátt en það er bara svo mikil vinna að taka þátt í forkeppninni á Íslandi og mér finnst skrýtið að þurfa fara í gegnum það ferli allt saman aftur,“ segir Daði Freyr við miðilinn þýska. „Ef við fáum að fara beint í Eurovision getum við einbeitt okkur alfarið að því, í stað þess að einbeita okkur að tveimur mismunandi keppnum.“ Daði segist nú þegar vera kominn með hugmynd fyrir atriði Íslands í Eurovision sem gæti skilað þjóðinni langt í keppninni. „Ég mun reyna að vinna þessa keppni og þá verð ég að semja lag sem hefur góða möguleika. Ef við getum farið saman nokkrir vinir í lokakeppnina og komið til baka með bikar þá væri það góða saga,“ segir Daði og bætir við að hann búist við að heyra frá RÚV á allra næstu dögum.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira