Blaðamenn sækja upplýsingafundi almannavara rafrænt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 15:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Frá og með morgundeginum munu blaðamenn vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna í gegn um fjarfundabúnað. Þetta er gert, að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna, til að sýna almenningi fordæmi með því að safna ekki saman stórum hópi manna. „Ákvörðunin er tekin á grundvelli þess að við þurfum eðlilega að fylgja þeim leiðbeiningum og tilmælum sem við höfum sjálf sett fram. Og við verðum að gæta okkur á því að vera ekki að stefna saman hópi fólks á einn stað þar sem hætta er á að smit geti dreifst,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Upplýsingamiðlun mikilvægur liður Hingað til hafa 3-4 blaðamenn mætt á fund almannavarna í húsakynnum Embættis landlæknis í Katrínartúni. Það er nú liðin tíð. Blaðamönnum mun berast rafrænt fundarboð og mun þeim gefast kostur á að spyrja þá sem sitja fyrir svörum spurninga. „Upplýsingamiðlunin er mikilvægur liður í því sem við erum að gera og við verðum að geta uppfyllt upplýsingaskylduna með því að bjóða blaðamönnunum á rafrænan fund,“ segir Jóhann. Jóhann segir fyrirkomulag fundanna verða með sama sniði. Þau sem mæta í panel verða með stóran skjá fyrir framan sig þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja spurninga. Þá verða fundirnir eins og áður um hálftíma langir. Margir útsettir ef smit kemur upp Þá hefur verið tekin ákvörðun að aðskilja alla sem koma að fundinum, tæknimenn verða í einu herbergi og túlkurinn í öðru. „Myndavélunum verður fjarstýrt þannig að tæknifólkið okkar situr í einu herbergi og túlkurinn verður í öðru herbergi,“ segir Jóhann. „Þetta er líka gert á grundvelli þess að þetta fólk sem hefur sótt upplýsingafundi ásamt því sem hefur verið í panel er að eyða löngum tíma saman, þetta er rúmur hálftími sem fólk er saman sem eykur auðvitað hættuna á því að það verði smitað. Ef það smitast einhver í hópnum eru svo margir útsettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Frá og með morgundeginum munu blaðamenn vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna í gegn um fjarfundabúnað. Þetta er gert, að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna, til að sýna almenningi fordæmi með því að safna ekki saman stórum hópi manna. „Ákvörðunin er tekin á grundvelli þess að við þurfum eðlilega að fylgja þeim leiðbeiningum og tilmælum sem við höfum sjálf sett fram. Og við verðum að gæta okkur á því að vera ekki að stefna saman hópi fólks á einn stað þar sem hætta er á að smit geti dreifst,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Upplýsingamiðlun mikilvægur liður Hingað til hafa 3-4 blaðamenn mætt á fund almannavarna í húsakynnum Embættis landlæknis í Katrínartúni. Það er nú liðin tíð. Blaðamönnum mun berast rafrænt fundarboð og mun þeim gefast kostur á að spyrja þá sem sitja fyrir svörum spurninga. „Upplýsingamiðlunin er mikilvægur liður í því sem við erum að gera og við verðum að geta uppfyllt upplýsingaskylduna með því að bjóða blaðamönnunum á rafrænan fund,“ segir Jóhann. Jóhann segir fyrirkomulag fundanna verða með sama sniði. Þau sem mæta í panel verða með stóran skjá fyrir framan sig þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja spurninga. Þá verða fundirnir eins og áður um hálftíma langir. Margir útsettir ef smit kemur upp Þá hefur verið tekin ákvörðun að aðskilja alla sem koma að fundinum, tæknimenn verða í einu herbergi og túlkurinn í öðru. „Myndavélunum verður fjarstýrt þannig að tæknifólkið okkar situr í einu herbergi og túlkurinn verður í öðru herbergi,“ segir Jóhann. „Þetta er líka gert á grundvelli þess að þetta fólk sem hefur sótt upplýsingafundi ásamt því sem hefur verið í panel er að eyða löngum tíma saman, þetta er rúmur hálftími sem fólk er saman sem eykur auðvitað hættuna á því að það verði smitað. Ef það smitast einhver í hópnum eru svo margir útsettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48