Dæmi um að fólk í sóttkví komi inn á endurvinnslustöðvar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 07:54 Endurvinnslustöð SORPU við Breiðhellu í Hafnarfirði. SORPA SORPA brýnir það fyrir almenningi að fólk í sóttkví megi ekki koma inn á endurvinnslustöðvar fyrirtækisins. Í tilkynningu frá SORPU segir að því miður þurfi að vekja athygli á þessu þar sem starfsfólk endurvinnslustöðva hafi ítrekað orðið vart við að fólk í sóttkví komi inn á stöðvarnar. „Þetta veldur okkur miklum vonbrigðum,“ er haft eftir Guðmundi Tryggva Ólafssyni, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva SORPU, í tilkynningu. „Gestir okkar og starfsfólk eiga sama rétt og annað fólk á vernd gegn veirunni og því er óskiljanlegt að fólk haldi að það megi koma á endurvinnslustöðvar þegar það er í sóttkví,“ segir Guðmundur. Í tilkynningu SORPU segir að heimsókn á endurvinnslustöð samræmist ekki reglum um sóttkví. Skipti þar engu hver ástæða sóttkvíarinnar er: „Slík heimsókn er brot á sóttkví og útsetur gesti og starfsfólk endurvinnslustöðvanna fyrir smitum. Fólki er bent á að kynna sér reglur um sóttkví á slóðinni https://www.covid.is/flokkar/sottkvi Verði fólk uppvíst að því að koma á endurvinnslustöðvar SORPU meðan það er í sóttkví verður því umsvifalaust vísað burt og það tilkynnt til lögreglu ef það hlýðir ekki fyrirmælum starfsfólks,“ segir í tilkynningunni. Enn búist við röðum og töfum við stöðvarnar Þá er fólk sem er ekki í sóttkví og vill skila endurvinnsluefnum til SORPU minnt á að helgarnar verði álagspunktar á endurvinnslustöðvunum meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Við minnum viðskiptavini okkar á að þeir geta lagt sitt af mörkum til að heimsókn á endurvinnslustöð gangi hratt og vel fyrir sig við þessar krefjandi aðstæður,“ segir Guðmundur Tryggvi. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar á virkum dögum yfir miðjan daginn, vera ekki fleiri saman í bíl en nauðsyn krefur og vera búið að flokka öll endurvinnsluefni áður en lagt er af stað á endurvinnslustöðina. Ef fólk fer eftir þessum ábendingum gengur heimsókn á endurvinnslustöð hraðar og betur fyrir alla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sorpa Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
SORPA brýnir það fyrir almenningi að fólk í sóttkví megi ekki koma inn á endurvinnslustöðvar fyrirtækisins. Í tilkynningu frá SORPU segir að því miður þurfi að vekja athygli á þessu þar sem starfsfólk endurvinnslustöðva hafi ítrekað orðið vart við að fólk í sóttkví komi inn á stöðvarnar. „Þetta veldur okkur miklum vonbrigðum,“ er haft eftir Guðmundi Tryggva Ólafssyni, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva SORPU, í tilkynningu. „Gestir okkar og starfsfólk eiga sama rétt og annað fólk á vernd gegn veirunni og því er óskiljanlegt að fólk haldi að það megi koma á endurvinnslustöðvar þegar það er í sóttkví,“ segir Guðmundur. Í tilkynningu SORPU segir að heimsókn á endurvinnslustöð samræmist ekki reglum um sóttkví. Skipti þar engu hver ástæða sóttkvíarinnar er: „Slík heimsókn er brot á sóttkví og útsetur gesti og starfsfólk endurvinnslustöðvanna fyrir smitum. Fólki er bent á að kynna sér reglur um sóttkví á slóðinni https://www.covid.is/flokkar/sottkvi Verði fólk uppvíst að því að koma á endurvinnslustöðvar SORPU meðan það er í sóttkví verður því umsvifalaust vísað burt og það tilkynnt til lögreglu ef það hlýðir ekki fyrirmælum starfsfólks,“ segir í tilkynningunni. Enn búist við röðum og töfum við stöðvarnar Þá er fólk sem er ekki í sóttkví og vill skila endurvinnsluefnum til SORPU minnt á að helgarnar verði álagspunktar á endurvinnslustöðvunum meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Við minnum viðskiptavini okkar á að þeir geta lagt sitt af mörkum til að heimsókn á endurvinnslustöð gangi hratt og vel fyrir sig við þessar krefjandi aðstæður,“ segir Guðmundur Tryggvi. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar á virkum dögum yfir miðjan daginn, vera ekki fleiri saman í bíl en nauðsyn krefur og vera búið að flokka öll endurvinnsluefni áður en lagt er af stað á endurvinnslustöðina. Ef fólk fer eftir þessum ábendingum gengur heimsókn á endurvinnslustöð hraðar og betur fyrir alla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sorpa Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira