Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. október 2020 07:00 Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda umboðsins, afhenti Þorsteini Guðjónssyni fyrsta Honda e bílinn. Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda e er fyrsti bíll Honda sem er eingöngu knúinn rafmagni og hefur bíllinn fengið lof frá bílablaðamönnum og fagólki fyrir einstaka hönnun, tækni og aksturseiginleika. Fyrsti Honda e bíllinn var afhentur á dögunum en eigandi hans er Þorsteinn Guðjónsson. „Hann hefur beðið eftir bílnum af mikilli þolinmæði og tilhlökkun en að hans eigin sögn var hann farinn að telja niður klukkutímana fram að afhendingu bílsins,“ segir Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda umboðsins hjá Öskju. „Honda e hefur fengið mjög mikla athygli hjá okkur fyrstu dagana hér í sýningarsalnum okkar á Krókhálsi. Bíllinn hentar mjög vel fyrir þarfir okkar í daglegu amstri borgarlífsins þar sem hann er einstaklega lipur, búinn allt að 8 myndavélum og getur jafnvel lagt sjálfur í bílastæði. Staðalbúnaður bílsins er einstaklega ríkulegur og er hann búinn varmadælu sem kemur sér einstaklega vel á köldum morgnum vetrarins sem nú fer í hönd,“ segir Hlynur. Vistvænir bílar Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent
Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda e er fyrsti bíll Honda sem er eingöngu knúinn rafmagni og hefur bíllinn fengið lof frá bílablaðamönnum og fagólki fyrir einstaka hönnun, tækni og aksturseiginleika. Fyrsti Honda e bíllinn var afhentur á dögunum en eigandi hans er Þorsteinn Guðjónsson. „Hann hefur beðið eftir bílnum af mikilli þolinmæði og tilhlökkun en að hans eigin sögn var hann farinn að telja niður klukkutímana fram að afhendingu bílsins,“ segir Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda umboðsins hjá Öskju. „Honda e hefur fengið mjög mikla athygli hjá okkur fyrstu dagana hér í sýningarsalnum okkar á Krókhálsi. Bíllinn hentar mjög vel fyrir þarfir okkar í daglegu amstri borgarlífsins þar sem hann er einstaklega lipur, búinn allt að 8 myndavélum og getur jafnvel lagt sjálfur í bílastæði. Staðalbúnaður bílsins er einstaklega ríkulegur og er hann búinn varmadælu sem kemur sér einstaklega vel á köldum morgnum vetrarins sem nú fer í hönd,“ segir Hlynur.
Vistvænir bílar Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent