Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 14:32 Spilasölum hefur verið gert að loka í núverandi samkomubanni en stakir spilakassar mega enn standa opnir. Vísir/Baldur Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Almennt er talin minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, þar sem ráðuneytið var innt eftir svörum við því af hverju aðeins væri minnst á spilasali en ekki spilakassa í reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tók gildi í síðustu viku. Vísir sendi fyrirspurnina í kjölfar gagnrýni formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún lýsti því í samtali við Vísi á föstudag að ótækt væri að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem yfirleitt dvelji lengi við kassana, þrátt fyrir að spilasölum hafi verið gert að loka. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu mánudaginn 5. október. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. Í svari ráðuneytisins segir að megináhersla í gildandi sóttvarnaráðstöfunum sé að sporna gegn því að fólk komi saman í stórum hópum. Þetta sé meginástæða þeirra takmarkana sem leiða m.a. til lokunar kráa, skemmtistaða og spilasala, líkamsræktarstöðva og sundlauga. „Þess má geta að töluverður fjöldi spilakassa er óaðgengilegur vegna þessara takmarkana, þ.e. spilakassar sem eru á stöðum sem hefur þurft að loka vegna samkomutakmarkana, t.d. á krám og skemmtistöðum, auk spilasala,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og starfsemi þar sem snertifletir eru sameiginlegir, t.d. hraðbanka, bensínsjálfssala, sjálfsafgreiðslukössum í verslunum o.fl. Aftur á móti gildi um þessa starfsemi sem aðra að umsjónaraðilum beri að gæta að sóttvörnum, þrífa snertifleti reglulega og sjá til þess að handspritt sé aðgengilegt þeim sem nýta sér aðstöðu þar sem snertifletir eru sameiginlegir. Þá er bent á að vissulega hafi verið kveðið hafi á um að spilasölum og spilakössum skyldi lokað í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. mars og gilti til 3. maí. Ný auglýsing tók hins vegar gildi 4. maí en þar var einungis kveðið á um lokun spilasala, ekki spilakassa. „Þetta er í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir og það sem rakið er að framan um að almennt er minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum,“ segir í svari ráðuneytisins. Fjárhættuspil Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Almennt er talin minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, þar sem ráðuneytið var innt eftir svörum við því af hverju aðeins væri minnst á spilasali en ekki spilakassa í reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tók gildi í síðustu viku. Vísir sendi fyrirspurnina í kjölfar gagnrýni formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún lýsti því í samtali við Vísi á föstudag að ótækt væri að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem yfirleitt dvelji lengi við kassana, þrátt fyrir að spilasölum hafi verið gert að loka. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu mánudaginn 5. október. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. Í svari ráðuneytisins segir að megináhersla í gildandi sóttvarnaráðstöfunum sé að sporna gegn því að fólk komi saman í stórum hópum. Þetta sé meginástæða þeirra takmarkana sem leiða m.a. til lokunar kráa, skemmtistaða og spilasala, líkamsræktarstöðva og sundlauga. „Þess má geta að töluverður fjöldi spilakassa er óaðgengilegur vegna þessara takmarkana, þ.e. spilakassar sem eru á stöðum sem hefur þurft að loka vegna samkomutakmarkana, t.d. á krám og skemmtistöðum, auk spilasala,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og starfsemi þar sem snertifletir eru sameiginlegir, t.d. hraðbanka, bensínsjálfssala, sjálfsafgreiðslukössum í verslunum o.fl. Aftur á móti gildi um þessa starfsemi sem aðra að umsjónaraðilum beri að gæta að sóttvörnum, þrífa snertifleti reglulega og sjá til þess að handspritt sé aðgengilegt þeim sem nýta sér aðstöðu þar sem snertifletir eru sameiginlegir. Þá er bent á að vissulega hafi verið kveðið hafi á um að spilasölum og spilakössum skyldi lokað í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. mars og gilti til 3. maí. Ný auglýsing tók hins vegar gildi 4. maí en þar var einungis kveðið á um lokun spilasala, ekki spilakassa. „Þetta er í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir og það sem rakið er að framan um að almennt er minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum,“ segir í svari ráðuneytisins.
Fjárhættuspil Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira