Laxveiðin svipuð og í meðalári og mun betri en í fyrra Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. október 2020 12:34 Metveiði í Eystri-Rangá dregur veiðitölur ársins duglega upp. Vísir/KL Aukning varð í laxveiði hér á landi miðað við í fyrra og var heildarfjöldi stangveiddra laxa um 42.800 fiskar, sem er um fjörutíu og sex prósenta aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum frá Hafrannsóknarstofnun sem birtar voru í morgun. Þar segir að aukning hafi verið í veiði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra og mest varð aukningin á Suðurlandi. Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða, en þar stendur veiðin fram til 20. október. Ef marka má bráðabirgðatölurnar er veiðin í ár nærri meðalveiðinni frá árinu 1974 og batnaði veiðin um þrettán þúsund og fimmhundruð laxa miðað við árið í fyrra. Metveiði í Eystri-Rangá Í tölum um heildarlaxveiði eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði. Umtalsverð aukning varð í laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða og var veiðin í þeim ám alls um 14.200 laxar og munar þar mest um að metveiði var í Eystri-Rangá þar sem um 8.600 laxar hafa veiðst en veiði í hafbeitaránum er ekki lokið. Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu (ekki úr seiðasleppingum), að teknu tilliti til endurveiddra laxa, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2020 um 23.500 laxar, sem er sjötta minnsta stangveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn. Stangveiði Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Aukning varð í laxveiði hér á landi miðað við í fyrra og var heildarfjöldi stangveiddra laxa um 42.800 fiskar, sem er um fjörutíu og sex prósenta aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum frá Hafrannsóknarstofnun sem birtar voru í morgun. Þar segir að aukning hafi verið í veiði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra og mest varð aukningin á Suðurlandi. Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða, en þar stendur veiðin fram til 20. október. Ef marka má bráðabirgðatölurnar er veiðin í ár nærri meðalveiðinni frá árinu 1974 og batnaði veiðin um þrettán þúsund og fimmhundruð laxa miðað við árið í fyrra. Metveiði í Eystri-Rangá Í tölum um heildarlaxveiði eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði. Umtalsverð aukning varð í laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða og var veiðin í þeim ám alls um 14.200 laxar og munar þar mest um að metveiði var í Eystri-Rangá þar sem um 8.600 laxar hafa veiðst en veiði í hafbeitaránum er ekki lokið. Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu (ekki úr seiðasleppingum), að teknu tilliti til endurveiddra laxa, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2020 um 23.500 laxar, sem er sjötta minnsta stangveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn.
Stangveiði Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira