Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2020 12:38 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga að hluta skýra þennan mikla fjölda sjúkraflutninga. Vísir/Vilhelm Síðasta sólarhring var áttatíu og ein boðun í sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Var dagurinn nokkuð rólegri en dagana þar á undan þar sem met voru slegin þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga, fyrst 148 á fimmtudag og 160 á föstudag. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga skýra þennan mikla fjölda að hluta. Síðustu dagar hafi verið mjög þungir og að reynt hafi á mannskapinn. Það hafi þó hjálpað til að slökkvilið hafi misst fáa niður í einangrun og fáa í sóttkví. Það skýrist að hluta til af heppni en einnig að starfsmenn hafi farið varlega. „Það eru náttúrulega allir slegnir yfir því að þurfa að glíma við þetta aftur frá í vor. Menn eru mjög einbeittir í að klára þetta og takast á við þetta. Við höfum verið að vinna í því að fjölga bílum hjá okkur og fjölga mannskap. Kíkja á bakvarðasveitina hjá okkur. Við höfum verið að hringja í mannskap og það eru allir reiðubúnir að koma um leið og kallið kemur.“ Jón Viðar leggur áherslu á að þrátt fyrir að álag sé á slökkvilið þá eigi fólk ekki að hætta við að hringja eftir sjúkrabíl ef þörf krefur. „Það er enginn að trufla þó það hringi eftir sjúkraflutning. Sama og landlæknir hefur verið að predika að það þarf að sinna öllum. Covidið er til viðbótar en það þarf að sinna öllu og fólk má ekki hætta við að leita sér aðstoðar,“ segir Jón Viðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Síðasta sólarhring var áttatíu og ein boðun í sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Var dagurinn nokkuð rólegri en dagana þar á undan þar sem met voru slegin þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga, fyrst 148 á fimmtudag og 160 á föstudag. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga skýra þennan mikla fjölda að hluta. Síðustu dagar hafi verið mjög þungir og að reynt hafi á mannskapinn. Það hafi þó hjálpað til að slökkvilið hafi misst fáa niður í einangrun og fáa í sóttkví. Það skýrist að hluta til af heppni en einnig að starfsmenn hafi farið varlega. „Það eru náttúrulega allir slegnir yfir því að þurfa að glíma við þetta aftur frá í vor. Menn eru mjög einbeittir í að klára þetta og takast á við þetta. Við höfum verið að vinna í því að fjölga bílum hjá okkur og fjölga mannskap. Kíkja á bakvarðasveitina hjá okkur. Við höfum verið að hringja í mannskap og það eru allir reiðubúnir að koma um leið og kallið kemur.“ Jón Viðar leggur áherslu á að þrátt fyrir að álag sé á slökkvilið þá eigi fólk ekki að hætta við að hringja eftir sjúkrabíl ef þörf krefur. „Það er enginn að trufla þó það hringi eftir sjúkraflutning. Sama og landlæknir hefur verið að predika að það þarf að sinna öllum. Covidið er til viðbótar en það þarf að sinna öllu og fólk má ekki hætta við að leita sér aðstoðar,“ segir Jón Viðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira