Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 14:32 Spilasölum hefur verið gert að loka í núverandi samkomubanni en stakir spilakassar mega enn standa opnir. Vísir/Baldur Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Almennt er talin minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, þar sem ráðuneytið var innt eftir svörum við því af hverju aðeins væri minnst á spilasali en ekki spilakassa í reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tók gildi í síðustu viku. Vísir sendi fyrirspurnina í kjölfar gagnrýni formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún lýsti því í samtali við Vísi á föstudag að ótækt væri að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem yfirleitt dvelji lengi við kassana, þrátt fyrir að spilasölum hafi verið gert að loka. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu mánudaginn 5. október. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. Í svari ráðuneytisins segir að megináhersla í gildandi sóttvarnaráðstöfunum sé að sporna gegn því að fólk komi saman í stórum hópum. Þetta sé meginástæða þeirra takmarkana sem leiða m.a. til lokunar kráa, skemmtistaða og spilasala, líkamsræktarstöðva og sundlauga. „Þess má geta að töluverður fjöldi spilakassa er óaðgengilegur vegna þessara takmarkana, þ.e. spilakassar sem eru á stöðum sem hefur þurft að loka vegna samkomutakmarkana, t.d. á krám og skemmtistöðum, auk spilasala,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og starfsemi þar sem snertifletir eru sameiginlegir, t.d. hraðbanka, bensínsjálfssala, sjálfsafgreiðslukössum í verslunum o.fl. Aftur á móti gildi um þessa starfsemi sem aðra að umsjónaraðilum beri að gæta að sóttvörnum, þrífa snertifleti reglulega og sjá til þess að handspritt sé aðgengilegt þeim sem nýta sér aðstöðu þar sem snertifletir eru sameiginlegir. Þá er bent á að vissulega hafi verið kveðið hafi á um að spilasölum og spilakössum skyldi lokað í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. mars og gilti til 3. maí. Ný auglýsing tók hins vegar gildi 4. maí en þar var einungis kveðið á um lokun spilasala, ekki spilakassa. „Þetta er í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir og það sem rakið er að framan um að almennt er minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum,“ segir í svari ráðuneytisins. Fjárhættuspil Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Almennt er talin minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, þar sem ráðuneytið var innt eftir svörum við því af hverju aðeins væri minnst á spilasali en ekki spilakassa í reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tók gildi í síðustu viku. Vísir sendi fyrirspurnina í kjölfar gagnrýni formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún lýsti því í samtali við Vísi á föstudag að ótækt væri að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem yfirleitt dvelji lengi við kassana, þrátt fyrir að spilasölum hafi verið gert að loka. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu mánudaginn 5. október. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. Í svari ráðuneytisins segir að megináhersla í gildandi sóttvarnaráðstöfunum sé að sporna gegn því að fólk komi saman í stórum hópum. Þetta sé meginástæða þeirra takmarkana sem leiða m.a. til lokunar kráa, skemmtistaða og spilasala, líkamsræktarstöðva og sundlauga. „Þess má geta að töluverður fjöldi spilakassa er óaðgengilegur vegna þessara takmarkana, þ.e. spilakassar sem eru á stöðum sem hefur þurft að loka vegna samkomutakmarkana, t.d. á krám og skemmtistöðum, auk spilasala,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og starfsemi þar sem snertifletir eru sameiginlegir, t.d. hraðbanka, bensínsjálfssala, sjálfsafgreiðslukössum í verslunum o.fl. Aftur á móti gildi um þessa starfsemi sem aðra að umsjónaraðilum beri að gæta að sóttvörnum, þrífa snertifleti reglulega og sjá til þess að handspritt sé aðgengilegt þeim sem nýta sér aðstöðu þar sem snertifletir eru sameiginlegir. Þá er bent á að vissulega hafi verið kveðið hafi á um að spilasölum og spilakössum skyldi lokað í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. mars og gilti til 3. maí. Ný auglýsing tók hins vegar gildi 4. maí en þar var einungis kveðið á um lokun spilasala, ekki spilakassa. „Þetta er í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir og það sem rakið er að framan um að almennt er minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum,“ segir í svari ráðuneytisins.
Fjárhættuspil Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira